Dusty burstaði Þór Bjarni Bjarnason skrifar 24. september 2020 22:52 Lokaleikurinn í áttundu umferð í Vodafonedeildinni í CS:GO fór fram fyrr í kvöld. Lið Dusty og Þórs mættust í annað sinn í deildinni og í þetta sinn var tekist á í kortinu Vertigo. Dusty sem var á heimavelli mætti einbeitt til leiks. Þeir byrjuðu í sókn (terrorist) í korti sem hallar á vörnina. Leikmenn Dusty þeir StebbiC0C0 (Stefán Ingi Guðjónsson) og Bjarni (Bjarni Þór Guðmundsson) fóru hamförum í leiknum. En frá fyrstu lotu stráfelldu þeir Þórsarana sem gátu litla björg sér veitt. Fyrri leikhluti var einhliða mulningur að hálfu Dusty en Þór nældi sér einungis í eina lotu. Staðan í hálfleik var Dusty 14 - 1 Þór. Leikmenn Þórs eiga þó lof skilið fyrir viðspyrnu sína í seinni hálfleik. En í sókn náðu þeir að taka 4 lotur af sterku liði Dusty sem leiðir deildina. Dusty sýndu þó fljótt hví þeir eru taldir bera höfuð yfir herðar flestra liða í deildinni og slógu á hendurnar á Þórsurum. Lokastaðan var Dusty 16 - 5 Þór og var critical maður leiksins StebbiC0C0 (Stefán Ingi Guðjónsson). Nú er áttundu umferð í Vodafonedeildinni lokið og er staðan svona: Dusty Þór Akureyri Vodafone-deildin Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti
Lokaleikurinn í áttundu umferð í Vodafonedeildinni í CS:GO fór fram fyrr í kvöld. Lið Dusty og Þórs mættust í annað sinn í deildinni og í þetta sinn var tekist á í kortinu Vertigo. Dusty sem var á heimavelli mætti einbeitt til leiks. Þeir byrjuðu í sókn (terrorist) í korti sem hallar á vörnina. Leikmenn Dusty þeir StebbiC0C0 (Stefán Ingi Guðjónsson) og Bjarni (Bjarni Þór Guðmundsson) fóru hamförum í leiknum. En frá fyrstu lotu stráfelldu þeir Þórsarana sem gátu litla björg sér veitt. Fyrri leikhluti var einhliða mulningur að hálfu Dusty en Þór nældi sér einungis í eina lotu. Staðan í hálfleik var Dusty 14 - 1 Þór. Leikmenn Þórs eiga þó lof skilið fyrir viðspyrnu sína í seinni hálfleik. En í sókn náðu þeir að taka 4 lotur af sterku liði Dusty sem leiðir deildina. Dusty sýndu þó fljótt hví þeir eru taldir bera höfuð yfir herðar flestra liða í deildinni og slógu á hendurnar á Þórsurum. Lokastaðan var Dusty 16 - 5 Þór og var critical maður leiksins StebbiC0C0 (Stefán Ingi Guðjónsson). Nú er áttundu umferð í Vodafonedeildinni lokið og er staðan svona:
Dusty Þór Akureyri Vodafone-deildin Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti