Eyjatríóið hittir lettneska hópinn í Reykjavík Sindri Sverrisson skrifar 14. september 2020 14:00 Karlina Miksone skallar boltann í leik gegn Stjörnunni. Hún hefur skorað fjögur mörk í sumar. VÍSIR/HULDA MARGRÉT ÍBV á þrjá fulltrúa í landsliðshópi Lettlands sem mætir Íslandi á Laugardalsvelli á fimmtudaginn í undankeppni EM. Lettneski hópurinn kom saman í Riga í gær, að mestu leyti. Í hópinn vantar þó Eyjakonurnar þrjár, sem heita Eliza Spruntule, Karlina Miksone og Olga Shevcova. Að sögn Andra Ólafssonar, þjálfara ÍBV, hitta þær liðsfélaga sína í landsliðinu einfaldlega í Reykjavík á miðvikudaginn í stað þess að ferðast heim til Lettlands og taka fullan þátt í undirbúningnum. Miksone mætir Íslandi eftir að hafa skorað bæði mörk ÍBV gegn Cecilíu Rán Rúnarsdóttur, einum þriggja markvarða íslenska landsliðsins, í 2-2 jafntefli við Fylki í gær. Miksone hefur skorað fjögur mörk í Pepsi Max-deildinni og Sevcova þrjú. Olga Shevcova í baráttunni um boltann í leik með ÍBV í sumar.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Í átján manna leikmannahópi Didzis Matiss, landsliðsþjálfara Lettlands, eru annars aðallega leikmenn sem spila heima í Lettlandi. Hin 21 árs gamla Sandra Voitane er þó á mála hjá nýliðum SV Meppen í efstu deild Þýskalands, Ligita Tumane spilar í ítölsku C-deildinni og Laura Sondore á Kýpur. Matiss verður á hliðarlínunni á fimmtudag öfugt við kollega sinn hjá Íslandi, Jón Þór Hauksson, sem tekur út leikbann. Hvert mark getur reynst dýrmætt Hvert stig og jafnvel hvert mark getur skipt sköpum fyrir íslenska liðið í baráttunni um að komast á EM. Ísland er í baráttu við Svíþjóð um efsta sæti F-riðils og að komast þar með beint á EM. Liðið sem lendir í 2. sæti gæti komist beint á EM því liðin með bestan árangur í 2. sæti, í þremur riðlum af níu, komast beint á EM. Hin sex fara í umspil. Eins og staðan er núna er Ísland til að mynda þremur mörkum frá því að vera með þriðja besta árangurinn, í stað Danmerkur. Ísland hefur unnið alla þrjá leiki sína til þessa en á eftir tvo leiki við Svíþjóð, leikinn við Lettland og útileiki við Ungverjaland og Slóvakíu áður en undankeppninni lýkur 1. desember. EM 2021 í Englandi Pepsi Max-deild kvenna ÍBV Tengdar fréttir Jón Þór hefur ekki áhyggjur af eigin fjarveru | Hópurinn í mjög góðum málum Jón Þór Hauksson hefur ekki áhyggjur af því að það komi niður á landsliðinu að hann megi ekki stýra því gegn Lettlandi í undankeppni EM. Hann kallaði á efnilega leikmenn í dag fyrir leikina við Lettland og Svíþjóð. 10. september 2020 19:15 Sveindís Jane og Barbára Sól nýliðar í kvennalandsliðinu Sveindís Jane Jónsdóttir og Barbára Sól Gísladóttir er nýliðarnir í landsliðshópnnum hjá Jóni Þór Haukssyni og tvær af sjö í hópnum sem eru fæddar eftir 2000. 10. september 2020 13:17 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Sjá meira
ÍBV á þrjá fulltrúa í landsliðshópi Lettlands sem mætir Íslandi á Laugardalsvelli á fimmtudaginn í undankeppni EM. Lettneski hópurinn kom saman í Riga í gær, að mestu leyti. Í hópinn vantar þó Eyjakonurnar þrjár, sem heita Eliza Spruntule, Karlina Miksone og Olga Shevcova. Að sögn Andra Ólafssonar, þjálfara ÍBV, hitta þær liðsfélaga sína í landsliðinu einfaldlega í Reykjavík á miðvikudaginn í stað þess að ferðast heim til Lettlands og taka fullan þátt í undirbúningnum. Miksone mætir Íslandi eftir að hafa skorað bæði mörk ÍBV gegn Cecilíu Rán Rúnarsdóttur, einum þriggja markvarða íslenska landsliðsins, í 2-2 jafntefli við Fylki í gær. Miksone hefur skorað fjögur mörk í Pepsi Max-deildinni og Sevcova þrjú. Olga Shevcova í baráttunni um boltann í leik með ÍBV í sumar.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Í átján manna leikmannahópi Didzis Matiss, landsliðsþjálfara Lettlands, eru annars aðallega leikmenn sem spila heima í Lettlandi. Hin 21 árs gamla Sandra Voitane er þó á mála hjá nýliðum SV Meppen í efstu deild Þýskalands, Ligita Tumane spilar í ítölsku C-deildinni og Laura Sondore á Kýpur. Matiss verður á hliðarlínunni á fimmtudag öfugt við kollega sinn hjá Íslandi, Jón Þór Hauksson, sem tekur út leikbann. Hvert mark getur reynst dýrmætt Hvert stig og jafnvel hvert mark getur skipt sköpum fyrir íslenska liðið í baráttunni um að komast á EM. Ísland er í baráttu við Svíþjóð um efsta sæti F-riðils og að komast þar með beint á EM. Liðið sem lendir í 2. sæti gæti komist beint á EM því liðin með bestan árangur í 2. sæti, í þremur riðlum af níu, komast beint á EM. Hin sex fara í umspil. Eins og staðan er núna er Ísland til að mynda þremur mörkum frá því að vera með þriðja besta árangurinn, í stað Danmerkur. Ísland hefur unnið alla þrjá leiki sína til þessa en á eftir tvo leiki við Svíþjóð, leikinn við Lettland og útileiki við Ungverjaland og Slóvakíu áður en undankeppninni lýkur 1. desember.
EM 2021 í Englandi Pepsi Max-deild kvenna ÍBV Tengdar fréttir Jón Þór hefur ekki áhyggjur af eigin fjarveru | Hópurinn í mjög góðum málum Jón Þór Hauksson hefur ekki áhyggjur af því að það komi niður á landsliðinu að hann megi ekki stýra því gegn Lettlandi í undankeppni EM. Hann kallaði á efnilega leikmenn í dag fyrir leikina við Lettland og Svíþjóð. 10. september 2020 19:15 Sveindís Jane og Barbára Sól nýliðar í kvennalandsliðinu Sveindís Jane Jónsdóttir og Barbára Sól Gísladóttir er nýliðarnir í landsliðshópnnum hjá Jóni Þór Haukssyni og tvær af sjö í hópnum sem eru fæddar eftir 2000. 10. september 2020 13:17 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Sjá meira
Jón Þór hefur ekki áhyggjur af eigin fjarveru | Hópurinn í mjög góðum málum Jón Þór Hauksson hefur ekki áhyggjur af því að það komi niður á landsliðinu að hann megi ekki stýra því gegn Lettlandi í undankeppni EM. Hann kallaði á efnilega leikmenn í dag fyrir leikina við Lettland og Svíþjóð. 10. september 2020 19:15
Sveindís Jane og Barbára Sól nýliðar í kvennalandsliðinu Sveindís Jane Jónsdóttir og Barbára Sól Gísladóttir er nýliðarnir í landsliðshópnnum hjá Jóni Þór Haukssyni og tvær af sjö í hópnum sem eru fæddar eftir 2000. 10. september 2020 13:17