Ekki þótti tilefni til að sekta frönsku ferðamennina Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. september 2020 17:40 Keflavíkurflugvöllur og Leifsstöð Fáir á ferli og flugvélum lagt vegna samkomubanns víða um heim vegna Covid-19 Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Frönsku ferðamennirnir tveir, sem tengdir eru við mörg tilfelli kórónuveirunnar sem greinst hafa hér á landi síðustu daga, brutu ekki einangrun. Þá þótti ekki ástæða til að sekta ferðamennina. Þetta kemur fram í svari almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu. Ferðamennirnir komu hingað til lands um miðjan ágúst. Þeir greindust síðar með afbrigði veirunnar sem hefur verið ráðandi í nýsmituðum innanlands undanfarna daga. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt að svo virðist sem ferðamennirnir hafi farið í einangrun en ekki fylgt öllum sóttvarnareglum. Fram kemur í svari Jóhanns K. Jóhannssonar upplýsingastjóra almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu að ferðamennirnir tveir hafi verið í húsnæði á eigin vegum á meðan stuttri dvöl þeirra hér á landi stóð. Þegar fólkið hafi greinst með veiruna hafi málið verið unnið í samvinnu við það. Ferðamennirnir hafi hins vegar, vegna vankunnáttu, ekki fylgt sóttvarnaráðstöfunum til hins ítrasta. Málið hafi verið „leyst með þeim“ þar til þeir fóru úr landi. Fólkið hafi jafnframt ekki brotið einangrun og jafnframt hafi ekki þótt ástæða til að beita sektum vegna þeirra afskipta sem lögregla hafði af því. „Beiting leiðbeininga og tilmæla hefur reynst vel í afskiptum af þeim sem ekki fylgja öllum reglum. Sektum er ekki beitt nema rík þörf sé á,“ segir jafnframt í svari Jóhanns. Þeir sem brjóta sóttvarnareglur geta átt yfir höfði sér 50-250 þúsund króna sekt. Ef reglur um einangrun eru brotnar þá er hægt að sekta viðkomandi um 150-500 þúsund krónur eftir alvarleika brotsins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira
Frönsku ferðamennirnir tveir, sem tengdir eru við mörg tilfelli kórónuveirunnar sem greinst hafa hér á landi síðustu daga, brutu ekki einangrun. Þá þótti ekki ástæða til að sekta ferðamennina. Þetta kemur fram í svari almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu. Ferðamennirnir komu hingað til lands um miðjan ágúst. Þeir greindust síðar með afbrigði veirunnar sem hefur verið ráðandi í nýsmituðum innanlands undanfarna daga. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt að svo virðist sem ferðamennirnir hafi farið í einangrun en ekki fylgt öllum sóttvarnareglum. Fram kemur í svari Jóhanns K. Jóhannssonar upplýsingastjóra almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu að ferðamennirnir tveir hafi verið í húsnæði á eigin vegum á meðan stuttri dvöl þeirra hér á landi stóð. Þegar fólkið hafi greinst með veiruna hafi málið verið unnið í samvinnu við það. Ferðamennirnir hafi hins vegar, vegna vankunnáttu, ekki fylgt sóttvarnaráðstöfunum til hins ítrasta. Málið hafi verið „leyst með þeim“ þar til þeir fóru úr landi. Fólkið hafi jafnframt ekki brotið einangrun og jafnframt hafi ekki þótt ástæða til að beita sektum vegna þeirra afskipta sem lögregla hafði af því. „Beiting leiðbeininga og tilmæla hefur reynst vel í afskiptum af þeim sem ekki fylgja öllum reglum. Sektum er ekki beitt nema rík þörf sé á,“ segir jafnframt í svari Jóhanns. Þeir sem brjóta sóttvarnareglur geta átt yfir höfði sér 50-250 þúsund króna sekt. Ef reglur um einangrun eru brotnar þá er hægt að sekta viðkomandi um 150-500 þúsund krónur eftir alvarleika brotsins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira