Selfoss er – borgin á bömmer Tómas Ellert Tómasson skrifar 18. september 2020 14:30 Selfoss hefur undanfarna daga borið á góma og vígtennur stjórnmálamanna í höfuðborg landsins svo vakið hefur eftirtekt. Orðræðan heldur óskemmtileg og ásakanirnar sem viðhafðar hafa verið, með ólíkindum og ekki til eftirbreytni. Á meðan borgarfulltrúar í Reykjavík skylmast um skipulagsmál í borginni og blanda þriðja aðila í þá óskemmtilegu orðræðu er í nógu að snúast í jákvæðum verkefnum hjá bæjarfulltrúum á Selfossi þessa daganna. Á meðan umræður í borgarstjórn eru á núverandi plani þá vill maður gjarnan komast hjá því að vera borinn þar á góma. Gríðarleg uppbygging og tækifæri á Selfossi og víðar í Svf. Árborg Íbúafjölgun á Selfossi hefur jafnan verið yfir landsmeðaltali og venju fremur undanfarin ár. Okkar spár gera ráð fyrir að íbúum muni haldi áfram að fjölga ár frá ári og er reiknað með að íbúar í sveitarfélaginu verði orðnir um 15 þúsund innan tíu ára, þar af 12-13 þúsund á Selfossi. Sveitarfélagið er í óða önn að bregðast við þessari miklu fjölgun íbúa með styrkingu innviða, svo sem byggingu skóla og leikskóla og teljum við að sveitarfélagið verði vel í stakk búið til að taka á móti öllum þessum íbúum. Með þessari þróun styrkir Selfoss sig ekki bara í sessi sem höfuðstaður Suðurlands heldur stefnir hraðbyri að því að verða höfuðborg landsbyggðarinnar Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi í Svf. Árborg að taka fyrstu skóflustunguna að 650 íbúða hverfi á Selfossi haustið 2019. Mikil uppbygging íbúðarhúsnæðis er í undirbúningi og í byggingu á Selfossi í nokkrum nýjum hverfum sem ýmist Svf. Árborg eða einkaaðilar standa að og munu þessi hverfi geta hýst um 5.000 íbúa. Auk þess liggur fyrir að skipuleggja fallegar byggðir á Stokkseyri og Eyrarbakka, enda mikil eftirspurn eftir að setjast þar að. Fyrir dyrum stendur mikil endurnýjun og uppbygging fráveitu með byggingu skolphreinsistöðvar. Fjölnota íþróttahús, nýr 6 deilda leikskóli og hjúkrunarheimili eru í byggingu á Selfossi auk þess sem að bygging nýs grunnskóla hefst nú á haustmánuðum. Einnig er í undirbúningi að koma upp 400 hektara athafnasvæði í sveitarfélaginu við Eyrabakkaveg í nálægð við hina ört vaxandi inn- og útflutningshöfn í Þorlákshöfn. Fljótlega munum við auglýsa eftir áhugasömum framkvæmdaaðilum til að koma að samráði um skipulagningu svæðisins sem mun fela í sér ótal tækifæri fyrir fyrirtæki og inn- og útflutningsaðila sem sífellt þrengir að á höfuðborgarsvæðinu. Fjölnota íþróttahús að rísa á Selfossi. Ríki og einkaaðilar standa í stórræðum Auk alls þess sem að Svf. Árborg er að framkvæma þá standa ríki og einkaaðilar einnig í stórræðum á svæðinu. Vegagerðin vinnur nú með sveitarfélaginu að nokkrum brýnum vegaframkvæmdum með gerð hringtorga og undirganga á Selfossi og er Vegagerðin nú einnig að tvöfalda Suðurlandsveg á milli Hveragerðis og Selfoss, auk þess sem bygging nýrrar Selfossbrúar yfir Ölfusá er í undirbúningi og mun hún rísa á næstu fimm árum ef allt gengur eftir. Tvöföldun hringvegar á milli Selfoss og Hveragerði er nú í framkvæmd.Aðsend Fyrirtæki og félagasamtök eru afar dugleg við að taka þátt í uppbyggingunni og nú er í framkvæmd, við jaðar byggðarinnar á Selfossi, 18 holu golfvöllur ásamt útivistarsvæði sem óhætt er að segja að verði eitt það glæsilegasta á landinu. Árbakkaland á Selfossi, nýtt íbúðahverfi einkaaðila í forgrunni og golfvallarsvæðið í bakgrunni.Aðsend Nýr miðbær á Selfossi Það er loksins komið að því að á Selfossi rísi nýr miðbær eftir margra ára vandræðagang um hvað gera skyldi við svæði sem hafði verið