Hjaltlendingar stíga skref til sjálfstæðis Kristján Már Unnarsson skrifar 18. september 2020 12:00 Leirvík er höfuðstaður Hjaltlandseyja. Á skiltinu má sjá nafnið Leirvík skrifað samkvæmt íslenskum rithætti. Getty/Andrew Milligan. Héraðsráð Hjaltlandseyja hefur samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta að kanna möguleika á „aukinni fjárhags- og pólitískri sjálfsstjórn“ frá Skotlandi. Af 22 ráðsmönnum samþykktu 18 tillöguna og aðeins 2 voru á móti. Óánægja með niðurskurð fjárframlaga til eyjanna og lítil pólitísk áhrif eru sögð helsta ástæðan. Skoða á meðal annars hvort Hjaltland geti fengið svipaða stöðu innan bresku krúnunnar og eyjarnar Jersey og Mön, fremur en fullt sjálfstæði. Samkvæmt frétt Sky News þýddi þetta að Hjaltlendingar héldu sjálfir tekjum af olíulindum í lögsögu eyjanna. Hjaltlandseyjar eru nyrsti eyjaklasi Bretlandseyja. Þar búa um 23 þúsund manns, þar af sjö þúsund manns í höfuðstaðnum Leirvík. Af um eitthundrað eyjum eru sextán byggðar. Skjaldarmerki Hjaltlandseyja. Takið eftir kjörorðum eyjanna. Svo náskyld er menningin að íslenska er notuð í skjaldarmerkinu. Eyjarnar voru áður hluti af norrænu áhrifasvæði og allt þar til fyrir um tvöhundruð árum töluðu Hjaltlendingar vest-norrænt tungumál sem líktist mest íslensku og færeysku. Skýrasta dæmið er skjaldarmerki eyjanna sem enn er með tilvitnun í Njálssögu með íslenskum rithætti „Með lögum skal land byggja“. Þá er fáni eyjanna „hvítbláinn“, blár og hvítur krossfáni í anda norrænu ríkjanna. Fáni Hjaltlandseyja er blár með hvítum krossi, sá sami og margir Íslendingar vildu að yrði fáni Íslands. Hjaltlandseyjar urðu hluti af Skotlandi á 15. öld og fylgdu síðan Skotlandi inn í breska konungsdæmið árið 1707. Fiskveiðar eru helsta atvinnugreinin en miklir olíufundir í Norðursjó eftir 1970 hafa stóreflt efnahag eyjanna. Hjaltlendingar á árlegri víkingahátíð.Getty/Andrew Milligan. Hjaltlendingar minnast árlega hinna norrænu róta með vetrarhátíð, Up Helly Aa, þar sem menn klæða sig upp að hætti víkinga og brenna svo víkingaskip á báli. Bretland Skotland Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Héraðsráð Hjaltlandseyja hefur samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta að kanna möguleika á „aukinni fjárhags- og pólitískri sjálfsstjórn“ frá Skotlandi. Af 22 ráðsmönnum samþykktu 18 tillöguna og aðeins 2 voru á móti. Óánægja með niðurskurð fjárframlaga til eyjanna og lítil pólitísk áhrif eru sögð helsta ástæðan. Skoða á meðal annars hvort Hjaltland geti fengið svipaða stöðu innan bresku krúnunnar og eyjarnar Jersey og Mön, fremur en fullt sjálfstæði. Samkvæmt frétt Sky News þýddi þetta að Hjaltlendingar héldu sjálfir tekjum af olíulindum í lögsögu eyjanna. Hjaltlandseyjar eru nyrsti eyjaklasi Bretlandseyja. Þar búa um 23 þúsund manns, þar af sjö þúsund manns í höfuðstaðnum Leirvík. Af um eitthundrað eyjum eru sextán byggðar. Skjaldarmerki Hjaltlandseyja. Takið eftir kjörorðum eyjanna. Svo náskyld er menningin að íslenska er notuð í skjaldarmerkinu. Eyjarnar voru áður hluti af norrænu áhrifasvæði og allt þar til fyrir um tvöhundruð árum töluðu Hjaltlendingar vest-norrænt tungumál sem líktist mest íslensku og færeysku. Skýrasta dæmið er skjaldarmerki eyjanna sem enn er með tilvitnun í Njálssögu með íslenskum rithætti „Með lögum skal land byggja“. Þá er fáni eyjanna „hvítbláinn“, blár og hvítur krossfáni í anda norrænu ríkjanna. Fáni Hjaltlandseyja er blár með hvítum krossi, sá sami og margir Íslendingar vildu að yrði fáni Íslands. Hjaltlandseyjar urðu hluti af Skotlandi á 15. öld og fylgdu síðan Skotlandi inn í breska konungsdæmið árið 1707. Fiskveiðar eru helsta atvinnugreinin en miklir olíufundir í Norðursjó eftir 1970 hafa stóreflt efnahag eyjanna. Hjaltlendingar á árlegri víkingahátíð.Getty/Andrew Milligan. Hjaltlendingar minnast árlega hinna norrænu róta með vetrarhátíð, Up Helly Aa, þar sem menn klæða sig upp að hætti víkinga og brenna svo víkingaskip á báli.
Bretland Skotland Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira