Titillinn stoppar stutt í Liverpool samkvæmt spá ofurtölvunnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2020 09:00 Það er eins gott að biðja til æðri máttarvalda því ofurtölvan hefur talað. Liverpool Brassarnir Fabinho, Roberto Firmino og Alisson Becker fagna með Englandsbikarinn í sumar. EPA-EFE/Laurence Griffiths Enska úrvalsdeildin í knattspyrnu hefst á laugardaginn með leik Fulham og Arsenal á Craven Cottage. Að venju hefur ofurtölvan spáð fyrir um öll úrslit tímabilsins og um leið reiknað út líklegustu lokastöðuna í vor. Liverpool liðið vann ensku úrvalsdeildina með átján stigum á síðasta tímabili en það forskot á hin liðin í deildinni er ekki nóg í spálíkaninu fyrir 2020-21 tímabilið. Manchester City hefur bætt við sig leikmönnum eins Nathan Ake og Ferran Torres en á sama tíma hefur verið mjög lítið að frétta í leikmannamálum Liverpool liðsins. Jürgen Klopp hefur ekki enn náð að kaupa leikmann sem er líklegur til að breyta einhverju fyrir liðið í vetur. Liðið tapaði á móti Arsenal í leiknum um Samfélagsskjöldinn og margir eru á því að ensku meistararnir þurfi liðstyrk þrátt fyrir gengið frábæra á 2019-20 tímabilinu. 4th - Manchester United 6th - Tottenham 13th - Leeds United 19th - West Ham The super computer is officially back! This time, it's predicted the final 2020/21 Premier League table... https://t.co/Wu5eet7yAT— SPORTbible (@sportbible) September 10, 2020 Ofurtölvan er sammála þeirri gagnrýni um að Liverpool þurfi að gera meira til þess að halda enska meistaratitlinum hjá sér á Anfield annað árið í röð. Liverpool er þó spáð öðru sætinu á undan Chelsea. Chelsea hefur unnið yfirburðasigur á leikmannamarkaðnum í sumar enda búið að bæta við sig mörgum spennandi leikmönnum. Leikmenn eins og þeir Hakim Ziyech, Timo Werner, Ben Chilwell, Malang Sarr, Thiago Silva og Kai Havertz spila fyrir Frank Lampard á komandi tímabili. Manchester United er síðan síðasta liðið til að ná Meistaradeildarsæti og Arsenal tekur síðan fimmta sætið á undan nágrönnum sínum í Tottenham. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hafa bætt við miklu inn á miðjuna hjá sér en það dugar þó bara í níunda sætið. Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley munu rétt sleppa við fall. Liðin sem er spáð falli eru Fulham, West Ham og West Brom. Nýliðar Leeds United komst ekki upp í efri hlutann en er spáð þrettánda sætinu á langþráðu tímabili sínu meðal þeirra bestu. Lokastaðan samkvæmt útreikningum ofurtölvunnar: 1. Manchester City (Meistaradeildarsæti) 2. Liverpool (Meistaradeildarsæti) 3. Chelsea (Meistaradeildarsæti) 4. Manchester United (Meistaradeildarsæti) 5. Arsenal (Evrópudeildarsæti) 6. Tottenham 7. Wolves 8. Leicester City 9. Everton 10. Southampton 11. Sheffield United 12. Newcastle 13. Leeds 14. Brighton 15. Crystal Palace 16. Aston Villa 17. Burnley 18. West Brom (Fall úr deildinni) 19. West Ham (Fall úr deildinni) 20. Fulham (Fall úr deildinni) Enski boltinn Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira
Enska úrvalsdeildin í knattspyrnu hefst á laugardaginn með leik Fulham og Arsenal á Craven Cottage. Að venju hefur ofurtölvan spáð fyrir um öll úrslit tímabilsins og um leið reiknað út líklegustu lokastöðuna í vor. Liverpool liðið vann ensku úrvalsdeildina með átján stigum á síðasta tímabili en það forskot á hin liðin í deildinni er ekki nóg í spálíkaninu fyrir 2020-21 tímabilið. Manchester City hefur bætt við sig leikmönnum eins Nathan Ake og Ferran Torres en á sama tíma hefur verið mjög lítið að frétta í leikmannamálum Liverpool liðsins. Jürgen Klopp hefur ekki enn náð að kaupa leikmann sem er líklegur til að breyta einhverju fyrir liðið í vetur. Liðið tapaði á móti Arsenal í leiknum um Samfélagsskjöldinn og margir eru á því að ensku meistararnir þurfi liðstyrk þrátt fyrir gengið frábæra á 2019-20 tímabilinu. 4th - Manchester United 6th - Tottenham 13th - Leeds United 19th - West Ham The super computer is officially back! This time, it's predicted the final 2020/21 Premier League table... https://t.co/Wu5eet7yAT— SPORTbible (@sportbible) September 10, 2020 Ofurtölvan er sammála þeirri gagnrýni um að Liverpool þurfi að gera meira til þess að halda enska meistaratitlinum hjá sér á Anfield annað árið í röð. Liverpool er þó spáð öðru sætinu á undan Chelsea. Chelsea hefur unnið yfirburðasigur á leikmannamarkaðnum í sumar enda búið að bæta við sig mörgum spennandi leikmönnum. Leikmenn eins og þeir Hakim Ziyech, Timo Werner, Ben Chilwell, Malang Sarr, Thiago Silva og Kai Havertz spila fyrir Frank Lampard á komandi tímabili. Manchester United er síðan síðasta liðið til að ná Meistaradeildarsæti og Arsenal tekur síðan fimmta sætið á undan nágrönnum sínum í Tottenham. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hafa bætt við miklu inn á miðjuna hjá sér en það dugar þó bara í níunda sætið. Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley munu rétt sleppa við fall. Liðin sem er spáð falli eru Fulham, West Ham og West Brom. Nýliðar Leeds United komst ekki upp í efri hlutann en er spáð þrettánda sætinu á langþráðu tímabili sínu meðal þeirra bestu. Lokastaðan samkvæmt útreikningum ofurtölvunnar: 1. Manchester City (Meistaradeildarsæti) 2. Liverpool (Meistaradeildarsæti) 3. Chelsea (Meistaradeildarsæti) 4. Manchester United (Meistaradeildarsæti) 5. Arsenal (Evrópudeildarsæti) 6. Tottenham 7. Wolves 8. Leicester City 9. Everton 10. Southampton 11. Sheffield United 12. Newcastle 13. Leeds 14. Brighton 15. Crystal Palace 16. Aston Villa 17. Burnley 18. West Brom (Fall úr deildinni) 19. West Ham (Fall úr deildinni) 20. Fulham (Fall úr deildinni)
Lokastaðan samkvæmt útreikningum ofurtölvunnar: 1. Manchester City (Meistaradeildarsæti) 2. Liverpool (Meistaradeildarsæti) 3. Chelsea (Meistaradeildarsæti) 4. Manchester United (Meistaradeildarsæti) 5. Arsenal (Evrópudeildarsæti) 6. Tottenham 7. Wolves 8. Leicester City 9. Everton 10. Southampton 11. Sheffield United 12. Newcastle 13. Leeds 14. Brighton 15. Crystal Palace 16. Aston Villa 17. Burnley 18. West Brom (Fall úr deildinni) 19. West Ham (Fall úr deildinni) 20. Fulham (Fall úr deildinni)
Enski boltinn Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira