Sjúkraliðar horfa til framtíðar Sandra B. Franks skrifar 10. september 2020 07:30 Sögulegt starfsár í lífi sjúkraliða verður gert upp á fulltrúaþingi Sjúkraliðafélagsins í dag, en vegna Covid-19 verður því í fyrsta sinn streymt sem fjarþingi. Á árinu náðust þrennir sögulegir áfangar sem allir marka tímamót fyrir stéttina. Fyrst nefni ég styttingu vinnuvikunnar þar sem sjúkraliðar voru í fararbroddi. Í öðru lagi höfum við tryggt að háskólanám fyrir sjúkraliða hefjist haustið 2021. Þriðju tímamótin felast í nýjum fagráðum með aðild sjúkraliða. Þeir munu þá í fyrsta sinn hafa áhrif á mótun opinberrar hjúkrunarstefnu jafnfætis öðrum lykilstéttum. Forgangsréttinn verður að verja Á fulltrúaþinginu verður fjallað sérstaklega um þrenns konar nýjar áherslur til framtíðar. Hið fyrsta er forgangsréttur sjúkraliða til ákveðinna starfa. Opinberar reglur segja skýrt að stjórnendum heilbrigðisstofnana sé óheimilt að ráða aðra en sjúkraliða til sérhæfðra umönnunar- og hjúkrunarstarfa nema áður hafi verið auglýst eftir sjúkraliðum. Á þessu er því miður misbrestur. Félaginu berast æ fleiri ábendingar um að stjórnendur ráði fólk í störf sjúkraliða sem ekki hefur til þess viðeigandi menntun né reynslu. Verndun forgangsréttarins snýst ekki aðeins um hagsmuni sjúkraliða. Hann er líka trygging fyrir gæðum þjónustunnar gagnvart þeim sem þiggja hana. Af hálfu hins opinbera tryggir forgangsrétturinn að hjúkrunarþjónustan sem sjúklingar njóta sé einungis veitt af fólki með reynslu og menntun. Hann er því grundvallarþáttur í öflugu heilbrigðiskerfi. Við munum í framtíðinni verja forgangsréttinn með kjafti og klóm. Stjórnendum mun ekki líðast að ráða ófaglært fólk í störf stéttarinnar án þess að reynt sé til þrautar að fá menntaða sjúkraliða til starfa. Kallað eftir mönnunarstefnu Í næstu framtíð mun Sjúkraliðafélagið kalla eftir því að ríkið marki skýra stefnu um mönnun heilbrigðiskerfisins. Þar ríkir algert stefnuleysi. Engin lágmarksviðmið eru af hálfu hins opinbera. Eini vísirinn að þeim eru viðmiðunarreglur frá Embætti landlæknis sem ekki eru bindandi. Þetta var gagnrýnt í úttekt Ríkisendurskoðunar fyrir nokkrum misserum. Sjálf vil ég gagnrýna harkalega hversu ósýnilegir sjúkraliðar eru í umfjöllun stjórnvalda um mönnun kerfisins. Viðmiðunarreglur landlæknis fela til dæmis ekki í sér neinar leiðbeiningar um hlutfall sjúkraliða. Þó kemur fram í úttekt frá embættinu að til dæmis á hjúkrunarheimilum eru tengslin milli skorts á fagfólki og lélegra gæða alveg skýr. Það er líka gagnrýnivert að enga íslenska rannsókn er að finna þar sem sjónum er beinlínis beint að fylgni á milli gæða þjónustu og hlutfalls sjúkraliða. Opinbera kerfið, þ.á.m. Embætti landlæknis og Ríkisendurskoðun, þarf að gera sér grein fyrir lykilhlutverki sjúkraliða. Ofangreindar stofnanir verða til dæmis að skoða hvað það kostar samfélagið í lífsgæðum og fjármunum ef stofnanir eru undirmannaðar af sjúkraliðum. Á því á ný mönnunarstefna meðal annars að byggja. Aukin menntun krefst nýrra starfsleiða Einbeittur vilji til að bæta færni sína einkennir sjúkraliða sem stétt. Á hverju ári sækja hátt á sjöunda hundrað sjúkraliðar sérhæfð námskeið á vegum símenntunarstöðvarinnar Framvegis. Í nýlegri könnun kom fram að á sjötta hundrað - eða fjórðungur stéttarinnar - hefur áhuga á að skrá sig í nýja námsbraut fyrir sjúkraliða á háskólastigi. Sagan sýnir hins vegar að aukin menntun sjúkraliða hefur ekki verið metin að verðleikum. Því er brýnt að breyta. Í sjúkraliðum býr nefnilega vannýtt auðlind sem kerfið er ekki að notfæra sér í dag. Eitt af svörunum við mönnunarvanda kerfisins er að nýta atgervi sjúkraliða betur. Sjúkraliðar geta tekið að sér mun meiri ábyrgð, og stjórnun á tilteknum verkefnum, en þeim býðst í dag. Sjúkraliðafélagið mun því ganga fast eftir því að stjórnendur í heilbrigðiskerfinu svari hækkandi menntastigi sjúkraliða með nýjum starfsleiðum, nýjum tækifærum til aukins starfsframa og umbun í samræmi við aukna menntun. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Sögulegt starfsár í lífi sjúkraliða verður gert upp á fulltrúaþingi Sjúkraliðafélagsins í dag, en vegna Covid-19 verður því í fyrsta sinn streymt sem fjarþingi. Á árinu náðust þrennir sögulegir áfangar sem allir marka tímamót fyrir stéttina. Fyrst nefni ég styttingu vinnuvikunnar þar sem sjúkraliðar voru í fararbroddi. Í öðru lagi höfum við tryggt að háskólanám fyrir sjúkraliða hefjist haustið 2021. Þriðju tímamótin felast í nýjum fagráðum með aðild sjúkraliða. Þeir munu þá í fyrsta sinn hafa áhrif á mótun opinberrar hjúkrunarstefnu jafnfætis öðrum lykilstéttum. Forgangsréttinn verður að verja Á fulltrúaþinginu verður fjallað sérstaklega um þrenns konar nýjar áherslur til framtíðar. Hið fyrsta er forgangsréttur sjúkraliða til ákveðinna starfa. Opinberar reglur segja skýrt að stjórnendum heilbrigðisstofnana sé óheimilt að ráða aðra en sjúkraliða til sérhæfðra umönnunar- og hjúkrunarstarfa nema áður hafi verið auglýst eftir sjúkraliðum. Á þessu er því miður misbrestur. Félaginu berast æ fleiri ábendingar um að stjórnendur ráði fólk í störf sjúkraliða sem ekki hefur til þess viðeigandi menntun né reynslu. Verndun forgangsréttarins snýst ekki aðeins um hagsmuni sjúkraliða. Hann er líka trygging fyrir gæðum þjónustunnar gagnvart þeim sem þiggja hana. Af hálfu hins opinbera tryggir forgangsrétturinn að hjúkrunarþjónustan sem sjúklingar njóta sé einungis veitt af fólki með reynslu og menntun. Hann er því grundvallarþáttur í öflugu heilbrigðiskerfi. Við munum í framtíðinni verja forgangsréttinn með kjafti og klóm. Stjórnendum mun ekki líðast að ráða ófaglært fólk í störf stéttarinnar án þess að reynt sé til þrautar að fá menntaða sjúkraliða til starfa. Kallað eftir mönnunarstefnu Í næstu framtíð mun Sjúkraliðafélagið kalla eftir því að ríkið marki skýra stefnu um mönnun heilbrigðiskerfisins. Þar ríkir algert stefnuleysi. Engin lágmarksviðmið eru af hálfu hins opinbera. Eini vísirinn að þeim eru viðmiðunarreglur frá Embætti landlæknis sem ekki eru bindandi. Þetta var gagnrýnt í úttekt Ríkisendurskoðunar fyrir nokkrum misserum. Sjálf vil ég gagnrýna harkalega hversu ósýnilegir sjúkraliðar eru í umfjöllun stjórnvalda um mönnun kerfisins. Viðmiðunarreglur landlæknis fela til dæmis ekki í sér neinar leiðbeiningar um hlutfall sjúkraliða. Þó kemur fram í úttekt frá embættinu að til dæmis á hjúkrunarheimilum eru tengslin milli skorts á fagfólki og lélegra gæða alveg skýr. Það er líka gagnrýnivert að enga íslenska rannsókn er að finna þar sem sjónum er beinlínis beint að fylgni á milli gæða þjónustu og hlutfalls sjúkraliða. Opinbera kerfið, þ.á.m. Embætti landlæknis og Ríkisendurskoðun, þarf að gera sér grein fyrir lykilhlutverki sjúkraliða. Ofangreindar stofnanir verða til dæmis að skoða hvað það kostar samfélagið í lífsgæðum og fjármunum ef stofnanir eru undirmannaðar af sjúkraliðum. Á því á ný mönnunarstefna meðal annars að byggja. Aukin menntun krefst nýrra starfsleiða Einbeittur vilji til að bæta færni sína einkennir sjúkraliða sem stétt. Á hverju ári sækja hátt á sjöunda hundrað sjúkraliðar sérhæfð námskeið á vegum símenntunarstöðvarinnar Framvegis. Í nýlegri könnun kom fram að á sjötta hundrað - eða fjórðungur stéttarinnar - hefur áhuga á að skrá sig í nýja námsbraut fyrir sjúkraliða á háskólastigi. Sagan sýnir hins vegar að aukin menntun sjúkraliða hefur ekki verið metin að verðleikum. Því er brýnt að breyta. Í sjúkraliðum býr nefnilega vannýtt auðlind sem kerfið er ekki að notfæra sér í dag. Eitt af svörunum við mönnunarvanda kerfisins er að nýta atgervi sjúkraliða betur. Sjúkraliðar geta tekið að sér mun meiri ábyrgð, og stjórnun á tilteknum verkefnum, en þeim býðst í dag. Sjúkraliðafélagið mun því ganga fast eftir því að stjórnendur í heilbrigðiskerfinu svari hækkandi menntastigi sjúkraliða með nýjum starfsleiðum, nýjum tækifærum til aukins starfsframa og umbun í samræmi við aukna menntun. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar