Fyrsti landsleikur Söru eftir titilinn: Ekki búin að grobba mig of mikið Sindri Sverrisson skrifar 16. september 2020 19:00 Íslenska landsliðið á æfingu á Laugardalsvelli í vikunni, að undirbúa sig fyrir leikina mikilvægu við Lettland og Svíþjóð. VÍSIR/VILHELM Sara Björk Gunnarsdóttir verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu annað kvöld gegn Lettlandi á Laugardalsvelli, í sínum fyrsta landsleik eftir að hafa orðið Evrópumeistari með Lyon fyrir hálfum mánuði. Sara var létt í bragði á Laugardalsvelli í dag þar sem hún sat fyrir svörum. Er hún ekki búin að vera iðin við að segja vinkonum sínum í landsliðinu söguna af því þegar hún innsiglaði sigur Lyon í úrslitaleik Meistaradeildarinnar? „Nei, ég er nú ekki búin að vera að gera það,“ sagði Sara lauflétt og bætti við: „Þær eru aðeins búnar að spyrja út í þetta og auðvitað er þetta bara frábært afrek og skemmtilegt að segja frá því, en maður er ekkert búinn að vera að grobba sig of mikið.“ Klippa: Sportpakkinn - Sara Björk fyrir Lettaleikinn Leikurinn við Lettland verður fyrsti landsleikur Íslands síðan á Pinatar-mótinu á Spáni í mars. „Það er gaman að hitta stelpurnar og allt of langt síðan að við spiluðum landsleik, þannig að það er kominn spenningur í hópinn,“ sagði Sara, sem jafnar landsleikjamet Katrínar Jónsdóttur spili hún gegn Lettlandi og svo gegn Svíþjóð næsta þriðjudag. Ísland og Svíþjóð hafa unnið fyrstu þrjá leiki sína í undankeppninni og eru í baráttu um efsta sæti F-riðils. Lettland hefur tapað öllum þremur leikjum sínum. Efsta lið riðilsins kemst beint á EM og liðið í 2. sæti getur einnig farið beint á EM en það fer eftir stöðunni í öðrum undanriðlum. Þrjú lið með bestan árangur í 2. sæti fara beint á EM en hin sex liðin sem lenda í 2. sæti fara í umspil. „Mikilvægt að fá gott sjálfstraust í hópinn“ Ísland má sem sagt ekki við því að misstíga sig gegn lakasta liði riðilsins á morgun: „Þetta er mikilvægur leikur fyrir okkur. Við unnum þær úti 6-0, en þær liggja mjög djúpt á vellinum. Við þurfum að vera svolítið þolinmóðar en fá mark sem fyrst og reyna að brjóta þær. Þetta eru þrjú stig sem við viljum ná til að komast nær okkar markmiði – að komast á EM. Það er líka mikilvægt að fá gott sjálfstraust í hópinn fyrir Svíaleikinn,“ sagði Sara. Hvert stig og jafnvel hvert mark getur skipt máli varðandi möguleikann á að komast á EM. Því gæti stór sigur gegn Lettlandi á morgun reynst dýrmætur: „Við höfum ekki rætt það sérstaklega en það er mikilvægt. Það yrði flott ef við gætum sett nokkur mörk á morgun, en fyrst og fremst þurfum við að ná í þrjú stig,“ sagði Sara. Landsliðsþjálfarinn Jón Þór Hauksson verður ekki á hliðarlínunni á leiknum á morgun vegna leikbanns en Sara segir það ekki koma að sök: „Það breytir ekki neinu. Við erum með gott þjálfarateymi sem mun stýra þessu á línunni.“ EM 2021 í Englandi Fótbolti Tengdar fréttir Sérfræðingarnir völdu sitt byrjunarlið gegn Lettum Leikurinn gegn Lettlandi í undankeppni EM var til umræðu í Pepsi Max mörkum kvenna. 16. september 2020 13:30 Sveindís kemur mjög vel inn í okkar hóp Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari í fótbolta, segir nýliðann Sveindísi Jane Jónsdóttur hafa komið mjög vel inn í landsliðshópinn en gaf ekkert uppi um hvort hún myndi byrja leikinn gegn Lettlandi annað kvöld. 16. september 2020 13:00 Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Lettum Jón Þór Hauksson og Sara Björk Gunnarsdóttir sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ fyrir leik Íslands og Lettlands í undankeppni EM. 16. september 2020 10:41 Svarið við vandræðastöðunni er frá Selfossi Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, sérfræðingur Pepsi Max marka kvenna, segir að Selfyssingurinn Barbára Sól Gísladóttir hafi alla burði til að verða framtíðar hægri bakvörður íslenska landsliðsins. 16. september 2020 10:00 Stelpurnar okkar hafa farið á kostum á móti Eystrasaltsþjóðunum Íslensku stelpurnar hefja leik á ný í undankeppni EM kvenna í knattspyrnu á fimmtudagskvöldið þegar Lettland mætir á Laugardalsvöllinn. 15. september 2020 17:00 Sara til Íslands eftir draumasumar | Ekki tapað í eitt og hálft ár Evrópumeistarinn Sara Björk Gunnarsdóttir kemur til Íslands eftir fullkomið sumar með liðum Lyon og Wolfsburg, fyrir leikina mikilvægu við Lettland og Svíþjóð í undankeppni EM. 11. september 2020 23:00 Sara jafnar landsleikjametið fyrir þrítugt: „Orðnir svolítið margir leikir“ Sara Björk Gunnarsdóttir jafnar íslenska landsleikjametið í fótbolta með því að spila gegn Lettlandi á morgun og Svíþjóð næsta þriðjudag. 16. september 2020 16:00 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Fleiri fréttir Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu annað kvöld gegn Lettlandi á Laugardalsvelli, í sínum fyrsta landsleik eftir að hafa orðið Evrópumeistari með Lyon fyrir hálfum mánuði. Sara var létt í bragði á Laugardalsvelli í dag þar sem hún sat fyrir svörum. Er hún ekki búin að vera iðin við að segja vinkonum sínum í landsliðinu söguna af því þegar hún innsiglaði sigur Lyon í úrslitaleik Meistaradeildarinnar? „Nei, ég er nú ekki búin að vera að gera það,“ sagði Sara lauflétt og bætti við: „Þær eru aðeins búnar að spyrja út í þetta og auðvitað er þetta bara frábært afrek og skemmtilegt að segja frá því, en maður er ekkert búinn að vera að grobba sig of mikið.“ Klippa: Sportpakkinn - Sara Björk fyrir Lettaleikinn Leikurinn við Lettland verður fyrsti landsleikur Íslands síðan á Pinatar-mótinu á Spáni í mars. „Það er gaman að hitta stelpurnar og allt of langt síðan að við spiluðum landsleik, þannig að það er kominn spenningur í hópinn,“ sagði Sara, sem jafnar landsleikjamet Katrínar Jónsdóttur spili hún gegn Lettlandi og svo gegn Svíþjóð næsta þriðjudag. Ísland og Svíþjóð hafa unnið fyrstu þrjá leiki sína í undankeppninni og eru í baráttu um efsta sæti F-riðils. Lettland hefur tapað öllum þremur leikjum sínum. Efsta lið riðilsins kemst beint á EM og liðið í 2. sæti getur einnig farið beint á EM en það fer eftir stöðunni í öðrum undanriðlum. Þrjú lið með bestan árangur í 2. sæti fara beint á EM en hin sex liðin sem lenda í 2. sæti fara í umspil. „Mikilvægt að fá gott sjálfstraust í hópinn“ Ísland má sem sagt ekki við því að misstíga sig gegn lakasta liði riðilsins á morgun: „Þetta er mikilvægur leikur fyrir okkur. Við unnum þær úti 6-0, en þær liggja mjög djúpt á vellinum. Við þurfum að vera svolítið þolinmóðar en fá mark sem fyrst og reyna að brjóta þær. Þetta eru þrjú stig sem við viljum ná til að komast nær okkar markmiði – að komast á EM. Það er líka mikilvægt að fá gott sjálfstraust í hópinn fyrir Svíaleikinn,“ sagði Sara. Hvert stig og jafnvel hvert mark getur skipt máli varðandi möguleikann á að komast á EM. Því gæti stór sigur gegn Lettlandi á morgun reynst dýrmætur: „Við höfum ekki rætt það sérstaklega en það er mikilvægt. Það yrði flott ef við gætum sett nokkur mörk á morgun, en fyrst og fremst þurfum við að ná í þrjú stig,“ sagði Sara. Landsliðsþjálfarinn Jón Þór Hauksson verður ekki á hliðarlínunni á leiknum á morgun vegna leikbanns en Sara segir það ekki koma að sök: „Það breytir ekki neinu. Við erum með gott þjálfarateymi sem mun stýra þessu á línunni.“
EM 2021 í Englandi Fótbolti Tengdar fréttir Sérfræðingarnir völdu sitt byrjunarlið gegn Lettum Leikurinn gegn Lettlandi í undankeppni EM var til umræðu í Pepsi Max mörkum kvenna. 16. september 2020 13:30 Sveindís kemur mjög vel inn í okkar hóp Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari í fótbolta, segir nýliðann Sveindísi Jane Jónsdóttur hafa komið mjög vel inn í landsliðshópinn en gaf ekkert uppi um hvort hún myndi byrja leikinn gegn Lettlandi annað kvöld. 16. september 2020 13:00 Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Lettum Jón Þór Hauksson og Sara Björk Gunnarsdóttir sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ fyrir leik Íslands og Lettlands í undankeppni EM. 16. september 2020 10:41 Svarið við vandræðastöðunni er frá Selfossi Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, sérfræðingur Pepsi Max marka kvenna, segir að Selfyssingurinn Barbára Sól Gísladóttir hafi alla burði til að verða framtíðar hægri bakvörður íslenska landsliðsins. 16. september 2020 10:00 Stelpurnar okkar hafa farið á kostum á móti Eystrasaltsþjóðunum Íslensku stelpurnar hefja leik á ný í undankeppni EM kvenna í knattspyrnu á fimmtudagskvöldið þegar Lettland mætir á Laugardalsvöllinn. 15. september 2020 17:00 Sara til Íslands eftir draumasumar | Ekki tapað í eitt og hálft ár Evrópumeistarinn Sara Björk Gunnarsdóttir kemur til Íslands eftir fullkomið sumar með liðum Lyon og Wolfsburg, fyrir leikina mikilvægu við Lettland og Svíþjóð í undankeppni EM. 11. september 2020 23:00 Sara jafnar landsleikjametið fyrir þrítugt: „Orðnir svolítið margir leikir“ Sara Björk Gunnarsdóttir jafnar íslenska landsleikjametið í fótbolta með því að spila gegn Lettlandi á morgun og Svíþjóð næsta þriðjudag. 16. september 2020 16:00 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Fleiri fréttir Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira
Sérfræðingarnir völdu sitt byrjunarlið gegn Lettum Leikurinn gegn Lettlandi í undankeppni EM var til umræðu í Pepsi Max mörkum kvenna. 16. september 2020 13:30
Sveindís kemur mjög vel inn í okkar hóp Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari í fótbolta, segir nýliðann Sveindísi Jane Jónsdóttur hafa komið mjög vel inn í landsliðshópinn en gaf ekkert uppi um hvort hún myndi byrja leikinn gegn Lettlandi annað kvöld. 16. september 2020 13:00
Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Lettum Jón Þór Hauksson og Sara Björk Gunnarsdóttir sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ fyrir leik Íslands og Lettlands í undankeppni EM. 16. september 2020 10:41
Svarið við vandræðastöðunni er frá Selfossi Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, sérfræðingur Pepsi Max marka kvenna, segir að Selfyssingurinn Barbára Sól Gísladóttir hafi alla burði til að verða framtíðar hægri bakvörður íslenska landsliðsins. 16. september 2020 10:00
Stelpurnar okkar hafa farið á kostum á móti Eystrasaltsþjóðunum Íslensku stelpurnar hefja leik á ný í undankeppni EM kvenna í knattspyrnu á fimmtudagskvöldið þegar Lettland mætir á Laugardalsvöllinn. 15. september 2020 17:00
Sara til Íslands eftir draumasumar | Ekki tapað í eitt og hálft ár Evrópumeistarinn Sara Björk Gunnarsdóttir kemur til Íslands eftir fullkomið sumar með liðum Lyon og Wolfsburg, fyrir leikina mikilvægu við Lettland og Svíþjóð í undankeppni EM. 11. september 2020 23:00
Sara jafnar landsleikjametið fyrir þrítugt: „Orðnir svolítið margir leikir“ Sara Björk Gunnarsdóttir jafnar íslenska landsleikjametið í fótbolta með því að spila gegn Lettlandi á morgun og Svíþjóð næsta þriðjudag. 16. september 2020 16:00