Rúnar Alex gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir Arsenal og Gylfi vill halda uppteknum hætti í deildabikarnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. september 2020 15:45 Rúnar Alex Rúnarsson á æfingu með Arsenal. getty/Stuart MacFarlane Rúnar Alex Rúnarsson gæti þreytt frumraun sína með Arsenal þegar liðið sækir Leicester City heim í 3. umferð enska deildabikarsins í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Rúnar var kynntur sem leikmaður Arsenal á mánudaginn. Hann kom til Lundúnaliðsins frá Dijon í Frakklandi. Rúnar skrifaði undir fimm ára samning við Arsenal. Bernd Leno er aðalmarkvörður Arsenal en gæti hvílt í leikjum í deildabikarnum og Evrópudeildinni og Rúnar fengið tækifæri í hans stað. Everton verður að öllum líkindum í byrjunarliði Everton sem sækir C-deildarlið Fleetwood Town heim. Leikurinn hefst klukkan 18:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Gylfi skoraði eitt mark og lagði upp annað í 3-0 sigri Everton á D-deildarliði Salford City í 2. umferð deildabikarsins í síðustu umferð. Everton hefur unnið báða leiki sína í ensku úrvalsdeildinni til þessa. Gylfi byrjaði á bekknum í leikjunum tveimur. Knattspyrnustjóri Fleetwood er hinn afar umdeildi Joey Barton. Hann var stuðningsmaður Everton í æsku og var í unglingaakademíu félagsins. Þá mætast Íslendingaliðin Millwall og Burnley á The Den í London. Jóhann Berg Guðmundsson er fjarri góðu gamni hjá Burnley vegna meiðsla en Jón Daði Böðvarsson gæti komið við sögu hjá Millwall. Selfyssingurinn hefur komið við sögu í einum leik með Millwall á þessu tímabili. Liðið er með fjögur stig eftir fyrstu tvær umferðirnar í ensku B-deildinni. Enski boltinn Tengdar fréttir Fjármálaráðherra líst vel á skipti Rúnars Það voru margir Íslendingar sem fögnuðu því í gær að markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson hafi skrifað undir samning hjá Arsenal. 22. september 2020 07:00 „Stór dagur fyrir mig og fjölskyldu mína“ Rúnar Alex Rúnarsson, sem skrifaði undir fjögurra ára samning við Arsenal í dag, segir að þetta sé stór dagur fyrir sig og fjölskyldu sína. 21. september 2020 17:02 Staðfesta komu Rúnars Alex sem verður númer þrettán Rúnar Alex Rúnarsson er genginn í raðir Arsenal. Þetta staðfesti félagið á heimasíðu sinni nú síðdegis en hann skrifar undir fjögurra ára samning við félagið. 21. september 2020 16:47 Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Sjá meira
Rúnar Alex Rúnarsson gæti þreytt frumraun sína með Arsenal þegar liðið sækir Leicester City heim í 3. umferð enska deildabikarsins í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Rúnar var kynntur sem leikmaður Arsenal á mánudaginn. Hann kom til Lundúnaliðsins frá Dijon í Frakklandi. Rúnar skrifaði undir fimm ára samning við Arsenal. Bernd Leno er aðalmarkvörður Arsenal en gæti hvílt í leikjum í deildabikarnum og Evrópudeildinni og Rúnar fengið tækifæri í hans stað. Everton verður að öllum líkindum í byrjunarliði Everton sem sækir C-deildarlið Fleetwood Town heim. Leikurinn hefst klukkan 18:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Gylfi skoraði eitt mark og lagði upp annað í 3-0 sigri Everton á D-deildarliði Salford City í 2. umferð deildabikarsins í síðustu umferð. Everton hefur unnið báða leiki sína í ensku úrvalsdeildinni til þessa. Gylfi byrjaði á bekknum í leikjunum tveimur. Knattspyrnustjóri Fleetwood er hinn afar umdeildi Joey Barton. Hann var stuðningsmaður Everton í æsku og var í unglingaakademíu félagsins. Þá mætast Íslendingaliðin Millwall og Burnley á The Den í London. Jóhann Berg Guðmundsson er fjarri góðu gamni hjá Burnley vegna meiðsla en Jón Daði Böðvarsson gæti komið við sögu hjá Millwall. Selfyssingurinn hefur komið við sögu í einum leik með Millwall á þessu tímabili. Liðið er með fjögur stig eftir fyrstu tvær umferðirnar í ensku B-deildinni.
Enski boltinn Tengdar fréttir Fjármálaráðherra líst vel á skipti Rúnars Það voru margir Íslendingar sem fögnuðu því í gær að markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson hafi skrifað undir samning hjá Arsenal. 22. september 2020 07:00 „Stór dagur fyrir mig og fjölskyldu mína“ Rúnar Alex Rúnarsson, sem skrifaði undir fjögurra ára samning við Arsenal í dag, segir að þetta sé stór dagur fyrir sig og fjölskyldu sína. 21. september 2020 17:02 Staðfesta komu Rúnars Alex sem verður númer þrettán Rúnar Alex Rúnarsson er genginn í raðir Arsenal. Þetta staðfesti félagið á heimasíðu sinni nú síðdegis en hann skrifar undir fjögurra ára samning við félagið. 21. september 2020 16:47 Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Sjá meira
Fjármálaráðherra líst vel á skipti Rúnars Það voru margir Íslendingar sem fögnuðu því í gær að markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson hafi skrifað undir samning hjá Arsenal. 22. september 2020 07:00
„Stór dagur fyrir mig og fjölskyldu mína“ Rúnar Alex Rúnarsson, sem skrifaði undir fjögurra ára samning við Arsenal í dag, segir að þetta sé stór dagur fyrir sig og fjölskyldu sína. 21. september 2020 17:02
Staðfesta komu Rúnars Alex sem verður númer þrettán Rúnar Alex Rúnarsson er genginn í raðir Arsenal. Þetta staðfesti félagið á heimasíðu sinni nú síðdegis en hann skrifar undir fjögurra ára samning við félagið. 21. september 2020 16:47