Cesc Fabregas segir að Sadio Mané sé sá besti í deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. september 2020 10:30 Sadio Mané fagnar öðru marka sinna fyrir Liverpool á móti Chelsea á Stamford Bridge um helgina. EPA-EFE/Matt Dunha Mohamed Salah var hetja Liverpool í fyrstu umferðinni þegar hann skoraði þrennu í dramatískum 4-3 sigri á Leeds. Um helgina var komið að Sadio Mané að eigna sér sviðsljósið. Sadio Mané skoraði bæði mörk Liverpool liðsins í 2-0 sigri á Chelsea og fékk mikið hrós frá Spánverjanum Cesc Fabregas. Áður en Sadio Mané skoraði mörkin sín þá hafði hann fiskað danska miðvörðinn Andreas Christensen af velli. Andreas Christensen þurfti hreinlega að beita rúgby tæklingu til að stoppa Sadio Mané. Atvikið með Christensen varð á lokamínútu fyrri hálfleik. Það tók Sadio Mané síðan bara tíu mínútur af seinni hálfleik að leggja gruninn að sigri Liverpool með tveimur mörkum. If Mane isn't the best in the Premier League, then who is? #LFC https://t.co/2l8hECEfh9— GiveMeSport Football (@GMS__Football) September 20, 2020 Cesc Fabregas kveikti heldur betur í netheimum með því að setja inn stóra yfirlýsingu á Twitter-reikninginn sinn. Cesc Fabregas skrifaði: „Ég segi það aftur. Mané er besti leikmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni.“ Kevin de Bruyne var kosinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð og þá má ekki gleyma liðsfélögunum Salah og Virgil van Dijk hjá Liverpool. Það er vissulega nóg af frábærum leikmönnum í deildinni og þeim er bara að fjölga eftir að enska úrvalsdeildin er að fá heimsklassa leikmenn frá bæði Þýskalandi og Spáni. I ll say it again. Mané best player in the League.— Cesc Fàbregas Soler (@cesc4official) September 20, 2020 Cesc Fabregas fékk mikil viðbrögð við tísti sínu. Yfir 2500 manns tjáðu sig um það og því var endurtíst yfir 22 þúsundum sinnum. Jamie Carragher tók undir orð Fabregas á Sky Sports og hrósaði Mané mikið en það er þó ekki í fyrsta sinn sem hann gerir það. „Ég tel að Mané sé einn af bestu leikmönnum heims sem spila vinstra megin. Ég elska hann,“ sagði Jamie Carragher og bætti við: „Hann er fyrstu stóru kaup Jürgen Klopp og hann hjálpaði Liverpool að komast í Meistaradeildina á fyrsta tímabilinu. Hann er mjög stöðugur og er algjör ofurstjarna,“ sagði Carragher. „Við elskuðum John Barnes og hann hefur alltaf verið í úrvalsliði Liverpool frá upphafi. Ég held að þegar Mané hættir þá verður hann kominn langt með það að ýta Barnes út úr því liði,“ sagði Carragher. Enski boltinn Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Sjá meira
Mohamed Salah var hetja Liverpool í fyrstu umferðinni þegar hann skoraði þrennu í dramatískum 4-3 sigri á Leeds. Um helgina var komið að Sadio Mané að eigna sér sviðsljósið. Sadio Mané skoraði bæði mörk Liverpool liðsins í 2-0 sigri á Chelsea og fékk mikið hrós frá Spánverjanum Cesc Fabregas. Áður en Sadio Mané skoraði mörkin sín þá hafði hann fiskað danska miðvörðinn Andreas Christensen af velli. Andreas Christensen þurfti hreinlega að beita rúgby tæklingu til að stoppa Sadio Mané. Atvikið með Christensen varð á lokamínútu fyrri hálfleik. Það tók Sadio Mané síðan bara tíu mínútur af seinni hálfleik að leggja gruninn að sigri Liverpool með tveimur mörkum. If Mane isn't the best in the Premier League, then who is? #LFC https://t.co/2l8hECEfh9— GiveMeSport Football (@GMS__Football) September 20, 2020 Cesc Fabregas kveikti heldur betur í netheimum með því að setja inn stóra yfirlýsingu á Twitter-reikninginn sinn. Cesc Fabregas skrifaði: „Ég segi það aftur. Mané er besti leikmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni.“ Kevin de Bruyne var kosinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð og þá má ekki gleyma liðsfélögunum Salah og Virgil van Dijk hjá Liverpool. Það er vissulega nóg af frábærum leikmönnum í deildinni og þeim er bara að fjölga eftir að enska úrvalsdeildin er að fá heimsklassa leikmenn frá bæði Þýskalandi og Spáni. I ll say it again. Mané best player in the League.— Cesc Fàbregas Soler (@cesc4official) September 20, 2020 Cesc Fabregas fékk mikil viðbrögð við tísti sínu. Yfir 2500 manns tjáðu sig um það og því var endurtíst yfir 22 þúsundum sinnum. Jamie Carragher tók undir orð Fabregas á Sky Sports og hrósaði Mané mikið en það er þó ekki í fyrsta sinn sem hann gerir það. „Ég tel að Mané sé einn af bestu leikmönnum heims sem spila vinstra megin. Ég elska hann,“ sagði Jamie Carragher og bætti við: „Hann er fyrstu stóru kaup Jürgen Klopp og hann hjálpaði Liverpool að komast í Meistaradeildina á fyrsta tímabilinu. Hann er mjög stöðugur og er algjör ofurstjarna,“ sagði Carragher. „Við elskuðum John Barnes og hann hefur alltaf verið í úrvalsliði Liverpool frá upphafi. Ég held að þegar Mané hættir þá verður hann kominn langt með það að ýta Barnes út úr því liði,“ sagði Carragher.
Enski boltinn Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Sjá meira