Vonast til þess að bláa merkið fæli netníðingana frá Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. september 2020 11:30 Bláa merkið auðkennir Instagram-síðu Bubba Morthens. Vísir Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens vonast til þess að blátt merki sem auðkennir Instagram-aðgang hans verði til þess að menn sem þóst hafa verið hann á samfélagsmiðlinum hætti að herja á konur og stelpur. Bubbi hefur árum saman barist við óprúttna aðila sem stofnað hafa Instagram-reikninga í nafni hans með það að markmiði að senda konum og stúlkum skilaboð, líkt og Vísir sagði til dæmis frá árið 2017. Ekkert lát virðist hafa verið á þessari Bubbafölsun ef marka má viðtal við Bubba í Bítinu á morgun, en þeir Bítisfélagar náðu tali af tónlistarmanninum í morgun þegar hann var á leið í ræktina. Þar sagði hann að síðurnar poppi reglulega upp og sé þeim lokað skjóti þær kollinum aftur upp, oftar en ekki innan við tveimur dögum síðar. „Þeir eru að herja á konur og stelpur. Hins vegar eru þessar konur sem hafa fengið skilaboð í gegnum árin, þær eru svo vandaðar að þær senda mér póst og segja: „Þetta getur ekki verið þú, er það?“ Nei, þetta er ekki ég,“ sagði Bubbi. „Nú er ég kominn með bláa stjörnu fyrir aftan nafnið mitt á Instagram þannig að ef það er ekki blá stjarna fyrir aftan nafnið mitt, lítil blá stjarna, þá er það ekki ég,“ sagði Bubbi en Instagram, sem og fleiri samfélagsmiðlar, býður upp á að þeir sem eru þekktir geti auðkennt reikninga sína þannig að notendur viti að viðkomandi Instagram-síða sé hin raunverulega síða, en ekki búin til af einhverjum svikahröppum. Bubbi segir að þetta mál hafi í gegnum tíðina angrað sig. „Þetta er auðvitað búið að valda mér einhvers konar angri vegna þess að ég er bara mannlegur og ég get dottið í kvíða og ótta. Það sem var að trufla mig var þetta að ég hef með smá óheppni hefði ég getað endað á forsíðu blaða og lent í hakkavél á netinu. „Bubbi er að angra ungar stelpur og senda þeim óviðurkvæmileg skilaboð“ eða hvað sem það hefði getað orðið. Þar ertu algjörlega varnarlaus. Þú átt ekki séns á að koma þér út úr slíku öðruvísi en skemmdur,“ sagði Bubbi. Allt viðtalið við Bubba má heyra hér að ofan, en þar ræðir hann meðal annars undarlega uppákomu þar sem einhver óprúttinn aðili hringdi nýverið í blaðamann DV, þóttist vera Bubbi og laug því að viðkomandi blaðamanni að hann hefði veitt 108 sentimetra sjóbirting í Meðalfellsvatni, þannig að úr varð frétt sem enginn fótur var fyrir, sem nú hefur verið tekin úr birtingu. Samfélagsmiðlar Tónlist Netglæpir Mest lesið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Lífið Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Matur Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir Fleiri fréttir Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens vonast til þess að blátt merki sem auðkennir Instagram-aðgang hans verði til þess að menn sem þóst hafa verið hann á samfélagsmiðlinum hætti að herja á konur og stelpur. Bubbi hefur árum saman barist við óprúttna aðila sem stofnað hafa Instagram-reikninga í nafni hans með það að markmiði að senda konum og stúlkum skilaboð, líkt og Vísir sagði til dæmis frá árið 2017. Ekkert lát virðist hafa verið á þessari Bubbafölsun ef marka má viðtal við Bubba í Bítinu á morgun, en þeir Bítisfélagar náðu tali af tónlistarmanninum í morgun þegar hann var á leið í ræktina. Þar sagði hann að síðurnar poppi reglulega upp og sé þeim lokað skjóti þær kollinum aftur upp, oftar en ekki innan við tveimur dögum síðar. „Þeir eru að herja á konur og stelpur. Hins vegar eru þessar konur sem hafa fengið skilaboð í gegnum árin, þær eru svo vandaðar að þær senda mér póst og segja: „Þetta getur ekki verið þú, er það?“ Nei, þetta er ekki ég,“ sagði Bubbi. „Nú er ég kominn með bláa stjörnu fyrir aftan nafnið mitt á Instagram þannig að ef það er ekki blá stjarna fyrir aftan nafnið mitt, lítil blá stjarna, þá er það ekki ég,“ sagði Bubbi en Instagram, sem og fleiri samfélagsmiðlar, býður upp á að þeir sem eru þekktir geti auðkennt reikninga sína þannig að notendur viti að viðkomandi Instagram-síða sé hin raunverulega síða, en ekki búin til af einhverjum svikahröppum. Bubbi segir að þetta mál hafi í gegnum tíðina angrað sig. „Þetta er auðvitað búið að valda mér einhvers konar angri vegna þess að ég er bara mannlegur og ég get dottið í kvíða og ótta. Það sem var að trufla mig var þetta að ég hef með smá óheppni hefði ég getað endað á forsíðu blaða og lent í hakkavél á netinu. „Bubbi er að angra ungar stelpur og senda þeim óviðurkvæmileg skilaboð“ eða hvað sem það hefði getað orðið. Þar ertu algjörlega varnarlaus. Þú átt ekki séns á að koma þér út úr slíku öðruvísi en skemmdur,“ sagði Bubbi. Allt viðtalið við Bubba má heyra hér að ofan, en þar ræðir hann meðal annars undarlega uppákomu þar sem einhver óprúttinn aðili hringdi nýverið í blaðamann DV, þóttist vera Bubbi og laug því að viðkomandi blaðamanni að hann hefði veitt 108 sentimetra sjóbirting í Meðalfellsvatni, þannig að úr varð frétt sem enginn fótur var fyrir, sem nú hefur verið tekin úr birtingu.
Samfélagsmiðlar Tónlist Netglæpir Mest lesið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Lífið Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Matur Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir Fleiri fréttir Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Sjá meira