Telur útilokað að nota skapalón fyrir stöðluð viðbrögð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. september 2020 13:32 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Sigurjón Sóttvarnarlæknir telur útilokað að hægt sé að nota skapalón til þess að áhættumeta útbreiðslu kórónuveirunnar og grípa þannig til staðlaðra viðbragða á tilteknum tíma eftir því hvernig faraldur kórónuveirunnar þróast. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra þar sem hann fer yfir þá þætti sem liggja til grundvallar á þeim tillögum sem hann hefur sent ráðherra um takmarkanir og aðgerðir vegna Covid-19. Heilbrigðisráðuneytið hefur birt minnisblaðið á vef stjórnarráðsins, en það var kynnt á fundi ríkistjórnarinnar í dag. Sem kunnugt er hefur sóttvarnalæknir meðal annars það hlutverk að senda ráðherra tillögur um opinberra sóttvarnaráðstafana, en að er ráðherra að taka ákvörðun um hvort grípa eigi til slíkra aðgerða. Í minnisblaðinu listar Þórólfur upp þau atriði og þá þætti sem tillögur sóttvarnalæknis hafa byggt á, alls er um að ræða átta eftirfarandi þætti: Faraldsfræði sjúkdómsins innanlands Faraldsfræði sjúkdómsins erlendis Skimanir/rannsóknir fyrir sjúkdómnum í samfélaginu Alvarleiki sjúkdómsins Geta heilbrigðiskerfisins Eiginleikar veirunnar Sóttvarnaráðstafanir sem þegar eru í gangi Samfélagsleg áhrif og trúverðuleiki ráðstafana Í minnisblaðinu, sem lesa má hér, er nánar farið út í hvern þátt. Þar kemur jafn fram að ýmsir af þessum þættum séu mælanlegir á meðan aðrir séu háðir huglægu mati, enda sé enn margt á huldu varðandi kórónuveiruna og Covid-19, sjúkdóminn sem henni getur fylgt. Þá nefnir Þórólfur að vegna umræðu erlendis og hérlendist hvort hægt sé að útbúa skapalón til þess að áhættumeta útbreiðslu veirunnar og þannig grípa til staðlaðra viðbragða hverju sinni, sé slíkt útilokað. „Þar sem að áhættumat á hverjum tíma byggir á fjölda þátta sem nefndir hafa verið hér að ofan þá tel ég nánast útilokað nota slíkt skapalón á þennan máta. Þó er unnið að skilgreiningum fyrir fyrirtæki og ýmiskonar starfsemi til að styðjast við þegar mat er lagt á viðbrögð hverju sinni t.d. sem snúa að upplýsingamiðlun,“ skrifar Þórólfur. Þá telur hann að það fyrirkomulag sem verið hefur við lýði um almennar og opinberar sóttvarnaraðgerðir tryggi best fagleg viðbrögð vegna Covid-19. „Þegar kemur hins vegar að mati á áhrifum sóttvarnaráðstafana á efnahag og atvinnulíf er það utan sérfræðiþekkingar sóttvarnalæknis.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Sóttvarnarlæknir telur útilokað að hægt sé að nota skapalón til þess að áhættumeta útbreiðslu kórónuveirunnar og grípa þannig til staðlaðra viðbragða á tilteknum tíma eftir því hvernig faraldur kórónuveirunnar þróast. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra þar sem hann fer yfir þá þætti sem liggja til grundvallar á þeim tillögum sem hann hefur sent ráðherra um takmarkanir og aðgerðir vegna Covid-19. Heilbrigðisráðuneytið hefur birt minnisblaðið á vef stjórnarráðsins, en það var kynnt á fundi ríkistjórnarinnar í dag. Sem kunnugt er hefur sóttvarnalæknir meðal annars það hlutverk að senda ráðherra tillögur um opinberra sóttvarnaráðstafana, en að er ráðherra að taka ákvörðun um hvort grípa eigi til slíkra aðgerða. Í minnisblaðinu listar Þórólfur upp þau atriði og þá þætti sem tillögur sóttvarnalæknis hafa byggt á, alls er um að ræða átta eftirfarandi þætti: Faraldsfræði sjúkdómsins innanlands Faraldsfræði sjúkdómsins erlendis Skimanir/rannsóknir fyrir sjúkdómnum í samfélaginu Alvarleiki sjúkdómsins Geta heilbrigðiskerfisins Eiginleikar veirunnar Sóttvarnaráðstafanir sem þegar eru í gangi Samfélagsleg áhrif og trúverðuleiki ráðstafana Í minnisblaðinu, sem lesa má hér, er nánar farið út í hvern þátt. Þar kemur jafn fram að ýmsir af þessum þættum séu mælanlegir á meðan aðrir séu háðir huglægu mati, enda sé enn margt á huldu varðandi kórónuveiruna og Covid-19, sjúkdóminn sem henni getur fylgt. Þá nefnir Þórólfur að vegna umræðu erlendis og hérlendist hvort hægt sé að útbúa skapalón til þess að áhættumeta útbreiðslu veirunnar og þannig grípa til staðlaðra viðbragða hverju sinni, sé slíkt útilokað. „Þar sem að áhættumat á hverjum tíma byggir á fjölda þátta sem nefndir hafa verið hér að ofan þá tel ég nánast útilokað nota slíkt skapalón á þennan máta. Þó er unnið að skilgreiningum fyrir fyrirtæki og ýmiskonar starfsemi til að styðjast við þegar mat er lagt á viðbrögð hverju sinni t.d. sem snúa að upplýsingamiðlun,“ skrifar Þórólfur. Þá telur hann að það fyrirkomulag sem verið hefur við lýði um almennar og opinberar sóttvarnaraðgerðir tryggi best fagleg viðbrögð vegna Covid-19. „Þegar kemur hins vegar að mati á áhrifum sóttvarnaráðstafana á efnahag og atvinnulíf er það utan sérfræðiþekkingar sóttvarnalæknis.“
Faraldsfræði sjúkdómsins innanlands Faraldsfræði sjúkdómsins erlendis Skimanir/rannsóknir fyrir sjúkdómnum í samfélaginu Alvarleiki sjúkdómsins Geta heilbrigðiskerfisins Eiginleikar veirunnar Sóttvarnaráðstafanir sem þegar eru í gangi Samfélagsleg áhrif og trúverðuleiki ráðstafana
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira