Segja nýuppgötvað gat á síðu skrokks Estonia varpa nýju ljósi á harmleikinn Atli Ísleifsson skrifar 28. september 2020 08:42 Rannsóknarnefnd komst að þeirri niðurstöðu að illa farin stafnhurðin hafi losnað í óveðrinu sem hafi valdið því að mikið magn sjávar flæddi inn í ferjuna með þeim afleiðingum að hún sökk. EPA Sænskir heimildargerðarmenn hafa fundið fjögurra metra langt gat á síðu skrokks ferjunnar Estonia sem hvílir nú á hafsbotni í Eystrasalti eftir að hafa sokkið í óveðri aðfaranótt 28. september árið 1994. Alls fórust 852 manns þegar skipið sökk. Heimildarþættirnir Estonia – uppgötvunin sem öllu breytir, eru frumsýndir á Dplay í dag þar sem harmleikurinn er til umfjöllunar. Þáttagerðarmennirnir hafa notast við köfunarvélmenni sem myndaði skrokk skipsins á hafsbotni. Á myndunum, sem hafa verið birtar á vef Aftonbladet, má sjá gatið á síðunni sem hefur áður snúið niður og ekki verið sýnilegt. Skrokkurinn hefur hins vegar með árunum verið á hreyfingu og því hefur stjórnborðssíða skrokksins nú orðið sýnilegri. Í frétt blaðsins segir að gatið, sem er fjórir metrar á hæð og 1,2 metrar þar sem það er breiðast, sé að finna á stjórnborðssíðu skipsins og hafi verið bæði yfir og undir sjávarhæð á síðu ferjunnar. Utanaðkomandi kraftur Þeir sérfræðingar sem þáttagerðarmennirnir ræða við útiloka að sprenging hafi valdið umræddu gati, og segja að þess í stað bendi flest til að það sé utanaðkomandi kraftur sem hafi valdið gatinu. Þáttagerðarmennirnir segja uppgötvunina styðja við bakið á þeirri kenningu að skýringuna á því að skipið hafi sokkið sé ekki einungis að finna í að stafnhurð ferjunnar hafi losnað líkt og niðurstaða rannsóknarnefndar sænskra, finnskra og eistneskra yfirvalda sagði til um. Umrætt gat kunni einnig að skýra að ferjan hafi sokkið svo fljótt og raun bar vitni. Ferjan Estonia var leið frá eistnesku höfuðborginni Tallinn til sænsku höfuðborgarinnar Stokkhólms þegar hún sökk innan finnskrar lögsögu. Alls voru um þúsund manns um borð – 137 manns komust lífs af, en 852 fórust.GEtty Ferjan Estonia var leið frá eistnesku höfuðborginni Tallinn til sænsku höfuðborgarinnar Stokkhólms þegar hún sökk innan finnskrar lögsögu. Alls voru um þúsund manns um borð – 137 manns komust lífs af, en 852 fórust. Hafa ekki sætt sig við niðurstöðu nefndarinnar Í frétt Aftonbladet segir að einhverjir þeirra sem komust lífs af úr slysinu hafi aldrei getað sætt sig við niðurstöðu rannsóknarnefndarinnar – það er að illa farin stafnhurðin hafi losnað í óveðrinu sem hafi valdið því að mikið magn sjávar flæddi inn í ferjuna með þeim afleiðingum að hún sökk. Segja þeir skýringuna ekki koma heim og saman við upplifun eftirlifenda. Eistnesk stjórnvöld hafa nú krafist að ráðist verði í nýja rannsókn. Heimildargerðarmennirnir hafa verið ákærðir fyrir röskun á grafhelgi vegna upptaka sinna. Svíþjóð Finnland Eistland Estonia-slysið Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Sænskir heimildargerðarmenn hafa fundið fjögurra metra langt gat á síðu skrokks ferjunnar Estonia sem hvílir nú á hafsbotni í Eystrasalti eftir að hafa sokkið í óveðri aðfaranótt 28. september árið 1994. Alls fórust 852 manns þegar skipið sökk. Heimildarþættirnir Estonia – uppgötvunin sem öllu breytir, eru frumsýndir á Dplay í dag þar sem harmleikurinn er til umfjöllunar. Þáttagerðarmennirnir hafa notast við köfunarvélmenni sem myndaði skrokk skipsins á hafsbotni. Á myndunum, sem hafa verið birtar á vef Aftonbladet, má sjá gatið á síðunni sem hefur áður snúið niður og ekki verið sýnilegt. Skrokkurinn hefur hins vegar með árunum verið á hreyfingu og því hefur stjórnborðssíða skrokksins nú orðið sýnilegri. Í frétt blaðsins segir að gatið, sem er fjórir metrar á hæð og 1,2 metrar þar sem það er breiðast, sé að finna á stjórnborðssíðu skipsins og hafi verið bæði yfir og undir sjávarhæð á síðu ferjunnar. Utanaðkomandi kraftur Þeir sérfræðingar sem þáttagerðarmennirnir ræða við útiloka að sprenging hafi valdið umræddu gati, og segja að þess í stað bendi flest til að það sé utanaðkomandi kraftur sem hafi valdið gatinu. Þáttagerðarmennirnir segja uppgötvunina styðja við bakið á þeirri kenningu að skýringuna á því að skipið hafi sokkið sé ekki einungis að finna í að stafnhurð ferjunnar hafi losnað líkt og niðurstaða rannsóknarnefndar sænskra, finnskra og eistneskra yfirvalda sagði til um. Umrætt gat kunni einnig að skýra að ferjan hafi sokkið svo fljótt og raun bar vitni. Ferjan Estonia var leið frá eistnesku höfuðborginni Tallinn til sænsku höfuðborgarinnar Stokkhólms þegar hún sökk innan finnskrar lögsögu. Alls voru um þúsund manns um borð – 137 manns komust lífs af, en 852 fórust.GEtty Ferjan Estonia var leið frá eistnesku höfuðborginni Tallinn til sænsku höfuðborgarinnar Stokkhólms þegar hún sökk innan finnskrar lögsögu. Alls voru um þúsund manns um borð – 137 manns komust lífs af, en 852 fórust. Hafa ekki sætt sig við niðurstöðu nefndarinnar Í frétt Aftonbladet segir að einhverjir þeirra sem komust lífs af úr slysinu hafi aldrei getað sætt sig við niðurstöðu rannsóknarnefndarinnar – það er að illa farin stafnhurðin hafi losnað í óveðrinu sem hafi valdið því að mikið magn sjávar flæddi inn í ferjuna með þeim afleiðingum að hún sökk. Segja þeir skýringuna ekki koma heim og saman við upplifun eftirlifenda. Eistnesk stjórnvöld hafa nú krafist að ráðist verði í nýja rannsókn. Heimildargerðarmennirnir hafa verið ákærðir fyrir röskun á grafhelgi vegna upptaka sinna.
Svíþjóð Finnland Eistland Estonia-slysið Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira