Meiðyrði „deyja“ ekki við það eitt að vera fjarlægð Eva Hauksdóttir skrifar 27. september 2020 18:00 Þann 16. september féll dómur í meiðyrðamáli í héraðsdómi Reykjavíkur. Fjölmiðlar hafa veitt þessum dómi nokkra athygli. Málið er sprottið af umgengnisdeilu en í tengslum við hana fór föðurafi barnsins hörðum orðum um móður þess á Facebooksíðu sinni, talaði um hana sem brenglaða og hættulega börnum, og að hann óttaðist að hún myndi valda barninu skaða með líkamlegu eða andlegu ofbeldi. Niðurstaða dómara var sú að þegar litið væri á samhengi orðanna yrði að meta það svo að ummælin fælu í sér fullyrðingar um refsiverða hegðun sem auk þess teldist siðferðilega ámæliverð. Einnig að deila af þessu tagi ætti ekkert erindi við almenning og gæti ekki talist innlegg í þjóðfélagsumræðu. Þetta er í samræmi við dómaframkvæmd og verður að teljast sannfærandi. Eitt finnst mér þó stórfurðulegt við þennan dóm. Dómari hafnaði kröfu um að dæma grófustu ummælin dauð og ómerk. Ummælin hljóða svo: [Nafn stefnanda] er ofbeldismanneskja og það skulu allir fá að vita um. Hér er manneskjan nafngreind. Það hefur reyndar enga úrslitaþýðingu þar sem nægar upplýsingar lágu fyrir til þess að hver sá sem las hin ummælin gat auðveldlega komist að nafni hennar, en þetta sýnir ásetning gerandans og felur reyndar í sér hótun. Rök dómarans fyrir því að hafna kröfunni hvað þessi ummæli varðar eru þau að ummælin hafi verið fjarlægð og því hafi það „ekki sjálfstæða þýðingu að krefjast ómerkingar þeirra nú.“ Dómur um að tiltekin ummæli teljist dauð og ómerk merkir ekki að þeim sem ber ábyrgð á þeim beri að fela þau eða taka þau aftur. Dómur um ómerkingu felur í sér yfirlýsingu um að þau ummæli séu að engu hafandi – að sá sem lét þau orð falla hafi farið með fleipur eða geti a.m.k. ekki sýnt fram á sannleiksgildi orða sinna. Jafnframt felur sú niðurstaða í sér viðurkenningu á því að ummælin hafi verið til þess fallin að móðga þolandann og/eða spilla mannorði hans út á við. Það er undarleg niðurstaða að ummæli hætti að hafa slík áhrif bara af því þau hafi verið fjarlægð. Það er jafn órökrétt og að halda því fram að það hafi ekki þýðingu að fá viðurkenningu á skaðabótaskyldu vegna líkamsárásar þar sem áverkinn sé horfinn. Samkvæmt niðurstöðu dómarans ætti að hafna kröfu um ómerkingu orða sem falla á fundi, þar sem enginn geti nú heyrt þau lengur. Sömuleiðis ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að ofsækja annað fólk með svívirðingum, ásökunum og hótunum á samfélagsmiðlum og fjarlægja svo bara færslurnar áður en málið er dómtekið. Fjölmiðlar ættu þá að sama skapi að geta birt ærumeiðandi fréttir og skotið sér undan ábyrgð með því að fjarlægja þær eftir að skaðinn er skeður. Ég ætla rétt að vona að aðrir dómarar muni ekki líta til þessa máls sem fordæmis hvað varðar ummæli sem hafa verið fjarlægð. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Hauksdóttir Dómsmál Tjáningarfrelsi Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 16. september féll dómur í meiðyrðamáli í héraðsdómi Reykjavíkur. Fjölmiðlar hafa veitt þessum dómi nokkra athygli. Málið er sprottið af umgengnisdeilu en í tengslum við hana fór föðurafi barnsins hörðum orðum um móður þess á Facebooksíðu sinni, talaði um hana sem brenglaða og hættulega börnum, og að hann óttaðist að hún myndi valda barninu skaða með líkamlegu eða andlegu ofbeldi. Niðurstaða dómara var sú að þegar litið væri á samhengi orðanna yrði að meta það svo að ummælin fælu í sér fullyrðingar um refsiverða hegðun sem auk þess teldist siðferðilega ámæliverð. Einnig að deila af þessu tagi ætti ekkert erindi við almenning og gæti ekki talist innlegg í þjóðfélagsumræðu. Þetta er í samræmi við dómaframkvæmd og verður að teljast sannfærandi. Eitt finnst mér þó stórfurðulegt við þennan dóm. Dómari hafnaði kröfu um að dæma grófustu ummælin dauð og ómerk. Ummælin hljóða svo: [Nafn stefnanda] er ofbeldismanneskja og það skulu allir fá að vita um. Hér er manneskjan nafngreind. Það hefur reyndar enga úrslitaþýðingu þar sem nægar upplýsingar lágu fyrir til þess að hver sá sem las hin ummælin gat auðveldlega komist að nafni hennar, en þetta sýnir ásetning gerandans og felur reyndar í sér hótun. Rök dómarans fyrir því að hafna kröfunni hvað þessi ummæli varðar eru þau að ummælin hafi verið fjarlægð og því hafi það „ekki sjálfstæða þýðingu að krefjast ómerkingar þeirra nú.“ Dómur um að tiltekin ummæli teljist dauð og ómerk merkir ekki að þeim sem ber ábyrgð á þeim beri að fela þau eða taka þau aftur. Dómur um ómerkingu felur í sér yfirlýsingu um að þau ummæli séu að engu hafandi – að sá sem lét þau orð falla hafi farið með fleipur eða geti a.m.k. ekki sýnt fram á sannleiksgildi orða sinna. Jafnframt felur sú niðurstaða í sér viðurkenningu á því að ummælin hafi verið til þess fallin að móðga þolandann og/eða spilla mannorði hans út á við. Það er undarleg niðurstaða að ummæli hætti að hafa slík áhrif bara af því þau hafi verið fjarlægð. Það er jafn órökrétt og að halda því fram að það hafi ekki þýðingu að fá viðurkenningu á skaðabótaskyldu vegna líkamsárásar þar sem áverkinn sé horfinn. Samkvæmt niðurstöðu dómarans ætti að hafna kröfu um ómerkingu orða sem falla á fundi, þar sem enginn geti nú heyrt þau lengur. Sömuleiðis ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að ofsækja annað fólk með svívirðingum, ásökunum og hótunum á samfélagsmiðlum og fjarlægja svo bara færslurnar áður en málið er dómtekið. Fjölmiðlar ættu þá að sama skapi að geta birt ærumeiðandi fréttir og skotið sér undan ábyrgð með því að fjarlægja þær eftir að skaðinn er skeður. Ég ætla rétt að vona að aðrir dómarar muni ekki líta til þessa máls sem fordæmis hvað varðar ummæli sem hafa verið fjarlægð. Höfundur er lögfræðingur.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun