Heilsueflandi samfélög í uppsveitum Árnessýslu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. september 2020 07:51 Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri Grímsnes og Grafningshrepps og Alma D. Möller, Landlæknir skrifuðu undir samninginn í félagsheimilinu Borg. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Öll sveitarfélögin í uppsveitum Árnessýslu eru nú orðin heilsueflandi samfélög eftir að Grímsnes og Grafningshreppur og Skeiða og Gnúpverjahreppur bættust í hópinn. Samkvæmt nýrri könnun kemur í ljós að Sunnlendingar sofa allra mest af landsmönnum en góður svefn er eitt af grundvallaratriði góðrar heilsu. Alma D. Möller, landlæknir og Gígja Gunnarsdóttir, verkefnisstjóri heilsueflandi samfélaga hjá embætti Landlæknis heimsóttu forsvarsmenn Skeiða og Gnúpverjahrepps og Grímsnes og Grafningshrepps í vikunni þar sem þær skrifuðu undir samning við heimamenn um að sveitarfélögin gerðust heilsueflandi sveitarfélög. Það þýðir að sveitarfélögin fjögur í uppsveitum Árnessýslu eru öll orðin heilsueflandi sveitarfélög eða samfélög. Gígja segir að í dag búi 93,5% landsmanna í heilsueflandi samfélögum enda gangi verkefnið ótrúlega vel. Nemendur og starfsmenn Kerhólsskóla í Grímsnes og Grafningshreppi fögnuðu tímamótunum eftir undirskrift samningsins og stilltu sér upp í hópmyndatöku, ásamt forsvarsfólki verkefnisins.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Já, við erum afskaplega ánægð og þakklát hvað það hefur hlotið góðar viðtökur en það byggist fyrst og fremst á því að það eru sveitarfélögin sjálf sem sækja um að taka þátt og eru jákvæð. Það eru að myndast góðir hópar alls staðar og ólíkir aðilar að vinna saman hjá sveitarfélögunum, félagasamtökum og svo framvegis, þannig að við erum bara gríðarlega ánægð og þakklát, það eru mikil sóknarfæri í þessu,“ segir Gígja. Gunnar Gunnarsson er verkefnisstjóri heilsueflandi sveitarfélaga í uppsveitum Árnessýslu. Hann er mjög ánægður með hvað verkefnið gengu vel. „Við gerum einhverskonar þarfagreiningu og finnum út hvað við viljum bæta í okkar samfélagi og eins að sýna hvað við gerum vel og segjum þá um leið, hvað gerir okkar samfélög aðlaðandi,“ segir Gunnar. Í nýrri könnun um svefn landsmanna kemur m.a. fram að Sunnlendingar sofa lengst og allra best en það er stórt lýðheilsumál. „Já, þið komið afskaplega vel út varðandi svefninn enda finnur maður vel að það er glatt fólk á Suðurlandi og kröftugt, þannig að það er augljóslega að skila sér,“ segir Gígja. Alma, Gunnar Gunnarsson og Gígja Gunnarsdóttir þegar undirritunin fór fram á Borg í Grímsnes og Grafningshreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Grímsnes- og Grafningshreppur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Heilsa Sveitarstjórnarmál Svefn Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Öll sveitarfélögin í uppsveitum Árnessýslu eru nú orðin heilsueflandi samfélög eftir að Grímsnes og Grafningshreppur og Skeiða og Gnúpverjahreppur bættust í hópinn. Samkvæmt nýrri könnun kemur í ljós að Sunnlendingar sofa allra mest af landsmönnum en góður svefn er eitt af grundvallaratriði góðrar heilsu. Alma D. Möller, landlæknir og Gígja Gunnarsdóttir, verkefnisstjóri heilsueflandi samfélaga hjá embætti Landlæknis heimsóttu forsvarsmenn Skeiða og Gnúpverjahrepps og Grímsnes og Grafningshrepps í vikunni þar sem þær skrifuðu undir samning við heimamenn um að sveitarfélögin gerðust heilsueflandi sveitarfélög. Það þýðir að sveitarfélögin fjögur í uppsveitum Árnessýslu eru öll orðin heilsueflandi sveitarfélög eða samfélög. Gígja segir að í dag búi 93,5% landsmanna í heilsueflandi samfélögum enda gangi verkefnið ótrúlega vel. Nemendur og starfsmenn Kerhólsskóla í Grímsnes og Grafningshreppi fögnuðu tímamótunum eftir undirskrift samningsins og stilltu sér upp í hópmyndatöku, ásamt forsvarsfólki verkefnisins.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Já, við erum afskaplega ánægð og þakklát hvað það hefur hlotið góðar viðtökur en það byggist fyrst og fremst á því að það eru sveitarfélögin sjálf sem sækja um að taka þátt og eru jákvæð. Það eru að myndast góðir hópar alls staðar og ólíkir aðilar að vinna saman hjá sveitarfélögunum, félagasamtökum og svo framvegis, þannig að við erum bara gríðarlega ánægð og þakklát, það eru mikil sóknarfæri í þessu,“ segir Gígja. Gunnar Gunnarsson er verkefnisstjóri heilsueflandi sveitarfélaga í uppsveitum Árnessýslu. Hann er mjög ánægður með hvað verkefnið gengu vel. „Við gerum einhverskonar þarfagreiningu og finnum út hvað við viljum bæta í okkar samfélagi og eins að sýna hvað við gerum vel og segjum þá um leið, hvað gerir okkar samfélög aðlaðandi,“ segir Gunnar. Í nýrri könnun um svefn landsmanna kemur m.a. fram að Sunnlendingar sofa lengst og allra best en það er stórt lýðheilsumál. „Já, þið komið afskaplega vel út varðandi svefninn enda finnur maður vel að það er glatt fólk á Suðurlandi og kröftugt, þannig að það er augljóslega að skila sér,“ segir Gígja. Alma, Gunnar Gunnarsson og Gígja Gunnarsdóttir þegar undirritunin fór fram á Borg í Grímsnes og Grafningshreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Grímsnes- og Grafningshreppur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Heilsa Sveitarstjórnarmál Svefn Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira