Aldrei fleiri á farsóttarhótelinu en nú Vésteinn Örn Pétursson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 28. september 2020 18:58 Aldrei hafa fleiri dvalið á farshóttarhótelinu á Rauðarárstíg í Reykjavík. Hótelið er úrræði fyrir fólk sem þarf að vera í einangrun vegna kórónuveirusýkingar og getur illa verið í einangrun á heimili sínu. Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður hótelsins, segir ýmislegt geta skýrt þann metfjölda sem nú dvelur á hótelinu. „Meðal annars það að við erum með mikið af ungu fólki í þessari bylgju, fólk sem kannski býr með öðrum, leigir í íbúðum þar sem kannski fjórir, fimm búa saman. Við erum með fólk utan af landi sem þarf að vera nálægt Covid-deildinni [á Landspítalanum]. Við erum með ungar mæður sem eiga kannski erfitt með að vera heima með ungum börnum sínum. Við erum með alla flóruna hérna,“ sagði Gylfi í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Aðspurður segir Gylfi þá að hótelið sé nánast búið að sprengja utan af sér. „Við opnuðum aftur hér neðar í götunni um daginn og þurfum að hafa þar opið í einhvern tíma. Það eru núna 63 gestir hjá okkur í húsunum og þeim fer því miður bara fjölgandi.“ Gylfi segir þá að starfsfólkið sem sér um gestina mætti vera fleira. „Við erum sjö sem sinnum gestunum. Nei, það er ekki nóg. Við vorum að auglýsa eftir fleira fólki inni á Alfreð. Okkur vantar fólk og það er bara vonandi að einhverjir taki við sér,“ segir Gylfi, sem hvetur fólk til að sækja um á hótelinu. Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Aldrei hafa fleiri dvalið á farshóttarhótelinu á Rauðarárstíg í Reykjavík. Hótelið er úrræði fyrir fólk sem þarf að vera í einangrun vegna kórónuveirusýkingar og getur illa verið í einangrun á heimili sínu. Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður hótelsins, segir ýmislegt geta skýrt þann metfjölda sem nú dvelur á hótelinu. „Meðal annars það að við erum með mikið af ungu fólki í þessari bylgju, fólk sem kannski býr með öðrum, leigir í íbúðum þar sem kannski fjórir, fimm búa saman. Við erum með fólk utan af landi sem þarf að vera nálægt Covid-deildinni [á Landspítalanum]. Við erum með ungar mæður sem eiga kannski erfitt með að vera heima með ungum börnum sínum. Við erum með alla flóruna hérna,“ sagði Gylfi í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Aðspurður segir Gylfi þá að hótelið sé nánast búið að sprengja utan af sér. „Við opnuðum aftur hér neðar í götunni um daginn og þurfum að hafa þar opið í einhvern tíma. Það eru núna 63 gestir hjá okkur í húsunum og þeim fer því miður bara fjölgandi.“ Gylfi segir þá að starfsfólkið sem sér um gestina mætti vera fleira. „Við erum sjö sem sinnum gestunum. Nei, það er ekki nóg. Við vorum að auglýsa eftir fleira fólki inni á Alfreð. Okkur vantar fólk og það er bara vonandi að einhverjir taki við sér,“ segir Gylfi, sem hvetur fólk til að sækja um á hótelinu.
Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira