„Og já, við munum ræða það“ Atli Ísleifsson skrifar 9. september 2020 10:38 Spjallþættir Ellen DeGeneres hafa notið fádæma vinsælda síðustu árin. Getty Bandaríski spjallþáttastjórnandinn Ellen DeGeneres segist vera reiðubúin að ræða málin þegar þættir hennar snúa aftur síðar í þessum mánuði. Mikið hefur verið fjallað síðustu mánuði um að starfsumhverfi við framleiðslu þáttanna hafi verið eitrað. „Ég get ekki beðið eftir að snúa aftur til starfa og aftur í sjónvarpsverið. Og já, við munum ræða það,“ sagði DeGeneres í yfirlýsingu. Átjánda þáttaröð spjallþáttanna hefst þann 21. september næstkomandi. Greint var frá því í síðasta mánuði að þrír háttsettir framleiðendur þáttarins hafi verið reknir í kjölfar ásakana um ósæmilega hegðun, kynþáttafordóma og kynferðislega áreitni. Ellen greindi sjálf frá breytingunum á fjarfundi starfsmanna auk þess að innri rannsókn á ásökunum um eitrað starfsumhverfi væri hafin. Sagðist hún harma því hvernig mál hafi þróast. Leikkonan og rithöfundurinn Tiffany Haddish verður gestur í fyrsta þætti Ellen eftir sumarfrí. Þátturinn verður tekinn upp án áhorfenda, líkt og tíðkast nú til dags á tímum faraldurs kórónuveirunnar. Í þáttunum fyrstu vikuna verða Kerry Washington, Alec Baldwin og Chrissy Teigen í hópi gesta, en síðar í mánuðinum mæta svo meðal annars Chris Rock, Amy Schumer, Adam Sandler og Orlando Bloom. Í yfirlýsingu segir ennfremur að Stephen „tWitch” Boss, sem hefur verið tíður gestur sem plötusnúður þáttanna, verði einnig í hópi gesta þáttanna í haust. Bandaríkin Ellen Hollywood Tengdar fréttir Ellen biður starfsfólk afsökunar Spjallþáttastjórnandinn Ellen DeGeneres hefur beðið starfsfólk sitt afsökunar á þeirri menningu sem hefur viðgengist á vinnustað þáttanna 31. júlí 2020 21:11 Rannsaka starfsumhverfið í kringum Ellen DeGeneres Framleiðslufyrirtækið Warner Media hefur ákveðið að hefja rannsókn á starfsumhverfi starfsfólksins í tengslum við spjallþátt Ellen DeGeneres. 28. júlí 2020 14:30 Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
Bandaríski spjallþáttastjórnandinn Ellen DeGeneres segist vera reiðubúin að ræða málin þegar þættir hennar snúa aftur síðar í þessum mánuði. Mikið hefur verið fjallað síðustu mánuði um að starfsumhverfi við framleiðslu þáttanna hafi verið eitrað. „Ég get ekki beðið eftir að snúa aftur til starfa og aftur í sjónvarpsverið. Og já, við munum ræða það,“ sagði DeGeneres í yfirlýsingu. Átjánda þáttaröð spjallþáttanna hefst þann 21. september næstkomandi. Greint var frá því í síðasta mánuði að þrír háttsettir framleiðendur þáttarins hafi verið reknir í kjölfar ásakana um ósæmilega hegðun, kynþáttafordóma og kynferðislega áreitni. Ellen greindi sjálf frá breytingunum á fjarfundi starfsmanna auk þess að innri rannsókn á ásökunum um eitrað starfsumhverfi væri hafin. Sagðist hún harma því hvernig mál hafi þróast. Leikkonan og rithöfundurinn Tiffany Haddish verður gestur í fyrsta þætti Ellen eftir sumarfrí. Þátturinn verður tekinn upp án áhorfenda, líkt og tíðkast nú til dags á tímum faraldurs kórónuveirunnar. Í þáttunum fyrstu vikuna verða Kerry Washington, Alec Baldwin og Chrissy Teigen í hópi gesta, en síðar í mánuðinum mæta svo meðal annars Chris Rock, Amy Schumer, Adam Sandler og Orlando Bloom. Í yfirlýsingu segir ennfremur að Stephen „tWitch” Boss, sem hefur verið tíður gestur sem plötusnúður þáttanna, verði einnig í hópi gesta þáttanna í haust.
Bandaríkin Ellen Hollywood Tengdar fréttir Ellen biður starfsfólk afsökunar Spjallþáttastjórnandinn Ellen DeGeneres hefur beðið starfsfólk sitt afsökunar á þeirri menningu sem hefur viðgengist á vinnustað þáttanna 31. júlí 2020 21:11 Rannsaka starfsumhverfið í kringum Ellen DeGeneres Framleiðslufyrirtækið Warner Media hefur ákveðið að hefja rannsókn á starfsumhverfi starfsfólksins í tengslum við spjallþátt Ellen DeGeneres. 28. júlí 2020 14:30 Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
Ellen biður starfsfólk afsökunar Spjallþáttastjórnandinn Ellen DeGeneres hefur beðið starfsfólk sitt afsökunar á þeirri menningu sem hefur viðgengist á vinnustað þáttanna 31. júlí 2020 21:11
Rannsaka starfsumhverfið í kringum Ellen DeGeneres Framleiðslufyrirtækið Warner Media hefur ákveðið að hefja rannsókn á starfsumhverfi starfsfólksins í tengslum við spjallþátt Ellen DeGeneres. 28. júlí 2020 14:30