Stuðningsmenn Pútíns vinna stórsigur í sveitarstjórnarkosningum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. september 2020 23:00 Stuðningsmenn Pútíns hafa unnið stórsigur í sveitarstjórnarkosningum í fjölda sambandsríkja Rússlands. Stjórnarandstæðingar virðast hins vegar hafa bætt við sig sætum í fjölda sveitartjórna í Síberíu. EPA-EFE/MICHAEL KLIMENTYEV Stjórnarflokkurinn Sameinað Rússland hefur unnið stórsigur í sveitarstjórnarkosningum þar í landi. Stjórnarandstaðan hefur hins vegar haft yfirhöndina í sveitarstjórnarkosningum í Síberíu. Vel hefur verið fylgst með kosningunum en Rússar hafa undanfarið lýst yfir mikilli óánægju með Vladimir Pútín Rússlandsforseta vegna lágra launa og viðbragða við kórónuveirufaraldrinum. Þá eru aðeins nokkrar vikur liðnar síðan eitrað var fyrir Alexei Navalny, helsta andstæðingi Rússlandsstjórnar. Navalny hefur hvatt Rússa til að kjósa taktískt til þess að klekkja á Sameinuðu Rússlandi og stutt fjölda frambjóðenda sem hafa boðið sig fram í borgarstjórnir í Síberíu. Fyrstu tölur sýna að stjórnmálamenn sem styðja ríkisstjórnina, sem styður Pútín, hafi unnið stórsigur í ríkjunum Komi, Tatarstan, Kamchatka og tugum annarra. Margir þeirra eiga von á því að verða ríkisstjórar en enn er verið að telja atkvæði. Stuðningsmenn Navalny hafa hins vegar unnið sigur í borginni Novosibirsk, þriðju stærstu borg Rússlands, og háskólabænum Tomsk þar sem Sameinað Rússland virðist hafa misst meirihluta. „Fólk er orðið þreytt á yfirvöldum. Þú getur ekki setið á valdastóli í tuttugu ár, stolið endalaust, gert allt sem þú hefur gert og ekki verið refsað,“ sagði Ksenia Fadeyeva, sem vann sæti í bæjarstjórn Tomsk. Í Tomsk virðist Sameinað Rússland aðeins hafa unnið 12 af 37 sætum í bæjarstjórn. Tatiana Doroshenko, kjörstjóri í Tomsk, segist ekki muna eftir því að Sameinuðu Rússlandi hafi gengið svo illa í kosningum á þeim fimmtán árum sem hún hefur setið sem formaður í kjörstjórn Tomsk. Rússland Tengdar fréttir Eitrað fyrir Navalny með nýrri tegund Novichok Þýskir rannsakendur hafa komist að þeirri niðurstöðu að eitrað var fyrir Alexei Navalny með nýrri tegund taugaeitursins Novichok. Navalny lifði af en þó eingöngu fyrir einskæra heppni og skjót viðbrögð bæði flugstjóra og lækna. 9. september 2020 22:50 Navalní vaknaður úr dáinu Læknar á sjúkrahúsi í Berlín segja að líðan Alexei Navalní, leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, hafi batnað þannig að óhætt hafi verið að vekja hann úr dái. 7. september 2020 14:05 Krefjast þess að Rússar upplýsi um taugaeitursáætlun sína Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) krefst þess að rússnesk stjórnvöld veiti alþjóðlegum eftirlitsmönnum aðgang að upplýsingum um taugaeitrið novichok sem talið er að hafi verið notað til að eitra fyrir rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalní. 4. september 2020 18:05 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Sjá meira
Stjórnarflokkurinn Sameinað Rússland hefur unnið stórsigur í sveitarstjórnarkosningum þar í landi. Stjórnarandstaðan hefur hins vegar haft yfirhöndina í sveitarstjórnarkosningum í Síberíu. Vel hefur verið fylgst með kosningunum en Rússar hafa undanfarið lýst yfir mikilli óánægju með Vladimir Pútín Rússlandsforseta vegna lágra launa og viðbragða við kórónuveirufaraldrinum. Þá eru aðeins nokkrar vikur liðnar síðan eitrað var fyrir Alexei Navalny, helsta andstæðingi Rússlandsstjórnar. Navalny hefur hvatt Rússa til að kjósa taktískt til þess að klekkja á Sameinuðu Rússlandi og stutt fjölda frambjóðenda sem hafa boðið sig fram í borgarstjórnir í Síberíu. Fyrstu tölur sýna að stjórnmálamenn sem styðja ríkisstjórnina, sem styður Pútín, hafi unnið stórsigur í ríkjunum Komi, Tatarstan, Kamchatka og tugum annarra. Margir þeirra eiga von á því að verða ríkisstjórar en enn er verið að telja atkvæði. Stuðningsmenn Navalny hafa hins vegar unnið sigur í borginni Novosibirsk, þriðju stærstu borg Rússlands, og háskólabænum Tomsk þar sem Sameinað Rússland virðist hafa misst meirihluta. „Fólk er orðið þreytt á yfirvöldum. Þú getur ekki setið á valdastóli í tuttugu ár, stolið endalaust, gert allt sem þú hefur gert og ekki verið refsað,“ sagði Ksenia Fadeyeva, sem vann sæti í bæjarstjórn Tomsk. Í Tomsk virðist Sameinað Rússland aðeins hafa unnið 12 af 37 sætum í bæjarstjórn. Tatiana Doroshenko, kjörstjóri í Tomsk, segist ekki muna eftir því að Sameinuðu Rússlandi hafi gengið svo illa í kosningum á þeim fimmtán árum sem hún hefur setið sem formaður í kjörstjórn Tomsk.
Rússland Tengdar fréttir Eitrað fyrir Navalny með nýrri tegund Novichok Þýskir rannsakendur hafa komist að þeirri niðurstöðu að eitrað var fyrir Alexei Navalny með nýrri tegund taugaeitursins Novichok. Navalny lifði af en þó eingöngu fyrir einskæra heppni og skjót viðbrögð bæði flugstjóra og lækna. 9. september 2020 22:50 Navalní vaknaður úr dáinu Læknar á sjúkrahúsi í Berlín segja að líðan Alexei Navalní, leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, hafi batnað þannig að óhætt hafi verið að vekja hann úr dái. 7. september 2020 14:05 Krefjast þess að Rússar upplýsi um taugaeitursáætlun sína Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) krefst þess að rússnesk stjórnvöld veiti alþjóðlegum eftirlitsmönnum aðgang að upplýsingum um taugaeitrið novichok sem talið er að hafi verið notað til að eitra fyrir rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalní. 4. september 2020 18:05 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Sjá meira
Eitrað fyrir Navalny með nýrri tegund Novichok Þýskir rannsakendur hafa komist að þeirri niðurstöðu að eitrað var fyrir Alexei Navalny með nýrri tegund taugaeitursins Novichok. Navalny lifði af en þó eingöngu fyrir einskæra heppni og skjót viðbrögð bæði flugstjóra og lækna. 9. september 2020 22:50
Navalní vaknaður úr dáinu Læknar á sjúkrahúsi í Berlín segja að líðan Alexei Navalní, leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, hafi batnað þannig að óhætt hafi verið að vekja hann úr dái. 7. september 2020 14:05
Krefjast þess að Rússar upplýsi um taugaeitursáætlun sína Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) krefst þess að rússnesk stjórnvöld veiti alþjóðlegum eftirlitsmönnum aðgang að upplýsingum um taugaeitrið novichok sem talið er að hafi verið notað til að eitra fyrir rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalní. 4. september 2020 18:05