Vegabréfinu hent í ruslið og sonurinn varð eftir í London Magnús Jochum Pálsson skrifar 17. desember 2025 07:02 Petra, Frosti og Ari eru komin til Melbourne í Ástralíu þar sem sumarið er að hefjast. Ferðalagið byrjaði dálítið brösuglega en endaði vel. Íslensk kona á leið til Ástralíu með syni sína tvo lenti í einni stærstu martröð ferðalangsins þegar vegabréf eldri sonarins endaði í ruslinu á flugvelli í Lundúnum. Þau rótuðu í tunnunni en þá var vegabréfið horfið. Leiðir skildu, móðirin og yngri sonurinn flugu áfram en sá eldri varð eftir með síma, hleðslutæki og einbeittan vilja til að endurheimta vegabréfið. Petra Fanney Bragadóttir og synir hennar tveir, Ari Fannar Petruson og Frosti Jay Freeman, héldu af stað í ferðalag til Ástralíu 1. desember síðastliðinn. Á leiðinni þurftu þau að millilenda þrisvar, fyrst í London, svo Dúbai og loks í Brúnei, en eftir fyrstu millilendingu kom dálítið óvænt upp á. Blaðamaður heyrði í Petru til að heyra allt af létt um það hvað skeði í London og hvernig vegabréfslausum og allslausum eldri syninum tókst að koma sér alla leið á leiðarenda. Flúðu íslenska veturinn fyrir ástralska sumarið „Við áttum einu sinni heima í Ástralíu þannig við eigum vini hérna sem við erum að heimsækja. Svo notar yngri strákurinn hjólastól þannig við erum líka aðeins að losna við veturinn,“ segir Petra um fríið í Ástralíu. Mæðginin verða tíu vikur í Ástralíu, frá desemberbyrjun og fram í febrúar, en þannig tekst þeim að losna við stærstan hluta hráslagalegs íslensks veturs og fá í staðinn milda ástralska sumarbyrjun. Petra og Frosti voru kampakát þegar þau lentu í Melbourne. „Þetta voru góðir fyrstu þrír tímarnir hjá Icelandair. Það gekk upp,“ segir Petra um upphaf ferðalagsins þegar þau flugu frá Keflavík til Lundúna. Þar tók við sex klukkutíma bið eftir næsta flugi til Dúbaí. „Við þurftum að bíða í smá tíma og taskan hjá eldri stráknum mínum, sem er 27 ára, var aðeins rifin þannig við ákváðum að kaupa litla ferðatösku til að vera með,“ segir Petra. „Vegabréfið mitt var þar“ Þau tæmdu því úr tösku Ara, færður nauðsynjar yfir í nýju ferðatöskuna. Ýmiss óþarfi endaði í svörtum poka frá fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli og henti Petra honum svo í ruslið. Síðan komu þau sér fyrir í biðsal við hliðið. „Við sitjum þar þegar strákurinn minn eldri spyr: „Hvert settirðu svarta pokann?“ Ég svaraði: „Ég henti honum í ruslið.“ Hann segir ekki neitt en svo rétt áður en við förum í vélina spyr hann mig aftur og ég sagði: „Ég henti honum í ruslið“.“ Steinsofnaður eftir hasarinn í London. „Vegabréfið mitt var þar,“ sagði Ari þá. „Ertu að grínast?“ spurði Petra soninn á móti. En hann var ekki að grínast. Þannig þau drifu sig í snarhasti fram í ganginn þar sem þau höfðu hent svarta pokanum nokkrum tímum fyrr. Þegar fram á gang var komið reyndist ruslatunnan tóm og þar af leiðandi ekkert vegabréf að sjá. „Við tókum allt upp úr öllu sem við vorum með, sem voru fjórar töskur, en þurftum svo að hlaupa í flugið og vorum eiginlega bara síðust, sem er ekkert rosavel séð þegar maður er með hjólastól,“ segir Petra. Við hliðið reyndi Petra að útskýra fyrir starfsfólkinu hvað hefði skeð og sýndi þeim mynd af vegabréfi Ara í von um miskunn. „Það náttúrulega var ekki séns að þeir ætluðu að hleypa okkur inn. Þannig á endanum var mér og Frosta hent út í vél. Ég kem með hann grátandi inn í vélina og Ari varð eftir með einn síma og eina hleðslusnúru. Við tókum allt dótið hans því það var ekki tími til að spá í þetta,“ segir hún. Bjargað úr ruslaþjöppunarvél Á meðan flugvélin gerði sig reiðubúna til að fljúga til Dúbaí með Frosta og Petru hélt Ari aftur á vettvang þar sem svarta pokanum hafði verið hent fjórum tímum fyrr. „Hann finnur einhverja konu sem er að þrífa baðherbergið, segist mögulega hafa hent vegabréfinu sínu og spyr hvort hann geti talað við einhvern yfirmann. Hún kallar í yfirmanninn í talstöð, hann kemur og nær í Ara,“ segir Petra. Ari Fannar með bréfpokann góða. Yfirmaðurinn fór með Ara að ruslageymslu á flugvellinum þar sem búið var að safna rusli dagsins í sérstaka ruslaþjöppu. Ari beið þar frammi á gangi meðan maðurinn sökkti sér ofan í ruslið. „Eftir svona korter kemur hann með töskuna hans og pokann fram. Og vegabréfið er þar ofan í. En þá var flugvélin okkar búin að bakka út, þannig við fóru ein,“ segir Petra. Ari dó þó ekki ráðalaus, fór beint í afgreiðsluna og keypti sér næsta flug til Melbourne. Síðan keypti hann sér tvær nauðsynjavörur. „Hann fór í gjafavöruverslun á flugvellinum, keypti sér bol og nærbuxur og ferðaðist yfir hnöttinn með einn hvítan bréfpoka,“ segir Petra. Petra og Frosti lentu fimm um morguninn á föstudegi og sautján tímum síðar, klukkan tíu um kvöld, lenti Ari. „Ég hélt reyndar að honum yrði ekki hleypt inn í Ástralíu, því þeir eru mjög strangir,“ segir Petra. „Við eigum bréfpokann ennþá, hann verður settur í ramma.“ Á aldrei eftir að týna vegabréfinu aftur Eftir þessa dálítið brösóttu byrjun á fríinu hefur allt gengið eins og í sögu hjá mæðginunum. „Þetta er búið að vera draumur. Samt versti desember í sögu Ástralíu, en allt í lagi. Það er samt betra en á Íslandi,“ segir Petra. Frosti sáttur með Mac-arann. Þau verða áfram í Melbourne næstu vikurnar og síðan í janúar ætlu þau að kíkja aðeins yfir til Nýja-Sjálands þar sem þau ætla að ferðast um. „Svo erum við bara að vona að appelsínugulu og rauðu viðvaranirnar séu búnar í febrúar, allavegana einhver slatti af þeim,“ segir hún. Allt er því gott sem endar vel. Sömuleiðis er örugglega einhver góð lexía falin í þessari fyndnu ferðasögu. „Ekki að ég ætli að henda syni mínum eldri undir rútuna, en þegar við bókuðum okkur inn spurði ég: „Á ég ekki að vera með öll vegabréfin?“ „Nei, nei,“ sagði hann. Þannig þá henti ég því bara til að kenna honum lexíu,“ segir Petra og hlær. „Ég held allavega að hann eigi aldrei eftir að týna vegabréfinu sínu aftur. Núna verður hann svona eins og ég, að athuga á fimm mínútna fresti hvort vegabréfið sé á sínum stað.“ Íslendingar erlendis Ástralía Ferðalög Bretland Sameinuðu arabísku furstadæmin Brúnei Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Fleiri fréttir Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Sjá meira
Petra Fanney Bragadóttir og synir hennar tveir, Ari Fannar Petruson og Frosti Jay Freeman, héldu af stað í ferðalag til Ástralíu 1. desember síðastliðinn. Á leiðinni þurftu þau að millilenda þrisvar, fyrst í London, svo Dúbai og loks í Brúnei, en eftir fyrstu millilendingu kom dálítið óvænt upp á. Blaðamaður heyrði í Petru til að heyra allt af létt um það hvað skeði í London og hvernig vegabréfslausum og allslausum eldri syninum tókst að koma sér alla leið á leiðarenda. Flúðu íslenska veturinn fyrir ástralska sumarið „Við áttum einu sinni heima í Ástralíu þannig við eigum vini hérna sem við erum að heimsækja. Svo notar yngri strákurinn hjólastól þannig við erum líka aðeins að losna við veturinn,“ segir Petra um fríið í Ástralíu. Mæðginin verða tíu vikur í Ástralíu, frá desemberbyrjun og fram í febrúar, en þannig tekst þeim að losna við stærstan hluta hráslagalegs íslensks veturs og fá í staðinn milda ástralska sumarbyrjun. Petra og Frosti voru kampakát þegar þau lentu í Melbourne. „Þetta voru góðir fyrstu þrír tímarnir hjá Icelandair. Það gekk upp,“ segir Petra um upphaf ferðalagsins þegar þau flugu frá Keflavík til Lundúna. Þar tók við sex klukkutíma bið eftir næsta flugi til Dúbaí. „Við þurftum að bíða í smá tíma og taskan hjá eldri stráknum mínum, sem er 27 ára, var aðeins rifin þannig við ákváðum að kaupa litla ferðatösku til að vera með,“ segir Petra. „Vegabréfið mitt var þar“ Þau tæmdu því úr tösku Ara, færður nauðsynjar yfir í nýju ferðatöskuna. Ýmiss óþarfi endaði í svörtum poka frá fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli og henti Petra honum svo í ruslið. Síðan komu þau sér fyrir í biðsal við hliðið. „Við sitjum þar þegar strákurinn minn eldri spyr: „Hvert settirðu svarta pokann?“ Ég svaraði: „Ég henti honum í ruslið.“ Hann segir ekki neitt en svo rétt áður en við förum í vélina spyr hann mig aftur og ég sagði: „Ég henti honum í ruslið“.“ Steinsofnaður eftir hasarinn í London. „Vegabréfið mitt var þar,“ sagði Ari þá. „Ertu að grínast?“ spurði Petra soninn á móti. En hann var ekki að grínast. Þannig þau drifu sig í snarhasti fram í ganginn þar sem þau höfðu hent svarta pokanum nokkrum tímum fyrr. Þegar fram á gang var komið reyndist ruslatunnan tóm og þar af leiðandi ekkert vegabréf að sjá. „Við tókum allt upp úr öllu sem við vorum með, sem voru fjórar töskur, en þurftum svo að hlaupa í flugið og vorum eiginlega bara síðust, sem er ekkert rosavel séð þegar maður er með hjólastól,“ segir Petra. Við hliðið reyndi Petra að útskýra fyrir starfsfólkinu hvað hefði skeð og sýndi þeim mynd af vegabréfi Ara í von um miskunn. „Það náttúrulega var ekki séns að þeir ætluðu að hleypa okkur inn. Þannig á endanum var mér og Frosta hent út í vél. Ég kem með hann grátandi inn í vélina og Ari varð eftir með einn síma og eina hleðslusnúru. Við tókum allt dótið hans því það var ekki tími til að spá í þetta,“ segir hún. Bjargað úr ruslaþjöppunarvél Á meðan flugvélin gerði sig reiðubúna til að fljúga til Dúbaí með Frosta og Petru hélt Ari aftur á vettvang þar sem svarta pokanum hafði verið hent fjórum tímum fyrr. „Hann finnur einhverja konu sem er að þrífa baðherbergið, segist mögulega hafa hent vegabréfinu sínu og spyr hvort hann geti talað við einhvern yfirmann. Hún kallar í yfirmanninn í talstöð, hann kemur og nær í Ara,“ segir Petra. Ari Fannar með bréfpokann góða. Yfirmaðurinn fór með Ara að ruslageymslu á flugvellinum þar sem búið var að safna rusli dagsins í sérstaka ruslaþjöppu. Ari beið þar frammi á gangi meðan maðurinn sökkti sér ofan í ruslið. „Eftir svona korter kemur hann með töskuna hans og pokann fram. Og vegabréfið er þar ofan í. En þá var flugvélin okkar búin að bakka út, þannig við fóru ein,“ segir Petra. Ari dó þó ekki ráðalaus, fór beint í afgreiðsluna og keypti sér næsta flug til Melbourne. Síðan keypti hann sér tvær nauðsynjavörur. „Hann fór í gjafavöruverslun á flugvellinum, keypti sér bol og nærbuxur og ferðaðist yfir hnöttinn með einn hvítan bréfpoka,“ segir Petra. Petra og Frosti lentu fimm um morguninn á föstudegi og sautján tímum síðar, klukkan tíu um kvöld, lenti Ari. „Ég hélt reyndar að honum yrði ekki hleypt inn í Ástralíu, því þeir eru mjög strangir,“ segir Petra. „Við eigum bréfpokann ennþá, hann verður settur í ramma.“ Á aldrei eftir að týna vegabréfinu aftur Eftir þessa dálítið brösóttu byrjun á fríinu hefur allt gengið eins og í sögu hjá mæðginunum. „Þetta er búið að vera draumur. Samt versti desember í sögu Ástralíu, en allt í lagi. Það er samt betra en á Íslandi,“ segir Petra. Frosti sáttur með Mac-arann. Þau verða áfram í Melbourne næstu vikurnar og síðan í janúar ætlu þau að kíkja aðeins yfir til Nýja-Sjálands þar sem þau ætla að ferðast um. „Svo erum við bara að vona að appelsínugulu og rauðu viðvaranirnar séu búnar í febrúar, allavegana einhver slatti af þeim,“ segir hún. Allt er því gott sem endar vel. Sömuleiðis er örugglega einhver góð lexía falin í þessari fyndnu ferðasögu. „Ekki að ég ætli að henda syni mínum eldri undir rútuna, en þegar við bókuðum okkur inn spurði ég: „Á ég ekki að vera með öll vegabréfin?“ „Nei, nei,“ sagði hann. Þannig þá henti ég því bara til að kenna honum lexíu,“ segir Petra og hlær. „Ég held allavega að hann eigi aldrei eftir að týna vegabréfinu sínu aftur. Núna verður hann svona eins og ég, að athuga á fimm mínútna fresti hvort vegabréfið sé á sínum stað.“
Íslendingar erlendis Ástralía Ferðalög Bretland Sameinuðu arabísku furstadæmin Brúnei Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Fleiri fréttir Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Sjá meira