Kári áfram hjá Haukum: „Þessar fréttir hljóta að gleðja mörg Haukahjörtu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. september 2020 10:47 Kári Jónsson í leik með Haukum í Domino´s deildinni. Vísir/Bára Landsliðsbakvörðurinn Kári Jónsson er ekki á förum frá uppeldisfélaginu sínu eins og hann ýjaði að á dögunum. Haukarnir tilkynntu í dag að félagið sé búið að semja aftur við þennan frábæra leikmann og verður hann því með Haukum í Domino´s deild karla í vetur. Kári Jónsson sagði frá því í síðustu viku að hann væri með lausan samning og það kæmi alveg til greina að semja við annað íslenskt lið en Hauka. Haukarnir hafa greinilega passað upp á að það gerðist ekki því Kári hefur nú fengið nýjan samning hjá félaginu. Í tilkynningu Hauka kemur fram að búist hafi verið við að Kári færi utan og reyndi aftur fyrir sér í atvinnumennskunni. Covid-19 hefur hins vegar sett strik í reikninginn og nokkrir möguleikar sem Kári hafði, gengu ekki upp. Kári var að glíma við meiðsli fyrir síðustu leiktíð en var að komast á skrið þegar tímabilið var flautað af vegna kórónuveirunnar. Á síðasta tímabili var Kári með 17,0 stig, 3,5 fráköst og 6,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. „Ég er mjög spenntur fyrir komandi tímabili hjá Haukum og þarna eru margir nýir leikmenn sem verður spennandi að spila með. Við munum gefa allt í þetta eftir lengsta undirbúningstímabil sögunnar og vonandi sjáum við sem flesta í stúkunni að hvetja.“ sagði Kári Jónsson í fréttatilkynningu Hauka. Þjálfarinn Israel Martin var líka ánægður með það að halda Kára. „Að hafa þann möguleika á að þjálfa Kára er frábært því hann er góður drengur og gefur sig allan í þetta. Þetta er stór ráðning fyrir okkur og ég er handviss um að hann muni hjálpa liðinu að ná þeim takmörkum sem við höfum sett okkur,“ sagði Israel Martin. Bragi Magnússon, formaður deildarinnar, sagði að Kári Jónsson hefði góð áhrif á liðið alveg sama frá hvaða sjónarhorni er litið og væri mikill leiðtogi innan hópsins. „Þessar fréttir hljóta að gleðja mörg Haukahjörtu,“ sagði Bragi að lokum. Kári áfram hjá Haukum Kári Jónsson hefur samið við Hauka og mun spila með liðinu í Domino s deildinni í vetur. Eru...Posted by Haukar körfubolti on Þriðjudagur, 15. september 2020 Dominos-deild karla Haukar Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira
Landsliðsbakvörðurinn Kári Jónsson er ekki á förum frá uppeldisfélaginu sínu eins og hann ýjaði að á dögunum. Haukarnir tilkynntu í dag að félagið sé búið að semja aftur við þennan frábæra leikmann og verður hann því með Haukum í Domino´s deild karla í vetur. Kári Jónsson sagði frá því í síðustu viku að hann væri með lausan samning og það kæmi alveg til greina að semja við annað íslenskt lið en Hauka. Haukarnir hafa greinilega passað upp á að það gerðist ekki því Kári hefur nú fengið nýjan samning hjá félaginu. Í tilkynningu Hauka kemur fram að búist hafi verið við að Kári færi utan og reyndi aftur fyrir sér í atvinnumennskunni. Covid-19 hefur hins vegar sett strik í reikninginn og nokkrir möguleikar sem Kári hafði, gengu ekki upp. Kári var að glíma við meiðsli fyrir síðustu leiktíð en var að komast á skrið þegar tímabilið var flautað af vegna kórónuveirunnar. Á síðasta tímabili var Kári með 17,0 stig, 3,5 fráköst og 6,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. „Ég er mjög spenntur fyrir komandi tímabili hjá Haukum og þarna eru margir nýir leikmenn sem verður spennandi að spila með. Við munum gefa allt í þetta eftir lengsta undirbúningstímabil sögunnar og vonandi sjáum við sem flesta í stúkunni að hvetja.“ sagði Kári Jónsson í fréttatilkynningu Hauka. Þjálfarinn Israel Martin var líka ánægður með það að halda Kára. „Að hafa þann möguleika á að þjálfa Kára er frábært því hann er góður drengur og gefur sig allan í þetta. Þetta er stór ráðning fyrir okkur og ég er handviss um að hann muni hjálpa liðinu að ná þeim takmörkum sem við höfum sett okkur,“ sagði Israel Martin. Bragi Magnússon, formaður deildarinnar, sagði að Kári Jónsson hefði góð áhrif á liðið alveg sama frá hvaða sjónarhorni er litið og væri mikill leiðtogi innan hópsins. „Þessar fréttir hljóta að gleðja mörg Haukahjörtu,“ sagði Bragi að lokum. Kári áfram hjá Haukum Kári Jónsson hefur samið við Hauka og mun spila með liðinu í Domino s deildinni í vetur. Eru...Posted by Haukar körfubolti on Þriðjudagur, 15. september 2020
Dominos-deild karla Haukar Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira