„Við reiknum með að nánast allir verði farnir heim um næstu eða þarnæstu mánaðamót“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. september 2020 12:05 Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Að óbreyttu verða níutíu prósent starfsfólks í ferðaþjónustu búin að glata starfi sínu um næstu eða þarnæstu mánaðamót, segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Greinin kallar eftir rekstrarstyrkjum svo unnt verði að viðhalda ráðningarsambandi því lágmarksmönnun verði að vera til staðar þó ekki sé nema bara til að hægt verði að selja ferðir fyrir næsta sumar þegar faraldurinn verður að öllum líkindum á bak og burt. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, telur ekki óvarlegt að ætla að um 90% starfsfólks í ferðaþjónustunni verði horfið úr greininni á næstu mánuðum. Úrræði stjórnvalda dugi skammt. „Langflest fyrirtækjanna sögðu upp sínum starfsmönnum 1. maí og 1. júní og jafnvel 1. júlí þannig að það er farið að saxast verulega á þann fjölda sem vinnur í atvinnugreininni. Við reiknum með því að nánast allir verði farnir heim um næstu eða þarnæstu mánaðamót.“ Fyrirtækin stefni að óbreyttu unnvörpum í gjaldþrot. Allt lausafé sé nánast uppurið og þau efnahagsúrræði sem stjórnvöld hafa gripið til séu ekki nægilega umfangsmikil. „Því höfum við verið að kalla eftir fleiri aðgerðum frá ríkisstjórninni til þess að það verði nægur hluti fyrirtækja enn á lífi þegar rofa fer til þannig að við getum tryggt að viðspyrnan verði sem hröðust og kröftugust.“ Forsætisráðherra sagði í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni í gær að helsta úrlausnarefnið í dag væru fyrirtæki í ferðaþjónustu. Bjarnheiður gerir sér vonir um að hljóta áheyrn og að stjórnvöld tryggi fyrirtækjum rekstrarstyrki. „Vélarnar þurfa að vera í gangi. Það er ekki hægt að slökkva á öllu eins og stefnir í núna og halda svo að það verði bara hægt að kveikja umsvifalaust á þessu öllu aftur. Við þurfum að hafa einhvern lágmarksfjölda fólks við störf, til dæmis til að selja ferðir fyrir næsta sumar – sem við vonum að verði grundvöllur fyrir – og það er ekkert sem gerist bara einn, tveir og þrír eftir sex eða sjö mánuði.“ Bjarnheiður bendir á að á síðustu árum hafi gríðarlega mikil þekking orðið til í greininni samhliða örum vexti hennar. Starfsfólk hafi byggt um viðskiptasambönd við söluaðila út í heimi sem sárgrætilegt væri ef glötuðust. „Mannauðurinn er gríðarlega mikilvægur. Hér hefur safnast gríðarleg reynsla undanfarin ár og þessi reynsla nær til viðskiptasambanda og persónulegra tengsla fólks við söluaðila erlendis sem væri mjög vont að missa“. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bankarnir með líf margra ferðaþjónustufyrirtækja í sínum höndum Níu af hverjum tíu ferðaþjónustufyrirtækjum leggjast í dvala um næstu og þarnæstu mánaðarmót og fjöldi fólks er á leið á atvinnuleysisbætur að sögn framkvæmdastjóra Eldingar. Greinin tali fyrir því að fá rekstrarstyrki frá ríkissjóði svo hægt sé að viðhalda ráðningarsambandi við starfsfólk. 13. september 2020 20:30 Úrlausnarefnið er ferðaþjónustan Formaður Miðflokksins segir óljóst hver markmið aðgerða ríkisstjórnarinnar í annarri bylgju kórónuveirufaraldursins sé. Þá hafi lítið samráð verið haft við ferðaþjónustuna. Forsætisráðherra segir úrlausnarefni nú hvernig hægt sé að styðja við greinina. 13. september 2020 13:35 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Að óbreyttu verða níutíu prósent starfsfólks í ferðaþjónustu búin að glata starfi sínu um næstu eða þarnæstu mánaðamót, segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Greinin kallar eftir rekstrarstyrkjum svo unnt verði að viðhalda ráðningarsambandi því lágmarksmönnun verði að vera til staðar þó ekki sé nema bara til að hægt verði að selja ferðir fyrir næsta sumar þegar faraldurinn verður að öllum líkindum á bak og burt. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, telur ekki óvarlegt að ætla að um 90% starfsfólks í ferðaþjónustunni verði horfið úr greininni á næstu mánuðum. Úrræði stjórnvalda dugi skammt. „Langflest fyrirtækjanna sögðu upp sínum starfsmönnum 1. maí og 1. júní og jafnvel 1. júlí þannig að það er farið að saxast verulega á þann fjölda sem vinnur í atvinnugreininni. Við reiknum með því að nánast allir verði farnir heim um næstu eða þarnæstu mánaðamót.“ Fyrirtækin stefni að óbreyttu unnvörpum í gjaldþrot. Allt lausafé sé nánast uppurið og þau efnahagsúrræði sem stjórnvöld hafa gripið til séu ekki nægilega umfangsmikil. „Því höfum við verið að kalla eftir fleiri aðgerðum frá ríkisstjórninni til þess að það verði nægur hluti fyrirtækja enn á lífi þegar rofa fer til þannig að við getum tryggt að viðspyrnan verði sem hröðust og kröftugust.“ Forsætisráðherra sagði í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni í gær að helsta úrlausnarefnið í dag væru fyrirtæki í ferðaþjónustu. Bjarnheiður gerir sér vonir um að hljóta áheyrn og að stjórnvöld tryggi fyrirtækjum rekstrarstyrki. „Vélarnar þurfa að vera í gangi. Það er ekki hægt að slökkva á öllu eins og stefnir í núna og halda svo að það verði bara hægt að kveikja umsvifalaust á þessu öllu aftur. Við þurfum að hafa einhvern lágmarksfjölda fólks við störf, til dæmis til að selja ferðir fyrir næsta sumar – sem við vonum að verði grundvöllur fyrir – og það er ekkert sem gerist bara einn, tveir og þrír eftir sex eða sjö mánuði.“ Bjarnheiður bendir á að á síðustu árum hafi gríðarlega mikil þekking orðið til í greininni samhliða örum vexti hennar. Starfsfólk hafi byggt um viðskiptasambönd við söluaðila út í heimi sem sárgrætilegt væri ef glötuðust. „Mannauðurinn er gríðarlega mikilvægur. Hér hefur safnast gríðarleg reynsla undanfarin ár og þessi reynsla nær til viðskiptasambanda og persónulegra tengsla fólks við söluaðila erlendis sem væri mjög vont að missa“.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bankarnir með líf margra ferðaþjónustufyrirtækja í sínum höndum Níu af hverjum tíu ferðaþjónustufyrirtækjum leggjast í dvala um næstu og þarnæstu mánaðarmót og fjöldi fólks er á leið á atvinnuleysisbætur að sögn framkvæmdastjóra Eldingar. Greinin tali fyrir því að fá rekstrarstyrki frá ríkissjóði svo hægt sé að viðhalda ráðningarsambandi við starfsfólk. 13. september 2020 20:30 Úrlausnarefnið er ferðaþjónustan Formaður Miðflokksins segir óljóst hver markmið aðgerða ríkisstjórnarinnar í annarri bylgju kórónuveirufaraldursins sé. Þá hafi lítið samráð verið haft við ferðaþjónustuna. Forsætisráðherra segir úrlausnarefni nú hvernig hægt sé að styðja við greinina. 13. september 2020 13:35 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Bankarnir með líf margra ferðaþjónustufyrirtækja í sínum höndum Níu af hverjum tíu ferðaþjónustufyrirtækjum leggjast í dvala um næstu og þarnæstu mánaðarmót og fjöldi fólks er á leið á atvinnuleysisbætur að sögn framkvæmdastjóra Eldingar. Greinin tali fyrir því að fá rekstrarstyrki frá ríkissjóði svo hægt sé að viðhalda ráðningarsambandi við starfsfólk. 13. september 2020 20:30
Úrlausnarefnið er ferðaþjónustan Formaður Miðflokksins segir óljóst hver markmið aðgerða ríkisstjórnarinnar í annarri bylgju kórónuveirufaraldursins sé. Þá hafi lítið samráð verið haft við ferðaþjónustuna. Forsætisráðherra segir úrlausnarefni nú hvernig hægt sé að styðja við greinina. 13. september 2020 13:35