Fjörutíu dagar á sjó og þrjár neitanir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. september 2020 11:08 Hluti hópsins bíður þess hér að færa sig af tankskipinu og yfir í björgunarskipið. Mediterranea Saving Humans via AP Hópur flóttafólks er nú kominn í land á Ítalíu eftir að hafa varið yfir 40 dögum á sjó. Danska skipinu sem flutti hópinn var meinað að leggjast að landi í þremur ríkjum. Í frétt breska ríkisútvarpsins er greint frá því að áhöfn danska tankskipsins Maersk Etienne hafi tekið hópinn, sem telur 27 manns og þar af eina ófríska konu, eftir að bátur þeirra sökk stuttu eftir brottför frá norðurafríkulandinu Líbíu, 2. ágúst. Samkvæmt fyrirtækinu sem gerir skipið út höfðu yfirvöld á Möltu óskað eftir því að skipið aðstoðaði við að koma fólkinu til bjargar. Því hafna stjórnvöld þar í landi hins vegar og segja björgunaraðgerðirnar hafa átt sér stað utan hafsögu Möltu. Skipinu var því neitað um að leggjast að bryggju á Möltu og hleypa fólkinu frá borði. Ítalía og Líbía höfnuðu því einnig að taka við fólkinu. Áhöfn skipsins og flóttafólkið var örvæntingarfyllra eftir því sem leið á sjódvölina. Einn farþeganna kom skilaboðum til maltneskra fjölmiðla með það eina markmið að láta fjölskyldu sína vita að hann hefði ekki dáið í Miðjarðarhafinu. Á síðustu dögunum áður en skipinu var leyft að leggjast að landi höfðu þrír flóttamannanna stokkið frá borði og reynt að synda í land. Þeim var fljótlega bjargað og komið aftur um borð í skipið af áhöfn Maersk Erienne. Á föstudag var hópurinn færður í björgunarskip á vegum samtakanna Mediterrenea Saving Humans og kom til hafnar í Pozzallo á Sikiley í gær. Mediterranea birti skilaboð á Twitter í gær þar sem málið var sagt eitt það skammarlegasta í siglingasögu Evrópu. 🔵 At 22.40 today the 25 people that were transferred from the @maersktankers #Etienne to the #MareJonio landed in #Pozzallo. This puts an end to the longest and most shameful stand-off in European maritime history. pic.twitter.com/tsEufBv5ho— Mediterranea Saving Humans (@RescueMed) September 12, 2020 Ítalía Líbía Malta Flóttamenn Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Fleiri fréttir Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Sjá meira
Hópur flóttafólks er nú kominn í land á Ítalíu eftir að hafa varið yfir 40 dögum á sjó. Danska skipinu sem flutti hópinn var meinað að leggjast að landi í þremur ríkjum. Í frétt breska ríkisútvarpsins er greint frá því að áhöfn danska tankskipsins Maersk Etienne hafi tekið hópinn, sem telur 27 manns og þar af eina ófríska konu, eftir að bátur þeirra sökk stuttu eftir brottför frá norðurafríkulandinu Líbíu, 2. ágúst. Samkvæmt fyrirtækinu sem gerir skipið út höfðu yfirvöld á Möltu óskað eftir því að skipið aðstoðaði við að koma fólkinu til bjargar. Því hafna stjórnvöld þar í landi hins vegar og segja björgunaraðgerðirnar hafa átt sér stað utan hafsögu Möltu. Skipinu var því neitað um að leggjast að bryggju á Möltu og hleypa fólkinu frá borði. Ítalía og Líbía höfnuðu því einnig að taka við fólkinu. Áhöfn skipsins og flóttafólkið var örvæntingarfyllra eftir því sem leið á sjódvölina. Einn farþeganna kom skilaboðum til maltneskra fjölmiðla með það eina markmið að láta fjölskyldu sína vita að hann hefði ekki dáið í Miðjarðarhafinu. Á síðustu dögunum áður en skipinu var leyft að leggjast að landi höfðu þrír flóttamannanna stokkið frá borði og reynt að synda í land. Þeim var fljótlega bjargað og komið aftur um borð í skipið af áhöfn Maersk Erienne. Á föstudag var hópurinn færður í björgunarskip á vegum samtakanna Mediterrenea Saving Humans og kom til hafnar í Pozzallo á Sikiley í gær. Mediterranea birti skilaboð á Twitter í gær þar sem málið var sagt eitt það skammarlegasta í siglingasögu Evrópu. 🔵 At 22.40 today the 25 people that were transferred from the @maersktankers #Etienne to the #MareJonio landed in #Pozzallo. This puts an end to the longest and most shameful stand-off in European maritime history. pic.twitter.com/tsEufBv5ho— Mediterranea Saving Humans (@RescueMed) September 12, 2020
Ítalía Líbía Malta Flóttamenn Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Fleiri fréttir Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Sjá meira