Kári áfram hjá Haukum: „Þessar fréttir hljóta að gleðja mörg Haukahjörtu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. september 2020 10:47 Kári Jónsson í leik með Haukum í Domino´s deildinni. Vísir/Bára Landsliðsbakvörðurinn Kári Jónsson er ekki á förum frá uppeldisfélaginu sínu eins og hann ýjaði að á dögunum. Haukarnir tilkynntu í dag að félagið sé búið að semja aftur við þennan frábæra leikmann og verður hann því með Haukum í Domino´s deild karla í vetur. Kári Jónsson sagði frá því í síðustu viku að hann væri með lausan samning og það kæmi alveg til greina að semja við annað íslenskt lið en Hauka. Haukarnir hafa greinilega passað upp á að það gerðist ekki því Kári hefur nú fengið nýjan samning hjá félaginu. Í tilkynningu Hauka kemur fram að búist hafi verið við að Kári færi utan og reyndi aftur fyrir sér í atvinnumennskunni. Covid-19 hefur hins vegar sett strik í reikninginn og nokkrir möguleikar sem Kári hafði, gengu ekki upp. Kári var að glíma við meiðsli fyrir síðustu leiktíð en var að komast á skrið þegar tímabilið var flautað af vegna kórónuveirunnar. Á síðasta tímabili var Kári með 17,0 stig, 3,5 fráköst og 6,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. „Ég er mjög spenntur fyrir komandi tímabili hjá Haukum og þarna eru margir nýir leikmenn sem verður spennandi að spila með. Við munum gefa allt í þetta eftir lengsta undirbúningstímabil sögunnar og vonandi sjáum við sem flesta í stúkunni að hvetja.“ sagði Kári Jónsson í fréttatilkynningu Hauka. Þjálfarinn Israel Martin var líka ánægður með það að halda Kára. „Að hafa þann möguleika á að þjálfa Kára er frábært því hann er góður drengur og gefur sig allan í þetta. Þetta er stór ráðning fyrir okkur og ég er handviss um að hann muni hjálpa liðinu að ná þeim takmörkum sem við höfum sett okkur,“ sagði Israel Martin. Bragi Magnússon, formaður deildarinnar, sagði að Kári Jónsson hefði góð áhrif á liðið alveg sama frá hvaða sjónarhorni er litið og væri mikill leiðtogi innan hópsins. „Þessar fréttir hljóta að gleðja mörg Haukahjörtu,“ sagði Bragi að lokum. Kári áfram hjá Haukum Kári Jónsson hefur samið við Hauka og mun spila með liðinu í Domino s deildinni í vetur. Eru...Posted by Haukar körfubolti on Þriðjudagur, 15. september 2020 Dominos-deild karla Haukar Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Körfubolti Fleiri fréttir NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum Sjá meira
Landsliðsbakvörðurinn Kári Jónsson er ekki á förum frá uppeldisfélaginu sínu eins og hann ýjaði að á dögunum. Haukarnir tilkynntu í dag að félagið sé búið að semja aftur við þennan frábæra leikmann og verður hann því með Haukum í Domino´s deild karla í vetur. Kári Jónsson sagði frá því í síðustu viku að hann væri með lausan samning og það kæmi alveg til greina að semja við annað íslenskt lið en Hauka. Haukarnir hafa greinilega passað upp á að það gerðist ekki því Kári hefur nú fengið nýjan samning hjá félaginu. Í tilkynningu Hauka kemur fram að búist hafi verið við að Kári færi utan og reyndi aftur fyrir sér í atvinnumennskunni. Covid-19 hefur hins vegar sett strik í reikninginn og nokkrir möguleikar sem Kári hafði, gengu ekki upp. Kári var að glíma við meiðsli fyrir síðustu leiktíð en var að komast á skrið þegar tímabilið var flautað af vegna kórónuveirunnar. Á síðasta tímabili var Kári með 17,0 stig, 3,5 fráköst og 6,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. „Ég er mjög spenntur fyrir komandi tímabili hjá Haukum og þarna eru margir nýir leikmenn sem verður spennandi að spila með. Við munum gefa allt í þetta eftir lengsta undirbúningstímabil sögunnar og vonandi sjáum við sem flesta í stúkunni að hvetja.“ sagði Kári Jónsson í fréttatilkynningu Hauka. Þjálfarinn Israel Martin var líka ánægður með það að halda Kára. „Að hafa þann möguleika á að þjálfa Kára er frábært því hann er góður drengur og gefur sig allan í þetta. Þetta er stór ráðning fyrir okkur og ég er handviss um að hann muni hjálpa liðinu að ná þeim takmörkum sem við höfum sett okkur,“ sagði Israel Martin. Bragi Magnússon, formaður deildarinnar, sagði að Kári Jónsson hefði góð áhrif á liðið alveg sama frá hvaða sjónarhorni er litið og væri mikill leiðtogi innan hópsins. „Þessar fréttir hljóta að gleðja mörg Haukahjörtu,“ sagði Bragi að lokum. Kári áfram hjá Haukum Kári Jónsson hefur samið við Hauka og mun spila með liðinu í Domino s deildinni í vetur. Eru...Posted by Haukar körfubolti on Þriðjudagur, 15. september 2020
Dominos-deild karla Haukar Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Körfubolti Fleiri fréttir NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins