„Við eigum öll að vara okkur á lakkrís“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. september 2020 22:33 Helga Ágústa Sigurjónsdóttir innkirtlalæknir segir lakkrísát ekki æskilegt. Vísir/Getty Innkirtlasérfræðingur segir að konur á meðgöngu og fólk með háan blóðþrýsting eigi alls ekki að borða lakkrís. Lakkrís geti haft gríðarlega slæm áhrif á líkamann og líkt og fram kom í fréttum í gær lést bandarískur maður nýlega af völdum óhóflegs lakkrísáts. Greint var frá því í gær að 54 ára gamall byggingarverkamaður í Massachusetts í Bandaríkjunum hafi látist af völdum óhóflegs lakkrísáts. Hann hafði borðað einn og hálfan lakkríspoka á dag og ekki sýnt nein sérstök einkenni áður en hann fékk skyndilega hjartastopp á skyndibitastað. „Ákveðinn varnarmekanismi fer af stað sem við eigum alls staðar í líkamanum, sérstaklega í hjarta- og æðakerfinu. Æðar dragast saman, vökvi safnast í líkamann, við förum að skila frá okkur óhóflega mikið af kalíum og svo framvegis,“ segir Helga Ágústa Sigurjónsdóttir, en hún ræddi áhrif lakkrís á líkamann í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Of hár blóðþrýstingur oft vegna lakkrísáts Hún útskýrir að lakkrís hemji ákveðið ensímkerfi í líkamanum sem brýtur niður hormónið kortisól. Þegar það gerist fari varnarviðbrögð af stað, æðar dragist saman og fleira. Ef hormónið er ekki brotið niður lengist helmingunartími þess og vegna þess að kortisólið sé sykursteði geti það farið að virka sem saltsteði eftir ákveðinn tíma. Þá komi fram þessi neikvæðu áhrif. „Á þann hátt veldur það of háum blóðþrýstingi, bjúgsöfnun og kalíumtapi,“ segir Helga. Hún segist hafa fengið til sín fjölda sjúklinga með of háan blóðþrýsting þar sem sökudólgurinn reyndist vera lakkrís. „Þar gat maður látið sjúklinga hætta að taka mörg blóðþrýstingslyf þegar búið var að komast að niðurstöðunni, með einfaldri spurningu í upphafi viðtals,“ segir hún. Hún segir mikilvægt að borða lakkrís ekki á hverjum degi og ekki í of miklu magni. Þá sé ekki bara að ræða svartan lakkrís eins og við þekkjum hann heldur ýmsar vörur með lakkrísbragði. „Það eru ekki lakkrísbragðefni heldur lakkrís, vegna þess að það gefur ekkert annað efni lakkrísbragð. Fennel gefur líkt bragð en ekkert annað efni gefur lakkrísbragð. Þess vegna á mann alltaf að gruna að það sé lakkrís í því sem maður er að setja í munninn á sér ef það er lakkrísbragð af því,“ segir Helga. Tilfelli þar sem talið er að lakkrís hafi átt þátt í fósturláti Helga segir alls ekki ráðlagt að konur á meðgöngu eða fólk með of háan blóðþrýsting borði lakkrís. „Við höfum birt eitt slíkt tilfelli þar sem við teljum að lakkrísinn hafi jafnvel átt þátt í fósturláti. Það er þannig að fylgjan hefur ekki mikið af þessu ensími sem að ver okkur, sem sér um að brjóta niður þetta kortisól og þar með er ástæða til að konur á meðgöngu vari sig á lakkrís,“ segir Helga. „Við eigum auðvitað öll að vara okkur á lakkrís og þótt okkur þyki hann góður á maður aldrei að borða lakkrís reglulega og aldrei í miklu magni. Svo er ég búin að sýna fram á það að þeir sem eru með háan blóðþrýsting þeir hækka enn þá meira í blóðþrýsting heldur en þeir sem ekki eru með háan blóðþrýsting ef þeir borða lakkrís.“ Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Sælgæti Tengdar fréttir Lést af völdum óhóflegs lakkrísáts Læknar í Bandaríkjunum segja að byggingaverkamaður í Massachusetts hafi látist af völdum óhóflegs lakkrísáts. 24. september 2020 12:49 Appolólakkrísbitinn er útilegunammið í ár Glænýja sumarnammið frá Góu, Appolólakkrísbitinn er að gera allt vitlaust. Bitarnir rjúka úr hillum verslana og sælgætisverksmmiðjan hefur varla undan að framleiða. 28. maí 2020 10:29 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Innkirtlasérfræðingur segir að konur á meðgöngu og fólk með háan blóðþrýsting eigi alls ekki að borða lakkrís. Lakkrís geti haft gríðarlega slæm áhrif á líkamann og líkt og fram kom í fréttum í gær lést bandarískur maður nýlega af völdum óhóflegs lakkrísáts. Greint var frá því í gær að 54 ára gamall byggingarverkamaður í Massachusetts í Bandaríkjunum hafi látist af völdum óhóflegs lakkrísáts. Hann hafði borðað einn og hálfan lakkríspoka á dag og ekki sýnt nein sérstök einkenni áður en hann fékk skyndilega hjartastopp á skyndibitastað. „Ákveðinn varnarmekanismi fer af stað sem við eigum alls staðar í líkamanum, sérstaklega í hjarta- og æðakerfinu. Æðar dragast saman, vökvi safnast í líkamann, við förum að skila frá okkur óhóflega mikið af kalíum og svo framvegis,“ segir Helga Ágústa Sigurjónsdóttir, en hún ræddi áhrif lakkrís á líkamann í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Of hár blóðþrýstingur oft vegna lakkrísáts Hún útskýrir að lakkrís hemji ákveðið ensímkerfi í líkamanum sem brýtur niður hormónið kortisól. Þegar það gerist fari varnarviðbrögð af stað, æðar dragist saman og fleira. Ef hormónið er ekki brotið niður lengist helmingunartími þess og vegna þess að kortisólið sé sykursteði geti það farið að virka sem saltsteði eftir ákveðinn tíma. Þá komi fram þessi neikvæðu áhrif. „Á þann hátt veldur það of háum blóðþrýstingi, bjúgsöfnun og kalíumtapi,“ segir Helga. Hún segist hafa fengið til sín fjölda sjúklinga með of háan blóðþrýsting þar sem sökudólgurinn reyndist vera lakkrís. „Þar gat maður látið sjúklinga hætta að taka mörg blóðþrýstingslyf þegar búið var að komast að niðurstöðunni, með einfaldri spurningu í upphafi viðtals,“ segir hún. Hún segir mikilvægt að borða lakkrís ekki á hverjum degi og ekki í of miklu magni. Þá sé ekki bara að ræða svartan lakkrís eins og við þekkjum hann heldur ýmsar vörur með lakkrísbragði. „Það eru ekki lakkrísbragðefni heldur lakkrís, vegna þess að það gefur ekkert annað efni lakkrísbragð. Fennel gefur líkt bragð en ekkert annað efni gefur lakkrísbragð. Þess vegna á mann alltaf að gruna að það sé lakkrís í því sem maður er að setja í munninn á sér ef það er lakkrísbragð af því,“ segir Helga. Tilfelli þar sem talið er að lakkrís hafi átt þátt í fósturláti Helga segir alls ekki ráðlagt að konur á meðgöngu eða fólk með of háan blóðþrýsting borði lakkrís. „Við höfum birt eitt slíkt tilfelli þar sem við teljum að lakkrísinn hafi jafnvel átt þátt í fósturláti. Það er þannig að fylgjan hefur ekki mikið af þessu ensími sem að ver okkur, sem sér um að brjóta niður þetta kortisól og þar með er ástæða til að konur á meðgöngu vari sig á lakkrís,“ segir Helga. „Við eigum auðvitað öll að vara okkur á lakkrís og þótt okkur þyki hann góður á maður aldrei að borða lakkrís reglulega og aldrei í miklu magni. Svo er ég búin að sýna fram á það að þeir sem eru með háan blóðþrýsting þeir hækka enn þá meira í blóðþrýsting heldur en þeir sem ekki eru með háan blóðþrýsting ef þeir borða lakkrís.“
Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Sælgæti Tengdar fréttir Lést af völdum óhóflegs lakkrísáts Læknar í Bandaríkjunum segja að byggingaverkamaður í Massachusetts hafi látist af völdum óhóflegs lakkrísáts. 24. september 2020 12:49 Appolólakkrísbitinn er útilegunammið í ár Glænýja sumarnammið frá Góu, Appolólakkrísbitinn er að gera allt vitlaust. Bitarnir rjúka úr hillum verslana og sælgætisverksmmiðjan hefur varla undan að framleiða. 28. maí 2020 10:29 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Lést af völdum óhóflegs lakkrísáts Læknar í Bandaríkjunum segja að byggingaverkamaður í Massachusetts hafi látist af völdum óhóflegs lakkrísáts. 24. september 2020 12:49
Appolólakkrísbitinn er útilegunammið í ár Glænýja sumarnammið frá Góu, Appolólakkrísbitinn er að gera allt vitlaust. Bitarnir rjúka úr hillum verslana og sælgætisverksmmiðjan hefur varla undan að framleiða. 28. maí 2020 10:29