Heimsborgarar á Austurlandi Guðrún Schmidt skrifar 10. september 2020 13:00 Hvað þýðir að vera heimsborgari í nútíma samfélagi? Er það fólk sem hefur ferðast um heiminn, á vini í mörgum löndum, talar mörg tungumál og veit hvernig á að búa til sushi? Nei, heimsborgarar eru virkir þátttakendur í að „skapa betri heim,“ hafa hag umhverfis og íbúa heimabyggðar í huga án þess að missa sjónar á hag heimsbyggðarinnar. Á tímum hnattvæðingar og stórra áskorana eins og loftslagsmála og sjálfbærrar þróunar þurfum við öll að læra að vera heimsborgarar. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun veita okkur leiðsögn og kenna okkur þau gildi sem við þurfum að tileinka okkur til að geta talist heimsborgarar. Heimsmarkmiðin eru 17 og aðildarríki Sameinuðu þjóðanna, þar með talið Ísland, hafa skuldbundið sig til að vinna skipulega að innleiðingu markmiðanna, til þess að taka virkan þátt í átaki þjóða heims um sjálfbæra þróun og til róttækra breytingar innan samfélaga. Vinna við framgang heimsmarkmiðanna þarf á þátttöku allra íbúa að halda. Það dugar ekki að nálgast sjálfbæra þróun eingöngu í krafti stjórnmála, heldur þarf breytingar í okkar eigin hugsunarháttum og lífsmynstri. Hér kemur sveitarstjórnarstigið sterkt inn. Við sem bjóðum okkur fram fyrir Vinstri hreyfinguna grænt framboð í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi höfum heimsmarkmiðin að leiðarljósi í okkar stefnu – að hugsa á heimsvísu og framkvæma heima fyrir. Fræðsla og vitundarvakning Eitt af mikilvægum hlutverkum sveitarfélaga er að auka meðvitund íbúa um heimsmarkmiðin, að tryggja þeim sess í kennslu á öllum skólastigum, en ekki síður til að fræða fullorðna. Við þurfum að temja okkur ákveðin hugsunarhátt og gildi sem byggja á heildstæðri sýn, siðferðislegum grunni, alþjóðlegri nálgun, virkri þátttöku íbúa og sérstaklega á réttlæti bæði innan og milli kynslóða. Hnattvæðingunni fylgir ábyrgð. Það er t.d. ekki í anda heimsmarkmiðanna að kaupa vörur sem framleiddar eru hinumegin á hnettinum, unnar með framleiðsluaðferðum sem valda hnignun vistkerfa, þar sem brotið er á mannréttindum og dýraverndunarsjónarmið ekki virt. Við þurfum alltaf að spurja okkur hvaða áhrif neysla okkar og hegðun hefur á umhverfið og mannfólkið bæði hérlendis og erlendis. Samsýn og samvinna Heimsmarkmiðin sýna okkur hvernig öll markmiðin eru tengd innbyrðis og vegna þessa verðum að tileinka okkur heildstæða sýn. Eitt málefni hefur áhrif á annað. Þannig hefur náttúru- og umhverfisvernd m.a. áhrif á heilsu og vellíðan (sjá grein eftir Pétur Heimisson), markmið um jafnrétti kynjanna og um aukinn jöfnuð hafa m.a. áhrif á markmið er varða fátækt, hungur, menntun, frið og réttlæti. Sérstaklega ber svo að nefna að ein stærsta áskorun mannkyns, loftslagsmálin, eru markmið sem fléttast inn í öll hin markmiðin. Til að leysa loftslagsmálin þarf að vinna að framgangi allra heimsmarkmiðanna samtímis. Heimsmarkmiðin eru ekki pólítísk, þau eiga að sameina okkur, hvort sem er milli landa eða innan hvers lands og stuðla þar með að auknum slagkrafti til að ná árangri. Framkvæmd heimsmarkmiða á sveitarstjórnarstigi Ný sveitarstjórn þarf að vinna í anda nútímans, taka tillit til heimsmarkmiðanna og hvetja til virkrar þátttöku íbúa. Nýtt sveitarfélag hefur ótal möguleika til að stuðla að framgangi heimsmarkmiða, t.d. í gegnum aðgerðaáætlun í loftslagsmálum og matvælastefnu sem framboð VG ætlar að vinna að í samvinnu við íbúa og hagsmunaaðila. Þá getur sveitarfélagið stutt við nýsköpun, menntun og fræðslu, matvælaframleiðslu á svæðinu og stuðlað að minni bílanotkun. Það á að draga úr úrgangi, leggja árherslu á plastlausan lífsstíl og sporna gegn matar- og fatasóun. Ný sveitarstjórn þarf að stuðla að nýtingu lífræns úrgangs til uppgræðslu, að aukinni endurheimt vistkerfa, líffræðilegum fjölbreytileika og verndun náttúru. Sveitarfélagið getur og á að bjóða flóttamenn velkomna og stuðlað að auknum jöfnuði og velferð allra íbúa. Nálægðin milli manna í svona litlu samfélagi úti á landi sem og landfræðileg stærð og fjölbreytileiki hins nýja sveitarfélags getur unnið með okkur, bæði við að ná upp stemningu og samheldni í samfélaginu og varðandi möguleika til aðgerða. Í huga og stefnu okkar í framboði VG er engin spurning um að við viljum svara kalli Sameinuðu þjóðanna og vinna markvisst eftir heimsmarkmiðunum okkur öllum til heilla. Verum öll heimsborgarar. Höfundur er náttúrufræðingur og sérfræðingur í menntun til sjálfbærni og skipar 12. sæti á framboðslista VG í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seyðisfjörður Borgarfjörður eystri Fljótsdalshérað Djúpivogur Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson Skoðun Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Hvað þýðir að vera heimsborgari í nútíma samfélagi? Er það fólk sem hefur ferðast um heiminn, á vini í mörgum löndum, talar mörg tungumál og veit hvernig á að búa til sushi? Nei, heimsborgarar eru virkir þátttakendur í að „skapa betri heim,“ hafa hag umhverfis og íbúa heimabyggðar í huga án þess að missa sjónar á hag heimsbyggðarinnar. Á tímum hnattvæðingar og stórra áskorana eins og loftslagsmála og sjálfbærrar þróunar þurfum við öll að læra að vera heimsborgarar. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun veita okkur leiðsögn og kenna okkur þau gildi sem við þurfum að tileinka okkur til að geta talist heimsborgarar. Heimsmarkmiðin eru 17 og aðildarríki Sameinuðu þjóðanna, þar með talið Ísland, hafa skuldbundið sig til að vinna skipulega að innleiðingu markmiðanna, til þess að taka virkan þátt í átaki þjóða heims um sjálfbæra þróun og til róttækra breytingar innan samfélaga. Vinna við framgang heimsmarkmiðanna þarf á þátttöku allra íbúa að halda. Það dugar ekki að nálgast sjálfbæra þróun eingöngu í krafti stjórnmála, heldur þarf breytingar í okkar eigin hugsunarháttum og lífsmynstri. Hér kemur sveitarstjórnarstigið sterkt inn. Við sem bjóðum okkur fram fyrir Vinstri hreyfinguna grænt framboð í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi höfum heimsmarkmiðin að leiðarljósi í okkar stefnu – að hugsa á heimsvísu og framkvæma heima fyrir. Fræðsla og vitundarvakning Eitt af mikilvægum hlutverkum sveitarfélaga er að auka meðvitund íbúa um heimsmarkmiðin, að tryggja þeim sess í kennslu á öllum skólastigum, en ekki síður til að fræða fullorðna. Við þurfum að temja okkur ákveðin hugsunarhátt og gildi sem byggja á heildstæðri sýn, siðferðislegum grunni, alþjóðlegri nálgun, virkri þátttöku íbúa og sérstaklega á réttlæti bæði innan og milli kynslóða. Hnattvæðingunni fylgir ábyrgð. Það er t.d. ekki í anda heimsmarkmiðanna að kaupa vörur sem framleiddar eru hinumegin á hnettinum, unnar með framleiðsluaðferðum sem valda hnignun vistkerfa, þar sem brotið er á mannréttindum og dýraverndunarsjónarmið ekki virt. Við þurfum alltaf að spurja okkur hvaða áhrif neysla okkar og hegðun hefur á umhverfið og mannfólkið bæði hérlendis og erlendis. Samsýn og samvinna Heimsmarkmiðin sýna okkur hvernig öll markmiðin eru tengd innbyrðis og vegna þessa verðum að tileinka okkur heildstæða sýn. Eitt málefni hefur áhrif á annað. Þannig hefur náttúru- og umhverfisvernd m.a. áhrif á heilsu og vellíðan (sjá grein eftir Pétur Heimisson), markmið um jafnrétti kynjanna og um aukinn jöfnuð hafa m.a. áhrif á markmið er varða fátækt, hungur, menntun, frið og réttlæti. Sérstaklega ber svo að nefna að ein stærsta áskorun mannkyns, loftslagsmálin, eru markmið sem fléttast inn í öll hin markmiðin. Til að leysa loftslagsmálin þarf að vinna að framgangi allra heimsmarkmiðanna samtímis. Heimsmarkmiðin eru ekki pólítísk, þau eiga að sameina okkur, hvort sem er milli landa eða innan hvers lands og stuðla þar með að auknum slagkrafti til að ná árangri. Framkvæmd heimsmarkmiða á sveitarstjórnarstigi Ný sveitarstjórn þarf að vinna í anda nútímans, taka tillit til heimsmarkmiðanna og hvetja til virkrar þátttöku íbúa. Nýtt sveitarfélag hefur ótal möguleika til að stuðla að framgangi heimsmarkmiða, t.d. í gegnum aðgerðaáætlun í loftslagsmálum og matvælastefnu sem framboð VG ætlar að vinna að í samvinnu við íbúa og hagsmunaaðila. Þá getur sveitarfélagið stutt við nýsköpun, menntun og fræðslu, matvælaframleiðslu á svæðinu og stuðlað að minni bílanotkun. Það á að draga úr úrgangi, leggja árherslu á plastlausan lífsstíl og sporna gegn matar- og fatasóun. Ný sveitarstjórn þarf að stuðla að nýtingu lífræns úrgangs til uppgræðslu, að aukinni endurheimt vistkerfa, líffræðilegum fjölbreytileika og verndun náttúru. Sveitarfélagið getur og á að bjóða flóttamenn velkomna og stuðlað að auknum jöfnuði og velferð allra íbúa. Nálægðin milli manna í svona litlu samfélagi úti á landi sem og landfræðileg stærð og fjölbreytileiki hins nýja sveitarfélags getur unnið með okkur, bæði við að ná upp stemningu og samheldni í samfélaginu og varðandi möguleika til aðgerða. Í huga og stefnu okkar í framboði VG er engin spurning um að við viljum svara kalli Sameinuðu þjóðanna og vinna markvisst eftir heimsmarkmiðunum okkur öllum til heilla. Verum öll heimsborgarar. Höfundur er náttúrufræðingur og sérfræðingur í menntun til sjálfbærni og skipar 12. sæti á framboðslista VG í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun