Mikilvægt að fólk sé vakandi fyrir Alzheimer Nadine Guðrún Yaghi skrifar 21. september 2020 22:57 Ellý Katrín Guðmundsdóttir og Magnús Karl Magnússon. Vísir/Egill Kona með Alzheimer og eiginmaður hennar segja gríðarlega mikilvægt að fólk sé vakandi um sjúkdóminn og rétti þeim sem þurfa fram hjálparhönd. Ellý Katrín greindist með Alzheimersjúkdóminn fyrir fjórum árum, þá 51 árs gömul. Hún starfaði þá sem borgarritari. Eftir greininguna vann hún í hlutastarfi á umhverfissviði þar til í fyrra. Hún ákvað strax að vera hreinskilin um sjúkdóminn. „Það var svo mikið pukur um þennan sjúkdóm. Hann er náttúrulega erfiður þessi sjúkdómur,“ segir Ellý, en bætir við að það hafi hjálpað henni gríðarlega mikið að opna sig. „Svo eru það þessi verkefni sem fyrir okkur eru einföld verkefni, en verða svolítið flóknari. Eins og að leggja á borð, hvert diskurinn fer og í hvaða röð hnífapörin fara niður,“ segir Magnús Karl Magnússon, eiginmaður Ellýar. Ellý hafi gert ferlið auðveldara með því að vera ekki að fela neitt. „Hreinskilnin gefur fólki tækifæri á að sýna ást og umhyggju og kannski minna á að þegar svona stór leyndardómur er þá verða einfaldar spurningar eins og „hvernig hefur þú það?“ flóknar þegar stærsta fréttin er ósögð,“ segir Magnús. Í dag er alþjóðlegi Alzheimerdagurinn. Ellý og Magnús héldu fyrirlestur á rafrænni málstofu Alzheimersamtakanna í tilefni dagsins. Yfirskrift málstofunnar er styðjandi samfélag fyrir fólk með heilabilun. Magnús segir gríðarlega mikilvægt að fólk sé vakandi um sjúkdóminn og rétti fram hjálparhönd til dæmis í matvöruverslunum. „Eins og þið sjáið, Ellý lítur ekki út eins og hún sé sjúklingur. Þetta er ósýnilegur sjúkdómur að mörgu leyti þannig að fólk þarf að vera vakandi. Það þarf ekki endilega að spyrja hvort það sé með heilabilun heldur hvort það geti aðstoðað þegar fólk sér að einhver veit ekki alveg hvað hann á að gera.“ Hann hvetur alla til að gerast svokallaðir heilavinir, fólk þurfi ekki að hræðast Alzheimer. „Fólk er hrætt við þennan sjúkdóm. Við þurfum bara að tala um hann eins og hverja aðra sjúkdóma – lífið heldur áfram.“ Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Kona með Alzheimer og eiginmaður hennar segja gríðarlega mikilvægt að fólk sé vakandi um sjúkdóminn og rétti þeim sem þurfa fram hjálparhönd. Ellý Katrín greindist með Alzheimersjúkdóminn fyrir fjórum árum, þá 51 árs gömul. Hún starfaði þá sem borgarritari. Eftir greininguna vann hún í hlutastarfi á umhverfissviði þar til í fyrra. Hún ákvað strax að vera hreinskilin um sjúkdóminn. „Það var svo mikið pukur um þennan sjúkdóm. Hann er náttúrulega erfiður þessi sjúkdómur,“ segir Ellý, en bætir við að það hafi hjálpað henni gríðarlega mikið að opna sig. „Svo eru það þessi verkefni sem fyrir okkur eru einföld verkefni, en verða svolítið flóknari. Eins og að leggja á borð, hvert diskurinn fer og í hvaða röð hnífapörin fara niður,“ segir Magnús Karl Magnússon, eiginmaður Ellýar. Ellý hafi gert ferlið auðveldara með því að vera ekki að fela neitt. „Hreinskilnin gefur fólki tækifæri á að sýna ást og umhyggju og kannski minna á að þegar svona stór leyndardómur er þá verða einfaldar spurningar eins og „hvernig hefur þú það?“ flóknar þegar stærsta fréttin er ósögð,“ segir Magnús. Í dag er alþjóðlegi Alzheimerdagurinn. Ellý og Magnús héldu fyrirlestur á rafrænni málstofu Alzheimersamtakanna í tilefni dagsins. Yfirskrift málstofunnar er styðjandi samfélag fyrir fólk með heilabilun. Magnús segir gríðarlega mikilvægt að fólk sé vakandi um sjúkdóminn og rétti fram hjálparhönd til dæmis í matvöruverslunum. „Eins og þið sjáið, Ellý lítur ekki út eins og hún sé sjúklingur. Þetta er ósýnilegur sjúkdómur að mörgu leyti þannig að fólk þarf að vera vakandi. Það þarf ekki endilega að spyrja hvort það sé með heilabilun heldur hvort það geti aðstoðað þegar fólk sér að einhver veit ekki alveg hvað hann á að gera.“ Hann hvetur alla til að gerast svokallaðir heilavinir, fólk þurfi ekki að hræðast Alzheimer. „Fólk er hrætt við þennan sjúkdóm. Við þurfum bara að tala um hann eins og hverja aðra sjúkdóma – lífið heldur áfram.“
Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira