Telur útilokað að nota skapalón fyrir stöðluð viðbrögð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. september 2020 13:32 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Sigurjón Sóttvarnarlæknir telur útilokað að hægt sé að nota skapalón til þess að áhættumeta útbreiðslu kórónuveirunnar og grípa þannig til staðlaðra viðbragða á tilteknum tíma eftir því hvernig faraldur kórónuveirunnar þróast. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra þar sem hann fer yfir þá þætti sem liggja til grundvallar á þeim tillögum sem hann hefur sent ráðherra um takmarkanir og aðgerðir vegna Covid-19. Heilbrigðisráðuneytið hefur birt minnisblaðið á vef stjórnarráðsins, en það var kynnt á fundi ríkistjórnarinnar í dag. Sem kunnugt er hefur sóttvarnalæknir meðal annars það hlutverk að senda ráðherra tillögur um opinberra sóttvarnaráðstafana, en að er ráðherra að taka ákvörðun um hvort grípa eigi til slíkra aðgerða. Í minnisblaðinu listar Þórólfur upp þau atriði og þá þætti sem tillögur sóttvarnalæknis hafa byggt á, alls er um að ræða átta eftirfarandi þætti: Faraldsfræði sjúkdómsins innanlands Faraldsfræði sjúkdómsins erlendis Skimanir/rannsóknir fyrir sjúkdómnum í samfélaginu Alvarleiki sjúkdómsins Geta heilbrigðiskerfisins Eiginleikar veirunnar Sóttvarnaráðstafanir sem þegar eru í gangi Samfélagsleg áhrif og trúverðuleiki ráðstafana Í minnisblaðinu, sem lesa má hér, er nánar farið út í hvern þátt. Þar kemur jafn fram að ýmsir af þessum þættum séu mælanlegir á meðan aðrir séu háðir huglægu mati, enda sé enn margt á huldu varðandi kórónuveiruna og Covid-19, sjúkdóminn sem henni getur fylgt. Þá nefnir Þórólfur að vegna umræðu erlendis og hérlendist hvort hægt sé að útbúa skapalón til þess að áhættumeta útbreiðslu veirunnar og þannig grípa til staðlaðra viðbragða hverju sinni, sé slíkt útilokað. „Þar sem að áhættumat á hverjum tíma byggir á fjölda þátta sem nefndir hafa verið hér að ofan þá tel ég nánast útilokað nota slíkt skapalón á þennan máta. Þó er unnið að skilgreiningum fyrir fyrirtæki og ýmiskonar starfsemi til að styðjast við þegar mat er lagt á viðbrögð hverju sinni t.d. sem snúa að upplýsingamiðlun,“ skrifar Þórólfur. Þá telur hann að það fyrirkomulag sem verið hefur við lýði um almennar og opinberar sóttvarnaraðgerðir tryggi best fagleg viðbrögð vegna Covid-19. „Þegar kemur hins vegar að mati á áhrifum sóttvarnaráðstafana á efnahag og atvinnulíf er það utan sérfræðiþekkingar sóttvarnalæknis.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Sóttvarnarlæknir telur útilokað að hægt sé að nota skapalón til þess að áhættumeta útbreiðslu kórónuveirunnar og grípa þannig til staðlaðra viðbragða á tilteknum tíma eftir því hvernig faraldur kórónuveirunnar þróast. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra þar sem hann fer yfir þá þætti sem liggja til grundvallar á þeim tillögum sem hann hefur sent ráðherra um takmarkanir og aðgerðir vegna Covid-19. Heilbrigðisráðuneytið hefur birt minnisblaðið á vef stjórnarráðsins, en það var kynnt á fundi ríkistjórnarinnar í dag. Sem kunnugt er hefur sóttvarnalæknir meðal annars það hlutverk að senda ráðherra tillögur um opinberra sóttvarnaráðstafana, en að er ráðherra að taka ákvörðun um hvort grípa eigi til slíkra aðgerða. Í minnisblaðinu listar Þórólfur upp þau atriði og þá þætti sem tillögur sóttvarnalæknis hafa byggt á, alls er um að ræða átta eftirfarandi þætti: Faraldsfræði sjúkdómsins innanlands Faraldsfræði sjúkdómsins erlendis Skimanir/rannsóknir fyrir sjúkdómnum í samfélaginu Alvarleiki sjúkdómsins Geta heilbrigðiskerfisins Eiginleikar veirunnar Sóttvarnaráðstafanir sem þegar eru í gangi Samfélagsleg áhrif og trúverðuleiki ráðstafana Í minnisblaðinu, sem lesa má hér, er nánar farið út í hvern þátt. Þar kemur jafn fram að ýmsir af þessum þættum séu mælanlegir á meðan aðrir séu háðir huglægu mati, enda sé enn margt á huldu varðandi kórónuveiruna og Covid-19, sjúkdóminn sem henni getur fylgt. Þá nefnir Þórólfur að vegna umræðu erlendis og hérlendist hvort hægt sé að útbúa skapalón til þess að áhættumeta útbreiðslu veirunnar og þannig grípa til staðlaðra viðbragða hverju sinni, sé slíkt útilokað. „Þar sem að áhættumat á hverjum tíma byggir á fjölda þátta sem nefndir hafa verið hér að ofan þá tel ég nánast útilokað nota slíkt skapalón á þennan máta. Þó er unnið að skilgreiningum fyrir fyrirtæki og ýmiskonar starfsemi til að styðjast við þegar mat er lagt á viðbrögð hverju sinni t.d. sem snúa að upplýsingamiðlun,“ skrifar Þórólfur. Þá telur hann að það fyrirkomulag sem verið hefur við lýði um almennar og opinberar sóttvarnaraðgerðir tryggi best fagleg viðbrögð vegna Covid-19. „Þegar kemur hins vegar að mati á áhrifum sóttvarnaráðstafana á efnahag og atvinnulíf er það utan sérfræðiþekkingar sóttvarnalæknis.“
Faraldsfræði sjúkdómsins innanlands Faraldsfræði sjúkdómsins erlendis Skimanir/rannsóknir fyrir sjúkdómnum í samfélaginu Alvarleiki sjúkdómsins Geta heilbrigðiskerfisins Eiginleikar veirunnar Sóttvarnaráðstafanir sem þegar eru í gangi Samfélagsleg áhrif og trúverðuleiki ráðstafana
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira