Guðni bætti 31 árs gamalt Íslandsmet Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. september 2020 17:55 Guðni Valur virðist kunna betur við sig í rigningu og roki heldur en blíðskaparveðri eins og er hér. Vísir/FRÍ Guðni Valur Guðnason bætti í dag Íslandsmetið í kringlukasti á Haustkastmót ÍR sem fram fór í Laugardalnum síðdegis í dag. Ef Guðni Valur á álíka kast eftir 1. desember er hann öruggur með sæti á Ólympíuleikunum á næsta ári en þá er opnað fyrir Ólympíulágmörk að nýju. Það má segja að Guðna finnist rigningin góð en veðuraðstæður voru ekki upp á marga fiska er hann bætti 31 árs gamalt Íslandsmet Vésteins Hafsteinssonar í dag. Frjálsíþróttasamband Íslands greinir frá. Guðni Valur kastaði 69,35 metra en met Vésteins var 67,64 metrar. Því bætti hann Íslandsmetið um næstum tvo metra. Vésteinn var á sínum tíma einn fremsti kringlukastari heims. Hann keppti meðal annars á fernum Ólympíuleikum og í dag þjálfar hann Daniel Ståhl sem er fremsti kringlukastari heims um þessar mundir. Guðni Valur bætti eigið met töluvert en best átti hann 65,53 metra frá árinu 2018. Hann var því að bæta sig um tæpa fjóra metra. Þetta kemur töluvert á óvart þar sem Guðni hefur verið mikið meiddur í sumar og lítið getað keppt. Kastið hjá Guðna í dag setur hann á meðal fremstu kringlukastara í heiminum í ár en árangurinn er sá fimmti besti í heiminum árið 2020. Guðni keppti á Ólympíuleikunum árið 2016 og var með þessu kasti að gera sig mjög líklegan til þess að verða á meðal keppenda á þeim næstu sem fram fara í Tókýó 2021. Lágmarkið fyrir Tókýó 2021 er 66 metrar og er Guðni Valur því vel yfir lágmarkinu. Því miður þá var lokað fyrir lágmörkin fyrr á árinu en glugginn opnar aftur 1. desember næstkomandi. Guðni er því ekki öruggur á Ólympíuleikana með þessu kasti en mjög líklegur haldi hann uppteknum hætti þegar glugginn fyrir lágmörk opnar aftur. Íþróttir Frjálsar íþróttir Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Sjá meira
Guðni Valur Guðnason bætti í dag Íslandsmetið í kringlukasti á Haustkastmót ÍR sem fram fór í Laugardalnum síðdegis í dag. Ef Guðni Valur á álíka kast eftir 1. desember er hann öruggur með sæti á Ólympíuleikunum á næsta ári en þá er opnað fyrir Ólympíulágmörk að nýju. Það má segja að Guðna finnist rigningin góð en veðuraðstæður voru ekki upp á marga fiska er hann bætti 31 árs gamalt Íslandsmet Vésteins Hafsteinssonar í dag. Frjálsíþróttasamband Íslands greinir frá. Guðni Valur kastaði 69,35 metra en met Vésteins var 67,64 metrar. Því bætti hann Íslandsmetið um næstum tvo metra. Vésteinn var á sínum tíma einn fremsti kringlukastari heims. Hann keppti meðal annars á fernum Ólympíuleikum og í dag þjálfar hann Daniel Ståhl sem er fremsti kringlukastari heims um þessar mundir. Guðni Valur bætti eigið met töluvert en best átti hann 65,53 metra frá árinu 2018. Hann var því að bæta sig um tæpa fjóra metra. Þetta kemur töluvert á óvart þar sem Guðni hefur verið mikið meiddur í sumar og lítið getað keppt. Kastið hjá Guðna í dag setur hann á meðal fremstu kringlukastara í heiminum í ár en árangurinn er sá fimmti besti í heiminum árið 2020. Guðni keppti á Ólympíuleikunum árið 2016 og var með þessu kasti að gera sig mjög líklegan til þess að verða á meðal keppenda á þeim næstu sem fram fara í Tókýó 2021. Lágmarkið fyrir Tókýó 2021 er 66 metrar og er Guðni Valur því vel yfir lágmarkinu. Því miður þá var lokað fyrir lágmörkin fyrr á árinu en glugginn opnar aftur 1. desember næstkomandi. Guðni er því ekki öruggur á Ólympíuleikana með þessu kasti en mjög líklegur haldi hann uppteknum hætti þegar glugginn fyrir lágmörk opnar aftur.
Íþróttir Frjálsar íþróttir Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Sjá meira