flakandi sár í hjarta bæjarins árum saman – engum til prýði. Aðalskipulag sem samþykkt var árið 2012 gerði ráð fyrir styrkingu miðbæjar á þessum stað. Undirbúningur að deiliskipulagi nýja miðbæjarins hófst árið 2014 og vilyrði fyrir lóðum til Sigtúns Þróunarfélags var veitt snemma árs 2015. Samningur var svo innsiglaður af bæjarstjórn í júlí 2017 og hefur bæjarstjórn síðan unnið á grunni hans. Deiliskipulag um uppbyggingu miðbæjarins hlaut loks afdráttarlausan stuðning í íbúakosningu um málið í ágúst 2018 og bæjarfulltrúar staðfestu svo þann vilja íbúa með atkvæði sínu á fundi bæjarstjórnar síðar í sama mánuði. Í ljósi náinna fjölskyldutengsla Leó Árnasonar forsvarsmanns Sigtúns þróunarfélags við Kristján Vilhelmsson, þá kemur það fáum á óvart að Kristján sé fjárfestir í félaginu. Bæjaryfirvöld hafa enga ástæðu haft til að ætla að Kristján Vilhelmsson fari með illa fengið fé, þvert á móti er ánægjulegt ef arðurinn af sameiginlegri auðlind landsmanna er nýttur til að auka umsvif og arðsemi í íslensku efnahagslífi þannig að almenningur fái notið ávaxtanna. Nýi miðbærinn sem byggður er að fyrirmynd gamalla sögufrægra íslenskra húsa mun hafa mikið aðdráttarafl og verða grundvöllur þjónustustarfsemi og menningar fyrir fyrirtæki og um 25.000 íbúa á Suðurlandi, auk þeirra 25.000 sem dvelja í sumarhúsabyggðunum á svæðinu yfir sumartímann. Nýr miðbær að rísa á Selfossi.Aðsend Samantekið hlaupa framkvæmdirnar á svæðinu á tugum milljarða króna og það er virkilega gaman að fá að taka þátt í þessari uppbyggingu sem bæjarfulltrúi í Svf. Árborg og það má með sanni segja miðað við orðræðu borgarfulltrúa uppá síðkastið að: „Selfoss er, á meðan borgin er á bömmer“. Höfundur er Selfyssingur og bæjarfulltrúi í Svf. Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Tómas Ellert Tómasson Mest lesið Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Selfoss hefur undanfarna daga borið á góma og vígtennur stjórnmálamanna í höfuðborg landsins svo vakið hefur eftirtekt. Orðræðan heldur óskemmtileg og ásakanirnar sem viðhafðar hafa verið, með ólíkindum og ekki til eftirbreytni. Á meðan borgarfulltrúar í Reykjavík skylmast um skipulagsmál í borginni og blanda þriðja aðila í þá óskemmtilegu orðræðu er í nógu að snúast í jákvæðum verkefnum hjá bæjarfulltrúum á Selfossi þessa daganna. Á meðan umræður í borgarstjórn eru á núverandi plani þá vill maður gjarnan komast hjá því að vera borinn þar á góma. Gríðarleg uppbygging og tækifæri á Selfossi og víðar í Svf. Árborg Íbúafjölgun á Selfossi hefur jafnan verið yfir landsmeðaltali og venju fremur undanfarin ár. Okkar spár gera ráð fyrir að íbúum muni haldi áfram að fjölga ár frá ári og er reiknað með að íbúar í sveitarfélaginu verði orðnir um 15 þúsund innan tíu ára, þar af 12-13 þúsund á Selfossi. Sveitarfélagið er í óða önn að bregðast við þessari miklu fjölgun íbúa með styrkingu innviða, svo sem byggingu skóla og leikskóla og teljum við að sveitarfélagið verði vel í stakk búið til að taka á móti öllum þessum íbúum. Með þessari þróun styrkir Selfoss sig ekki bara í sessi sem höfuðstaður Suðurlands heldur stefnir hraðbyri að því að verða höfuðborg landsbyggðarinnar Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi í Svf. Árborg að taka fyrstu skóflustunguna að 650 íbúða hverfi á Selfossi haustið 2019. Mikil uppbygging íbúðarhúsnæðis er í undirbúningi og í byggingu á Selfossi í nokkrum nýjum hverfum sem ýmist Svf. Árborg eða einkaaðilar standa að og munu þessi hverfi geta hýst um 5.000 íbúa. Auk þess liggur fyrir að skipuleggja fallegar byggðir á Stokkseyri og Eyrarbakka, enda mikil eftirspurn eftir að setjast þar að. Fyrir dyrum stendur mikil endurnýjun og uppbygging fráveitu með byggingu skolphreinsistöðvar. Fjölnota íþróttahús, nýr 6 deilda leikskóli og hjúkrunarheimili eru í byggingu á Selfossi auk þess sem að bygging nýs grunnskóla hefst nú á haustmánuðum. Einnig er í undirbúningi að koma upp 400 hektara athafnasvæði í sveitarfélaginu við Eyrabakkaveg í nálægð við hina ört vaxandi inn- og útflutningshöfn í Þorlákshöfn. Fljótlega munum við auglýsa eftir áhugasömum framkvæmdaaðilum til að koma að samráði um skipulagningu svæðisins sem mun fela í sér ótal tækifæri fyrir fyrirtæki og inn- og útflutningsaðila sem sífellt þrengir að á höfuðborgarsvæðinu. Fjölnota íþróttahús að rísa á Selfossi. Ríki og einkaaðilar standa í stórræðum Auk alls þess sem að Svf. Árborg er að framkvæma þá standa ríki og einkaaðilar einnig í stórræðum á svæðinu. Vegagerðin vinnur nú með sveitarfélaginu að nokkrum brýnum vegaframkvæmdum með gerð hringtorga og undirganga á Selfossi og er Vegagerðin nú einnig að tvöfalda Suðurlandsveg á milli Hveragerðis og Selfoss, auk þess sem bygging nýrrar Selfossbrúar yfir Ölfusá er í undirbúningi og mun hún rísa á næstu fimm árum ef allt gengur eftir. Tvöföldun hringvegar á milli Selfoss og Hveragerði er nú í framkvæmd.Aðsend Fyrirtæki og félagasamtök eru afar dugleg við að taka þátt í uppbyggingunni og nú er í framkvæmd, við jaðar byggðarinnar á Selfossi, 18 holu golfvöllur ásamt útivistarsvæði sem óhætt er að segja að verði eitt það glæsilegasta á landinu. Árbakkaland á Selfossi, nýtt íbúðahverfi einkaaðila í forgrunni og golfvallarsvæðið í bakgrunni.Aðsend Nýr miðbær á Selfossi Það er loksins komið að því að á Selfossi rísi nýr miðbær eftir margra ára vandræðagang um hvað gera skyldi við svæði sem hafði verið flakandi sár í hjarta bæjarins árum saman – engum til prýði. Aðalskipulag sem samþykkt var árið 2012 gerði ráð fyrir styrkingu miðbæjar á þessum stað. Undirbúningur að deiliskipulagi nýja miðbæjarins hófst árið 2014 og vilyrði fyrir lóðum til Sigtúns Þróunarfélags var veitt snemma árs 2015. Samningur var svo innsiglaður af bæjarstjórn í júlí 2017 og hefur bæjarstjórn síðan unnið á grunni hans. Deiliskipulag um uppbyggingu miðbæjarins hlaut loks afdráttarlausan stuðning í íbúakosningu um málið í ágúst 2018 og bæjarfulltrúar staðfestu svo þann vilja íbúa með atkvæði sínu á fundi bæjarstjórnar síðar í sama mánuði. Í ljósi náinna fjölskyldutengsla Leó Árnasonar forsvarsmanns Sigtúns þróunarfélags við Kristján Vilhelmsson, þá kemur það fáum á óvart að Kristján sé fjárfestir í félaginu. Bæjaryfirvöld hafa enga ástæðu haft til að ætla að Kristján Vilhelmsson fari með illa fengið fé, þvert á móti er ánægjulegt ef arðurinn af sameiginlegri auðlind landsmanna er nýttur til að auka umsvif og arðsemi í íslensku efnahagslífi þannig að almenningur fái notið ávaxtanna. Nýi miðbærinn sem byggður er að fyrirmynd gamalla sögufrægra íslenskra húsa mun hafa mikið aðdráttarafl og verða grundvöllur þjónustustarfsemi og menningar fyrir fyrirtæki og um 25.000 íbúa á Suðurlandi, auk þeirra 25.000 sem dvelja í sumarhúsabyggðunum á svæðinu yfir sumartímann. Nýr miðbær að rísa á Selfossi.Aðsend Samantekið hlaupa framkvæmdirnar á svæðinu á tugum milljarða króna og það er virkilega gaman að fá að taka þátt í þessari uppbyggingu sem bæjarfulltrúi í Svf. Árborg og það má með sanni segja miðað við orðræðu borgarfulltrúa uppá síðkastið að: „Selfoss er, á meðan borgin er á bömmer“. Höfundur er Selfyssingur og bæjarfulltrúi í Svf. Árborg.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun