Skoða minni flugstöð og styttri flugbraut Kristján Már Unnarsson skrifar 13. september 2020 22:48 Flugstöðvarbyggingin sem búið er að teikna í Qaqortoq yrði 4.300 fermetrar að stærð. Mynd/Kalaallit Airports. Flugvallafyrirtæki grænlensku landsstjórnarinnar, Kalaallit Airports, hefur skýrt fjárlaganefnd landsstjórnar Grænlands frá því að félagið sé að skoða þann möguleika að minnka umfang fyrirhugaðrar flugvallargerðar við bæinn Qaqortoq, bæði með því að skera niður stærð flugstöðvar og að stytta flugbraut. Í frétt grænlenska ríkisfjölmiðilsins KNR kemur fram að öllum tölum sé haldið leyndum og að trúnaður ríki um fjárhagslega endurskoðun verkefnisins. Yfirlitsmynd af fyrirhuguðum Qaqortoq-flugvelli.Mynd/Kalaallit Airports. Eins og Vísir skýrði frá í síðustu viku er bakslag komið í flugvallagerðina þar sem öll fimm tilboðin sem bárust reyndust hátt yfir fjárhagsramma. Íslenski verktakinn Ístak var meðal bjóðenda og áttu framkvæmdir að hefjast í sumar. Til stóð að leggja 1.500 metra langa flugbraut og byggja 4.300 fermetra flugstöð fyrir þennan stærsta bæ Suður-Grænlands, en þar búa um þrjúþúsund manns. Til samanburðar má geta þess að gert er ráð fyrir að ný flugstöð, sem verið er að undirbúa á Reykjavíkurflugvelli, verði 1.600 fermetrar að stærð, eða aðeins 37% af stærð Qaqortoq-flugstöðvar. Ný flugstöð sem áformuð er í Reykjavík yrði talsvert minni en sú sem búið er að teikna fyrir Qaqortoq.Mynd/Kurtogpí. Flugvelli í Qaqortoq er ætlað að verða aðalflugvöllur Suður-Grænlands í stað Narsarsuaq-flugvallar, sem Bandaríkjamenn byggðu í síðari heimstyrjöld, en hann er fjarri helstu þéttbýlisstöðum landshlutans. Brautin í Narsarsuaq er hins vegar 1.830 metra löng, nægilega löng fyrir Boeing 757-þotur. Með 1.500 metra braut í Qaqortoq er hugmyndin sú að völlurinn þjóni ekki aðeins innanlandsumferð á Grænlandi heldur geti einnig tekið við smærri farþegaþotum í millilandaflugi, eins og Airbus A220-100, sem þarf 1.460 metra braut. Lengri gerð þeirrar vélar hefur lent á aðalflugbraut Reykjavíkurflugvallar, sem er 1.567 metra löng. Verði brautin í Qaqortoq stytt mikið niður fyrir 1.500 metra fer einnig að verða tvísýnt um að stærri vélar Air Iceland Connect, Bombardier Q400-vélarnar, geti notað völlinn, en þær þurfa fullhlaðnar liðlega 1.400 metra flugbraut. Svona er farþegasalurinn í Qaqortoq teiknaður.Mynd/Kalaallit Airports. Svona er farþegasalur Reykjavíkurflugvallar teiknaður.Mynd/Kurtogpí. Ef leggja á styttri flugbraut í Qaqortoq þarf lagabreytingu á grænlenska þinginu en sérlög um flugvallauppbyggingu Grænlands mæla fyrir um 1.500 metra braut í Qaqortoq og 2.200 metra brautir í Nuuk og Ilulissat. Þingmaður stjórnarandstöðuflokksins Partii Naleraq sagði í viðtali við Sermitsiaq að ef stytta ætti brautina í Qaqortoq væri réttast að endurskoða allt flugvallaverkefnið og stytta allar brautirnar þrjár niður í 1.200 metra. Frétt Stöðvar 2 í febrúar um flugvallagerðina og með ímynduðu aðflugi að vellinum má sjá hér: Grænland Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Bakslag í uppbyggingu flugvallar á Grænlandi Flugvallafyrirtæki grænlensku landsstjórnarinnar, Kalaallit Airports, hefur frestað framkvæmdum við nýjan flugvöll við Qaqortoq, stærsta bæ Suður-Grænlands. Ástæðan er sögð sú að tilboð sem bárust reyndust öll verulega yfir fjárhagsramma verksins. 6. september 2020 09:38 Ríkið vill byggja nýja flugstöð í Reykjavík Samgönguráðherra vonast til að hægt verði að bjóða út smíði nýrrar flugstöðvar á Reykjavíkurflugvelli fyrir áramót. Tillaga um að Isavia semji við Air Iceland Connect um að taka yfir verkefnið var kynnt í ríkisstjórn í morgun. 12. júní 2020 23:02 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Flugvallafyrirtæki grænlensku landsstjórnarinnar, Kalaallit Airports, hefur skýrt fjárlaganefnd landsstjórnar Grænlands frá því að félagið sé að skoða þann möguleika að minnka umfang fyrirhugaðrar flugvallargerðar við bæinn Qaqortoq, bæði með því að skera niður stærð flugstöðvar og að stytta flugbraut. Í frétt grænlenska ríkisfjölmiðilsins KNR kemur fram að öllum tölum sé haldið leyndum og að trúnaður ríki um fjárhagslega endurskoðun verkefnisins. Yfirlitsmynd af fyrirhuguðum Qaqortoq-flugvelli.Mynd/Kalaallit Airports. Eins og Vísir skýrði frá í síðustu viku er bakslag komið í flugvallagerðina þar sem öll fimm tilboðin sem bárust reyndust hátt yfir fjárhagsramma. Íslenski verktakinn Ístak var meðal bjóðenda og áttu framkvæmdir að hefjast í sumar. Til stóð að leggja 1.500 metra langa flugbraut og byggja 4.300 fermetra flugstöð fyrir þennan stærsta bæ Suður-Grænlands, en þar búa um þrjúþúsund manns. Til samanburðar má geta þess að gert er ráð fyrir að ný flugstöð, sem verið er að undirbúa á Reykjavíkurflugvelli, verði 1.600 fermetrar að stærð, eða aðeins 37% af stærð Qaqortoq-flugstöðvar. Ný flugstöð sem áformuð er í Reykjavík yrði talsvert minni en sú sem búið er að teikna fyrir Qaqortoq.Mynd/Kurtogpí. Flugvelli í Qaqortoq er ætlað að verða aðalflugvöllur Suður-Grænlands í stað Narsarsuaq-flugvallar, sem Bandaríkjamenn byggðu í síðari heimstyrjöld, en hann er fjarri helstu þéttbýlisstöðum landshlutans. Brautin í Narsarsuaq er hins vegar 1.830 metra löng, nægilega löng fyrir Boeing 757-þotur. Með 1.500 metra braut í Qaqortoq er hugmyndin sú að völlurinn þjóni ekki aðeins innanlandsumferð á Grænlandi heldur geti einnig tekið við smærri farþegaþotum í millilandaflugi, eins og Airbus A220-100, sem þarf 1.460 metra braut. Lengri gerð þeirrar vélar hefur lent á aðalflugbraut Reykjavíkurflugvallar, sem er 1.567 metra löng. Verði brautin í Qaqortoq stytt mikið niður fyrir 1.500 metra fer einnig að verða tvísýnt um að stærri vélar Air Iceland Connect, Bombardier Q400-vélarnar, geti notað völlinn, en þær þurfa fullhlaðnar liðlega 1.400 metra flugbraut. Svona er farþegasalurinn í Qaqortoq teiknaður.Mynd/Kalaallit Airports. Svona er farþegasalur Reykjavíkurflugvallar teiknaður.Mynd/Kurtogpí. Ef leggja á styttri flugbraut í Qaqortoq þarf lagabreytingu á grænlenska þinginu en sérlög um flugvallauppbyggingu Grænlands mæla fyrir um 1.500 metra braut í Qaqortoq og 2.200 metra brautir í Nuuk og Ilulissat. Þingmaður stjórnarandstöðuflokksins Partii Naleraq sagði í viðtali við Sermitsiaq að ef stytta ætti brautina í Qaqortoq væri réttast að endurskoða allt flugvallaverkefnið og stytta allar brautirnar þrjár niður í 1.200 metra. Frétt Stöðvar 2 í febrúar um flugvallagerðina og með ímynduðu aðflugi að vellinum má sjá hér:
Grænland Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Bakslag í uppbyggingu flugvallar á Grænlandi Flugvallafyrirtæki grænlensku landsstjórnarinnar, Kalaallit Airports, hefur frestað framkvæmdum við nýjan flugvöll við Qaqortoq, stærsta bæ Suður-Grænlands. Ástæðan er sögð sú að tilboð sem bárust reyndust öll verulega yfir fjárhagsramma verksins. 6. september 2020 09:38 Ríkið vill byggja nýja flugstöð í Reykjavík Samgönguráðherra vonast til að hægt verði að bjóða út smíði nýrrar flugstöðvar á Reykjavíkurflugvelli fyrir áramót. Tillaga um að Isavia semji við Air Iceland Connect um að taka yfir verkefnið var kynnt í ríkisstjórn í morgun. 12. júní 2020 23:02 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Bakslag í uppbyggingu flugvallar á Grænlandi Flugvallafyrirtæki grænlensku landsstjórnarinnar, Kalaallit Airports, hefur frestað framkvæmdum við nýjan flugvöll við Qaqortoq, stærsta bæ Suður-Grænlands. Ástæðan er sögð sú að tilboð sem bárust reyndust öll verulega yfir fjárhagsramma verksins. 6. september 2020 09:38
Ríkið vill byggja nýja flugstöð í Reykjavík Samgönguráðherra vonast til að hægt verði að bjóða út smíði nýrrar flugstöðvar á Reykjavíkurflugvelli fyrir áramót. Tillaga um að Isavia semji við Air Iceland Connect um að taka yfir verkefnið var kynnt í ríkisstjórn í morgun. 12. júní 2020 23:02