Hvetur Bolla til að flytja heim frá Spáni og endurnýja kynnin við miðborgina Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. september 2020 12:46 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Önnur síða opnuauglýsingar Bolla Kristinssonar athafnamanns er til hægri á mynd. Vísir/vilhelm/Skjáskot Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir fulla ástæðu til að til að hvetja Bolla Kristinsson athafnamann til að flytja heim frá Spáni, þar sem hann hafi búið undanfarin ár, og endurnýja kynnin við miðborgina. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Dags, þar sem hann vísar til opnuauglýsingu sem Bolli keypti í Morgunblaðinu í morgun. Auglýsingin er undir yfirskriftinni „Borgarstjórann burt!“. Bolli segir þar Dag vafalítið „versta borgarstjóra Reykjavíkur frá upphafi“ og útlistar nítján atriði sem hann telur meirihlutann hafa leyst illa úr hendi. Dagur segir á Facebook í dag að Bolli hafi með auglýsingunni sent honum „hlýjar kveðjur frá Spáni þar sem hann hefur búið mörg síðastliðin ár“. „Mér sýnist vera full ástæða til að hvetja Bolla til að flytja heim og endurnýja kynnin af borginni. Eftir áratuga basl hefur miðborgin snúið vörn í sókn síðustu árin. Raunar var eina verslunarhúsnæðið sem stóð autt í lengri tíma á uppgangtímunum undanfarinna ára stórhýsi Bolla sjálfs við ofanverðan Laugaveg. Það var autt í sex ár þar til hann leigði það ágætri ferðamannaverslun,“ skrifar Dagur. „Á sama tíma blómstraði ekki aðeins Laugavegurinn heldur gekk Hverfisgatan í endurnýjun lífdaga, eins og allt svæði í kringum Hlemm og Hlemmur sjálfur, Hafnartorg varð til, blómstandi Kvosin breytti um svip og fjöldi frábærra veitingastaða margfaldaðist. Verslun og viðskipti breiddust alla leið út á Granda með tilheyrandi mannlífi.“ Þá segir borgarstjóri að mikilvægt sé að missa ekki móðinn þótt tímabundnir erfiðleikar fylgi kórónuveirunni. Ekki séu það síst verslunarmiðstöðvar sem eigi undir högg að sækja en „fallegar og fjölbreyttar“ miðborgir með „góðri blöndu af verslun, menningu og veitingastöðum“ dragi að sér fólk og fyrirtæki. „Ekkert svæði á höfuðborgarsvæðinu er nefnilega eftirsóttara en miðborg Reykjavíkur. Framtíð miðborgarinnar er björt! Og Bolla bið ég vel að lifa. Þó það sé auðvelt að tengja tilfinningarlega við þá hugsun að allt hafi verið best í gamla daga þá er það ekki endilega rétt. Sérstaklega ekki í Reykjavík,“ segir Dagur. Reykjavík Tengdar fréttir Bolli í 17 úthúðar borgarstjóra í tveggja síðna auglýsingu í Morgunblaðinu Bolli Kristinsson athafnamaður, sem löngum hefur verið kenndur við verslunina 17, stendur að tveggja blaðsíðna auglýsingu í Morgunblaðinu í dag undir yfirskriftinni „Borgarstjórann burt!“. 17. september 2020 08:35 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Fleiri fréttir Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir fulla ástæðu til að til að hvetja Bolla Kristinsson athafnamann til að flytja heim frá Spáni, þar sem hann hafi búið undanfarin ár, og endurnýja kynnin við miðborgina. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Dags, þar sem hann vísar til opnuauglýsingu sem Bolli keypti í Morgunblaðinu í morgun. Auglýsingin er undir yfirskriftinni „Borgarstjórann burt!“. Bolli segir þar Dag vafalítið „versta borgarstjóra Reykjavíkur frá upphafi“ og útlistar nítján atriði sem hann telur meirihlutann hafa leyst illa úr hendi. Dagur segir á Facebook í dag að Bolli hafi með auglýsingunni sent honum „hlýjar kveðjur frá Spáni þar sem hann hefur búið mörg síðastliðin ár“. „Mér sýnist vera full ástæða til að hvetja Bolla til að flytja heim og endurnýja kynnin af borginni. Eftir áratuga basl hefur miðborgin snúið vörn í sókn síðustu árin. Raunar var eina verslunarhúsnæðið sem stóð autt í lengri tíma á uppgangtímunum undanfarinna ára stórhýsi Bolla sjálfs við ofanverðan Laugaveg. Það var autt í sex ár þar til hann leigði það ágætri ferðamannaverslun,“ skrifar Dagur. „Á sama tíma blómstraði ekki aðeins Laugavegurinn heldur gekk Hverfisgatan í endurnýjun lífdaga, eins og allt svæði í kringum Hlemm og Hlemmur sjálfur, Hafnartorg varð til, blómstandi Kvosin breytti um svip og fjöldi frábærra veitingastaða margfaldaðist. Verslun og viðskipti breiddust alla leið út á Granda með tilheyrandi mannlífi.“ Þá segir borgarstjóri að mikilvægt sé að missa ekki móðinn þótt tímabundnir erfiðleikar fylgi kórónuveirunni. Ekki séu það síst verslunarmiðstöðvar sem eigi undir högg að sækja en „fallegar og fjölbreyttar“ miðborgir með „góðri blöndu af verslun, menningu og veitingastöðum“ dragi að sér fólk og fyrirtæki. „Ekkert svæði á höfuðborgarsvæðinu er nefnilega eftirsóttara en miðborg Reykjavíkur. Framtíð miðborgarinnar er björt! Og Bolla bið ég vel að lifa. Þó það sé auðvelt að tengja tilfinningarlega við þá hugsun að allt hafi verið best í gamla daga þá er það ekki endilega rétt. Sérstaklega ekki í Reykjavík,“ segir Dagur.
Reykjavík Tengdar fréttir Bolli í 17 úthúðar borgarstjóra í tveggja síðna auglýsingu í Morgunblaðinu Bolli Kristinsson athafnamaður, sem löngum hefur verið kenndur við verslunina 17, stendur að tveggja blaðsíðna auglýsingu í Morgunblaðinu í dag undir yfirskriftinni „Borgarstjórann burt!“. 17. september 2020 08:35 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Fleiri fréttir Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi Sjá meira
Bolli í 17 úthúðar borgarstjóra í tveggja síðna auglýsingu í Morgunblaðinu Bolli Kristinsson athafnamaður, sem löngum hefur verið kenndur við verslunina 17, stendur að tveggja blaðsíðna auglýsingu í Morgunblaðinu í dag undir yfirskriftinni „Borgarstjórann burt!“. 17. september 2020 08:35
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent