Bolli í 17 úthúðar borgarstjóra í tveggja síðna auglýsingu í Morgunblaðinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. september 2020 08:35 Auglýsing Bolla í heild sinni. Skjáskot Bolli Kristinsson athafnamaður, sem löngum hefur verið kenndur við verslunina 17, stendur að tveggja blaðsíðna auglýsingu í Morgunblaðinu í dag undir yfirskriftinni „Borgarstjórann burt!“. Þar segir hann Dag B. Eggertsson vafalítið „versta borgarstjóra Reykjavíkur frá upphafi“ og útlistar nítján atriði sem hann telur máli sínu til stuðnings. Bolli segir í auglýsingunni að staðan í miðbæ Reykjavíkur sé „ískyggileg“. Laugavegurinn sé orðinn að „draugagötu fyrir tilverknað borgaryfirvalda“, þar sem mestu ráði heft aðgengi með lokun gatna og fækkun bílastæða. Bolli vísar þar líklega til göngugatna í miðbænum, sem Reykvíkingar eru almennt ánægðir með samkvæmt könnunum. Þá setur Bolli fram nítján atriði sem honum þykir hafa miður farið undir stjórn Dags og meirihlutans í Reykjavík. Þar á meðal séu „skólamálin hneysa [sic] hvarvetna“ og kostnaður við Mathöll á Hlemmi hafi farið 79 prósent fram úr áætlun. Bolli segir Borgarlínuna jafnframt eina af mörgum mistökum borgarstjórnar. „Borgarlínan – sem enginn veit hvað er – nema hvað hún á að kosta á annað hundrað milljarða hið minnsta. Þessu sukki var fagnað með sérstakri veislu borgarbrodda sem skattgreiðendur voru látnir greiða hálfa milljón króna fyrir.“ Það liggur þó nokkuð skýrt fyrir hvað hin umdeilda Borgarlína er í raun og veru. Á heimasíðu verkefnisins segir: „Borgarlína er hraðvagnakerfi á hjólum (BRT) sem ekur á sérrými með forgangi á gatnamótum.“ Þá hafa kannanir sýnt að Borgarlínan nýtur mikils stuðnings meðal Reykvíkinga. Meiri andstaða hefur hins vegar mælst meðal Seltirninga og Garðbæinga. „Þannig mætti halda lengi áfram að telja og þarf enginn að velkjast í vafa um að Dagur B. Eggertsson er versti borgarstjóri Reykjavíkur frá upphafi. Sammælumst um að kjósa hann aldrei aftur! Endurreisn borgarinnar getur ekki hafist fyrr en niðurrifsöflin hafa verið brotin á bak aftur,“ segir að endingu í auglýsingu Bolla. Bolli var lengi kaupmaður í Miðbænum og hefur jafnframt gegnt trúnaðarstörfum í Sjálfstæðisflokknum. Hann greindi þó frá því í fyrra að hann hefði sagt sig úr flokknum vegna óánægju með forystuna. Borgarlína Göngugötur Verslun Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira
Bolli Kristinsson athafnamaður, sem löngum hefur verið kenndur við verslunina 17, stendur að tveggja blaðsíðna auglýsingu í Morgunblaðinu í dag undir yfirskriftinni „Borgarstjórann burt!“. Þar segir hann Dag B. Eggertsson vafalítið „versta borgarstjóra Reykjavíkur frá upphafi“ og útlistar nítján atriði sem hann telur máli sínu til stuðnings. Bolli segir í auglýsingunni að staðan í miðbæ Reykjavíkur sé „ískyggileg“. Laugavegurinn sé orðinn að „draugagötu fyrir tilverknað borgaryfirvalda“, þar sem mestu ráði heft aðgengi með lokun gatna og fækkun bílastæða. Bolli vísar þar líklega til göngugatna í miðbænum, sem Reykvíkingar eru almennt ánægðir með samkvæmt könnunum. Þá setur Bolli fram nítján atriði sem honum þykir hafa miður farið undir stjórn Dags og meirihlutans í Reykjavík. Þar á meðal séu „skólamálin hneysa [sic] hvarvetna“ og kostnaður við Mathöll á Hlemmi hafi farið 79 prósent fram úr áætlun. Bolli segir Borgarlínuna jafnframt eina af mörgum mistökum borgarstjórnar. „Borgarlínan – sem enginn veit hvað er – nema hvað hún á að kosta á annað hundrað milljarða hið minnsta. Þessu sukki var fagnað með sérstakri veislu borgarbrodda sem skattgreiðendur voru látnir greiða hálfa milljón króna fyrir.“ Það liggur þó nokkuð skýrt fyrir hvað hin umdeilda Borgarlína er í raun og veru. Á heimasíðu verkefnisins segir: „Borgarlína er hraðvagnakerfi á hjólum (BRT) sem ekur á sérrými með forgangi á gatnamótum.“ Þá hafa kannanir sýnt að Borgarlínan nýtur mikils stuðnings meðal Reykvíkinga. Meiri andstaða hefur hins vegar mælst meðal Seltirninga og Garðbæinga. „Þannig mætti halda lengi áfram að telja og þarf enginn að velkjast í vafa um að Dagur B. Eggertsson er versti borgarstjóri Reykjavíkur frá upphafi. Sammælumst um að kjósa hann aldrei aftur! Endurreisn borgarinnar getur ekki hafist fyrr en niðurrifsöflin hafa verið brotin á bak aftur,“ segir að endingu í auglýsingu Bolla. Bolli var lengi kaupmaður í Miðbænum og hefur jafnframt gegnt trúnaðarstörfum í Sjálfstæðisflokknum. Hann greindi þó frá því í fyrra að hann hefði sagt sig úr flokknum vegna óánægju með forystuna.
Borgarlína Göngugötur Verslun Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira