Réttarhöld hefjast yfir Gunnari Jóhanni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. september 2020 07:30 Frá vettvangi í Mehamn í apríl í fyrra. TV2/Christoffer Robin Jensen Réttarhöld hefjast í Noregi í dag yfir 37 ára gömlum íslenskum manni, Gunnari Jóhanni Gunnarssyni, sem ákærður er fyrir að hafa af ásetningi skotið hálfbróður sinn, Gísla Þór Þórarinsson, til bana í norska smábænum Mehamn í apríl í fyrra. Gísli Þór og Gunnar Jóhann voru hálfbræður og bjuggu báðir í bænum Mehamn í norðurhluta Noregs þar sem þeir stunduðu sjómennsku. Að því er fram kemur í ákærunni á hendur Gunnari Jóhanni mætti hann heim til bróður síns vopnaður haglabyssu. Þar hafi þeir tekist á um vopnið og í þeim átökum hafi tvö skot hlaupið úr því. Annað þeirra hafnaði í slagæð í vinstra læri Gíslar Þórs og blæddi honum út á skömmum tíma. Gunnar neitar því að hafa orðið bróður sínum að bana af ásetningi og kveðst hafa skotið Gísla fyrir slysni. Hann mun neita sök fyrir dómi að því er haft eftir verjanda hans, Bjørn André Gulstad, á vef NRK. Í frétt NRK segir að Gunnar haldi því fram að hann hafi farið til bróður síns til þess að hóta honum og fá hann til þess að slíta sambandi við kærustuna hans, sem er jafnframt barnsmóðir Gunnars. Gunnar Jóhann sætti nálgunarbanni frá því um miðjan apríl í fyrra vegna hótana í garð bróður síns og barnsmóður. Þá hafði hann verið vistaður á stofnun dagana fyrir morðið að því er fram kom í yfirlýsingu lögreglunnar. Upphaflega áttu réttarhöldin að fara fram í desember í fyrra en var frestað fram í mars. Þá var hins vegar kórónuveirufaraldurinn skollinn á og var réttarhöldunum aftur frestað. Manndráp í Mehamn Noregur Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Réttarhöld hefjast í Noregi í dag yfir 37 ára gömlum íslenskum manni, Gunnari Jóhanni Gunnarssyni, sem ákærður er fyrir að hafa af ásetningi skotið hálfbróður sinn, Gísla Þór Þórarinsson, til bana í norska smábænum Mehamn í apríl í fyrra. Gísli Þór og Gunnar Jóhann voru hálfbræður og bjuggu báðir í bænum Mehamn í norðurhluta Noregs þar sem þeir stunduðu sjómennsku. Að því er fram kemur í ákærunni á hendur Gunnari Jóhanni mætti hann heim til bróður síns vopnaður haglabyssu. Þar hafi þeir tekist á um vopnið og í þeim átökum hafi tvö skot hlaupið úr því. Annað þeirra hafnaði í slagæð í vinstra læri Gíslar Þórs og blæddi honum út á skömmum tíma. Gunnar neitar því að hafa orðið bróður sínum að bana af ásetningi og kveðst hafa skotið Gísla fyrir slysni. Hann mun neita sök fyrir dómi að því er haft eftir verjanda hans, Bjørn André Gulstad, á vef NRK. Í frétt NRK segir að Gunnar haldi því fram að hann hafi farið til bróður síns til þess að hóta honum og fá hann til þess að slíta sambandi við kærustuna hans, sem er jafnframt barnsmóðir Gunnars. Gunnar Jóhann sætti nálgunarbanni frá því um miðjan apríl í fyrra vegna hótana í garð bróður síns og barnsmóður. Þá hafði hann verið vistaður á stofnun dagana fyrir morðið að því er fram kom í yfirlýsingu lögreglunnar. Upphaflega áttu réttarhöldin að fara fram í desember í fyrra en var frestað fram í mars. Þá var hins vegar kórónuveirufaraldurinn skollinn á og var réttarhöldunum aftur frestað.
Manndráp í Mehamn Noregur Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira