Undirbúa umfangsmikla skimun á vinnustöðum eftir gærdaginn Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. september 2020 12:05 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn. Vísir/vilhelm Yfirlögregluþjónn segir það áhyggjuefni hversu margir hafi greinst með kórónuveiruna innanlands í dag, og enn fremur að aðeins einn hafi verið í sóttkví við greiningu. Umfangsmikil skimun á vinnustöðum sem tengjast hinum nýsmituðu er í undirbúningi. Ekki er þó gert ráð fyrir hertari veiruaðgerðum innanlands. Auk innanlandssmitanna þrettán greindust tveir með virk smit í seinni landamæraskimun í gær. Sjötíu og fimm eru nú í einangrun með kórónuveiruna á landinu og 437 í sóttkví. Einn liggur á sjúkrahúsi en er ekki á gjörgæslu. Fleiri hafa ekki greinst með veiruna innanlands á einum sólarhring síðan 6. ágúst, þegar sextán greindust. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir stöðuna áhyggjuefni, einkum í ljósi þess hversu fáir voru í sóttkví við greiningu í gær. Inntur eftir því hvort veiruaðgerðir stjórnvalda innanlands séu ekki að virka sem skyldi segir Víðir að erfitt sé að segja til um það. „Við erum enn þá í smitrakningunni á þessu. Við erum að reyna að átta okkur á því hvar fólkið hefur smitast. Það eru svo fáir í sóttkví og í einhverjum tilvikum hefur fólk ekki getað sagt nákvæmlega þá möguleika sem upp hafa komið varðandi það hvaðan það hefur smitast. Það er líka áhyggjuefni í þessu,“ segir Víðir. „En þessi barátta snýst að miklu leyti um okkar eigin smitvarnir. Þær vigta miklu meira en íþyngjandi aðgerðir innanlands.“ Enn er ekki skýrt hvernig margir hinna nýsmituðu fengu veiruna. Víðir segir að í flestum tilfellum hafi ekki fundist sterkar tengingar milli einstaklinganna. Í nokkrum tilfellum sé um vinnufélaga að ræða og í öðrum tengist fólk fjölskylduböndum. Megum við eiga von á hertum aðgerðum í ljósi stöðunnar núna? „Ég á ekki von á því að núgildandi aðgerðum verði breytt. Það sem við erum aftur á móti að gera í samvinnu margra aðila er að við ætlum að fara í talsvert umfangsmiklar skimanir. Íslensk erfðagreining, Landspítalinn og Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu og fleiri aðilar eru að koma á fullt í að undirbúa það að skima vinnustaði sem tengjast þessum einstaklingum og fleiri staði,“ segir Víðir. „Við leggjum bara áherslu á það sama. Ef fólk er með einhver einkenni, ekki fara í vinnuna. Ef það er með einkenni að hafa samband við heilsugæsluna og fá sýnatöku. Og síðan þessar okkar eigin ráðstafanir, handþvotturinn, handsprittið og að halda fjarlægð við fólk.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Dregur úr dánartíðni kórónuveirusmitaðra Færri kórónuveirusmitaðir einstaklingar láta nú lífið af völdum veirunnar en í vor. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar vísindamanna við Oxford-háskóla í Bretlandi. 16. september 2020 09:10 Sagði að Covid myndi hverfa vegna „hjarðeðlis“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, svaraði spurningum á sjónvörpuðum borgarafundi í gærkvöldi þar sem hann sagðist meðal annars ekki hafa gert lítið úr heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar. 16. september 2020 07:14 Sex einstaklingar greindust innanlands Sex einstaklingar greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrír þeirra voru í sóttkví en þrír ekki. 15. september 2020 11:08 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Sjá meira
Yfirlögregluþjónn segir það áhyggjuefni hversu margir hafi greinst með kórónuveiruna innanlands í dag, og enn fremur að aðeins einn hafi verið í sóttkví við greiningu. Umfangsmikil skimun á vinnustöðum sem tengjast hinum nýsmituðu er í undirbúningi. Ekki er þó gert ráð fyrir hertari veiruaðgerðum innanlands. Auk innanlandssmitanna þrettán greindust tveir með virk smit í seinni landamæraskimun í gær. Sjötíu og fimm eru nú í einangrun með kórónuveiruna á landinu og 437 í sóttkví. Einn liggur á sjúkrahúsi en er ekki á gjörgæslu. Fleiri hafa ekki greinst með veiruna innanlands á einum sólarhring síðan 6. ágúst, þegar sextán greindust. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir stöðuna áhyggjuefni, einkum í ljósi þess hversu fáir voru í sóttkví við greiningu í gær. Inntur eftir því hvort veiruaðgerðir stjórnvalda innanlands séu ekki að virka sem skyldi segir Víðir að erfitt sé að segja til um það. „Við erum enn þá í smitrakningunni á þessu. Við erum að reyna að átta okkur á því hvar fólkið hefur smitast. Það eru svo fáir í sóttkví og í einhverjum tilvikum hefur fólk ekki getað sagt nákvæmlega þá möguleika sem upp hafa komið varðandi það hvaðan það hefur smitast. Það er líka áhyggjuefni í þessu,“ segir Víðir. „En þessi barátta snýst að miklu leyti um okkar eigin smitvarnir. Þær vigta miklu meira en íþyngjandi aðgerðir innanlands.“ Enn er ekki skýrt hvernig margir hinna nýsmituðu fengu veiruna. Víðir segir að í flestum tilfellum hafi ekki fundist sterkar tengingar milli einstaklinganna. Í nokkrum tilfellum sé um vinnufélaga að ræða og í öðrum tengist fólk fjölskylduböndum. Megum við eiga von á hertum aðgerðum í ljósi stöðunnar núna? „Ég á ekki von á því að núgildandi aðgerðum verði breytt. Það sem við erum aftur á móti að gera í samvinnu margra aðila er að við ætlum að fara í talsvert umfangsmiklar skimanir. Íslensk erfðagreining, Landspítalinn og Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu og fleiri aðilar eru að koma á fullt í að undirbúa það að skima vinnustaði sem tengjast þessum einstaklingum og fleiri staði,“ segir Víðir. „Við leggjum bara áherslu á það sama. Ef fólk er með einhver einkenni, ekki fara í vinnuna. Ef það er með einkenni að hafa samband við heilsugæsluna og fá sýnatöku. Og síðan þessar okkar eigin ráðstafanir, handþvotturinn, handsprittið og að halda fjarlægð við fólk.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Dregur úr dánartíðni kórónuveirusmitaðra Færri kórónuveirusmitaðir einstaklingar láta nú lífið af völdum veirunnar en í vor. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar vísindamanna við Oxford-háskóla í Bretlandi. 16. september 2020 09:10 Sagði að Covid myndi hverfa vegna „hjarðeðlis“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, svaraði spurningum á sjónvörpuðum borgarafundi í gærkvöldi þar sem hann sagðist meðal annars ekki hafa gert lítið úr heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar. 16. september 2020 07:14 Sex einstaklingar greindust innanlands Sex einstaklingar greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrír þeirra voru í sóttkví en þrír ekki. 15. september 2020 11:08 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Sjá meira
Dregur úr dánartíðni kórónuveirusmitaðra Færri kórónuveirusmitaðir einstaklingar láta nú lífið af völdum veirunnar en í vor. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar vísindamanna við Oxford-háskóla í Bretlandi. 16. september 2020 09:10
Sagði að Covid myndi hverfa vegna „hjarðeðlis“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, svaraði spurningum á sjónvörpuðum borgarafundi í gærkvöldi þar sem hann sagðist meðal annars ekki hafa gert lítið úr heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar. 16. september 2020 07:14
Sex einstaklingar greindust innanlands Sex einstaklingar greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrír þeirra voru í sóttkví en þrír ekki. 15. september 2020 11:08