Pétur Jóhann með Covid Samúel Karl Ólason skrifar 25. september 2020 19:13 Pétur Jóhann Sigfússon með vini sínum Sverri, sem gjarnan er kallaður Sveppi. Vísir/Vilhelm Skemmtikrafturinn Pétur Jóhann Sigfússon er smitaður af Covid-19 og segist hann aldrei hafa verið jafn veikur áður. Þetta kom fram í þættinum FM95BLÖ á FM 957 seinni hluta dags. Þegar hringt var í Pétur í þættinum sagðist hann vera með hita, og verki alls staðar. Í höfði og líkama. Þá væri þungt að anda og hósta og þar að auki hefði hann misst bæði lyktar- og bragðskyn. Annars sagðist Pétur „brattur“. Þeir Auðunn Blöndal, Steindi og Egill Einarsson hringdu í Pétur í beinni útsendingu í þættinum í dag og sögðust vissir um að hann væri frægasti Íslendingurinn sem hefði smitast hingað til. Slétt vika er síðan Pétur greindist smitaður. Aðspurður hvort veikindin „væru búinn að vera viðbjóður,“ var svarið einfalt. „Já.“ Hann segir að veikindin hafi skollið á fyrir viku síðan. „Ég vaknaði aðfaranótt föstudags, klukkan þrjú um nótt, í einhverju mestu svitabaði sem ég hef upplifað og var þá bara upp í hjónarúmi. Síðan fer ég fram í stofu og ligg þar.“ Þar vaknaði hann við að kona hans krafðist köku og afmælissöngvar eins og hefð er fyrir á afmælisdögum í fjölskyldu þeirra. Hann segist hafa fljótt áttað sig á því að hann væri með Covid. Það var þó stutt í grínið hjá strákunum og aðspurður fagnaði Pétur því að geta ekki fundið lykt af eigin prumpi eða skít. Þá sagði hann að vegna þess að hann fyndi ekkert bragð, væri fjölskylda hans að bera í hann mat sem væri kominn yfir á dagsetningu. Hægt er að hlusta á það þegar strákarnir hringdu í Pétur í spilaranum hér að neðan. Allur þátturinn er svo þar að neðan. Sá hluti þáttarins sem um ræðirhefst eftir eina klukkustund og 33 mínútur. Klippa: Pétur Jóhann með Covid Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Alelda bíll í Þórsmörk Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll í Þórsmörk Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Skemmtikrafturinn Pétur Jóhann Sigfússon er smitaður af Covid-19 og segist hann aldrei hafa verið jafn veikur áður. Þetta kom fram í þættinum FM95BLÖ á FM 957 seinni hluta dags. Þegar hringt var í Pétur í þættinum sagðist hann vera með hita, og verki alls staðar. Í höfði og líkama. Þá væri þungt að anda og hósta og þar að auki hefði hann misst bæði lyktar- og bragðskyn. Annars sagðist Pétur „brattur“. Þeir Auðunn Blöndal, Steindi og Egill Einarsson hringdu í Pétur í beinni útsendingu í þættinum í dag og sögðust vissir um að hann væri frægasti Íslendingurinn sem hefði smitast hingað til. Slétt vika er síðan Pétur greindist smitaður. Aðspurður hvort veikindin „væru búinn að vera viðbjóður,“ var svarið einfalt. „Já.“ Hann segir að veikindin hafi skollið á fyrir viku síðan. „Ég vaknaði aðfaranótt föstudags, klukkan þrjú um nótt, í einhverju mestu svitabaði sem ég hef upplifað og var þá bara upp í hjónarúmi. Síðan fer ég fram í stofu og ligg þar.“ Þar vaknaði hann við að kona hans krafðist köku og afmælissöngvar eins og hefð er fyrir á afmælisdögum í fjölskyldu þeirra. Hann segist hafa fljótt áttað sig á því að hann væri með Covid. Það var þó stutt í grínið hjá strákunum og aðspurður fagnaði Pétur því að geta ekki fundið lykt af eigin prumpi eða skít. Þá sagði hann að vegna þess að hann fyndi ekkert bragð, væri fjölskylda hans að bera í hann mat sem væri kominn yfir á dagsetningu. Hægt er að hlusta á það þegar strákarnir hringdu í Pétur í spilaranum hér að neðan. Allur þátturinn er svo þar að neðan. Sá hluti þáttarins sem um ræðirhefst eftir eina klukkustund og 33 mínútur. Klippa: Pétur Jóhann með Covid
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Alelda bíll í Þórsmörk Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll í Þórsmörk Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira