Leita enn uppruna þriðja afbrigðis veirunnar Birgir Olgeirsson skrifar 17. september 2020 10:27 Raðgreiningar kórónuveirunnar hafa reynst mikilvægar í smitrakningu hér á landi. Vísir/Vilhelm Þrjú afbrigði kórónuveirunnar hafa sloppið í gegnum landamærin. Búið er að kveða niður tvö þessara afbrigða en það þriðja sem hefur fengið nafnið „græna veiran“ leikur enn lausum hala hér á landi. „Græna veiran“ gerði fyrst vart við sig í Kópavogi 25. júlí og hefur valdið hópsýkingu á Akranesi og Hótel Rangá. Ekki hefur tekist að rekja uppruna „grænu veirunnar“. Talið er líklegast að afbrigðið komi frá heimshluta þar sem lítið er um raðgreiningar á erfðaefni þess. Gagnabanki í Sviss geymir 80.000 raðgreind afbrigði veirunnar en „grænu veiruna“ er ekki þar að finna. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur líklegt að „græna veiran“ eigi upptök sín í Austur-Evrópu, því lítið er um raðgreiningar þar. Þetta afbrigði er enn í dag að skjóta upp kollinum. Greint var frá því í gær að allir þeir þrettán sem greindust með veiruna á þriðjudag hefðu verið með „grænu veiruna“. Ástæðan fyrir nafninu er sú að Íslensk erfðagreining merkti afbrigðið grænt við raðgreininguna. Þá slapp annað afbrigði veirunnar í gegnum landamærin í sumar en það var tengt erlendum ríkisborgara búsettum í Ísrael. Það tókst að rekja það afbrigði og kveða það niður. Þriðja afbrigði veirunnar slapp í gegnum landamærin. Nokkrir smituðust af því afbrigði en líkt og með afbrigðið sem tengt var við erlenda ríkisborgarann frá Ísrael náðist að kveða það niður. „Það er eitt annað afbrigði sem kom í gegnum landamærin en er búið að kveða niður núna,“ sagði Kári Stefánsson í samtali við Vísi um þriðja afbrigðið í gær. Uppruni þessa þriðja afbrigðis liggur þó ekki fyrir. „En við erum að leita,“ segir Kári. Þessi afbrigði hegða sér á sama hátt og önnur afbrigði nýju kórónuveirunnar en er með ákveðið stökkbreytingamynstur sem Íslensk erfðagreining raðgreindi og hefur nýst vel við smitrakningu veirunnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Telur líkur á að næsta bylgja verði verri Kári Stefánsson telur möguleika á hertum aðgerðum. Það sé þó ekki hans að ákveða. Hann segir þriðja afbrigði veirunnar hafa greinst fyrir skemmstu en það hafi náðst að kveða það niður. Hann telur líkur á að ný bylgja veirunnar verði mögulega verri en sú sem glímt var við um verslunarmannahelgina. 16. september 2020 18:56 Telur líkur á að næsta bylgja verði verri Kári Stefánsson telur möguleika á hertum aðgerðum. Það sé þó ekki hans að ákveða. Hann segir þriðja afbrigði veirunnar hafa greinst fyrir skemmstu en það hafi náðst að kveða það niður. Hann telur líkur á að ný bylgja veirunnar verði mögulega verri en sú sem glímt var við um verslunarmannahelgina. 16. september 2020 18:56 Allir með „grænu veiruna“ Sóttvarnalæknir segir þá þrettán sem greindust innanlands í gær vera með sama afbrigði veirunnar og hefur valdið usla hér á landi síðan í sumar. 16. september 2020 15:42 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Þrjú afbrigði kórónuveirunnar hafa sloppið í gegnum landamærin. Búið er að kveða niður tvö þessara afbrigða en það þriðja sem hefur fengið nafnið „græna veiran“ leikur enn lausum hala hér á landi. „Græna veiran“ gerði fyrst vart við sig í Kópavogi 25. júlí og hefur valdið hópsýkingu á Akranesi og Hótel Rangá. Ekki hefur tekist að rekja uppruna „grænu veirunnar“. Talið er líklegast að afbrigðið komi frá heimshluta þar sem lítið er um raðgreiningar á erfðaefni þess. Gagnabanki í Sviss geymir 80.000 raðgreind afbrigði veirunnar en „grænu veiruna“ er ekki þar að finna. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur líklegt að „græna veiran“ eigi upptök sín í Austur-Evrópu, því lítið er um raðgreiningar þar. Þetta afbrigði er enn í dag að skjóta upp kollinum. Greint var frá því í gær að allir þeir þrettán sem greindust með veiruna á þriðjudag hefðu verið með „grænu veiruna“. Ástæðan fyrir nafninu er sú að Íslensk erfðagreining merkti afbrigðið grænt við raðgreininguna. Þá slapp annað afbrigði veirunnar í gegnum landamærin í sumar en það var tengt erlendum ríkisborgara búsettum í Ísrael. Það tókst að rekja það afbrigði og kveða það niður. Þriðja afbrigði veirunnar slapp í gegnum landamærin. Nokkrir smituðust af því afbrigði en líkt og með afbrigðið sem tengt var við erlenda ríkisborgarann frá Ísrael náðist að kveða það niður. „Það er eitt annað afbrigði sem kom í gegnum landamærin en er búið að kveða niður núna,“ sagði Kári Stefánsson í samtali við Vísi um þriðja afbrigðið í gær. Uppruni þessa þriðja afbrigðis liggur þó ekki fyrir. „En við erum að leita,“ segir Kári. Þessi afbrigði hegða sér á sama hátt og önnur afbrigði nýju kórónuveirunnar en er með ákveðið stökkbreytingamynstur sem Íslensk erfðagreining raðgreindi og hefur nýst vel við smitrakningu veirunnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Telur líkur á að næsta bylgja verði verri Kári Stefánsson telur möguleika á hertum aðgerðum. Það sé þó ekki hans að ákveða. Hann segir þriðja afbrigði veirunnar hafa greinst fyrir skemmstu en það hafi náðst að kveða það niður. Hann telur líkur á að ný bylgja veirunnar verði mögulega verri en sú sem glímt var við um verslunarmannahelgina. 16. september 2020 18:56 Telur líkur á að næsta bylgja verði verri Kári Stefánsson telur möguleika á hertum aðgerðum. Það sé þó ekki hans að ákveða. Hann segir þriðja afbrigði veirunnar hafa greinst fyrir skemmstu en það hafi náðst að kveða það niður. Hann telur líkur á að ný bylgja veirunnar verði mögulega verri en sú sem glímt var við um verslunarmannahelgina. 16. september 2020 18:56 Allir með „grænu veiruna“ Sóttvarnalæknir segir þá þrettán sem greindust innanlands í gær vera með sama afbrigði veirunnar og hefur valdið usla hér á landi síðan í sumar. 16. september 2020 15:42 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Telur líkur á að næsta bylgja verði verri Kári Stefánsson telur möguleika á hertum aðgerðum. Það sé þó ekki hans að ákveða. Hann segir þriðja afbrigði veirunnar hafa greinst fyrir skemmstu en það hafi náðst að kveða það niður. Hann telur líkur á að ný bylgja veirunnar verði mögulega verri en sú sem glímt var við um verslunarmannahelgina. 16. september 2020 18:56
Telur líkur á að næsta bylgja verði verri Kári Stefánsson telur möguleika á hertum aðgerðum. Það sé þó ekki hans að ákveða. Hann segir þriðja afbrigði veirunnar hafa greinst fyrir skemmstu en það hafi náðst að kveða það niður. Hann telur líkur á að ný bylgja veirunnar verði mögulega verri en sú sem glímt var við um verslunarmannahelgina. 16. september 2020 18:56
Allir með „grænu veiruna“ Sóttvarnalæknir segir þá þrettán sem greindust innanlands í gær vera með sama afbrigði veirunnar og hefur valdið usla hér á landi síðan í sumar. 16. september 2020 15:42