Kári segir enska liðið ofmetið: „Belgía er annað dýr að eiga við“ Sindri Sverrisson skrifar 8. september 2020 18:11 Kári Árnason biðlar til dómarans eftir að víti var dæmt á Ísland sem reyndist ráða úrslitum í leiknum við England. vísir/hulda margrét „Þeir eru klárlega betri en Englendingarnir. Það er hundrað prósent,“ segir Kári Árnason um belgíska landsliðið sem Ísland mætir nú í kvöld. Þetta segir Kári í viðtali sem birtist í upphitunarþætti á Stöð 2 Sport fyrir leikinn sem hefst þar í beinni útsendingu kl. 18.45. Erik Hamrén ákvað að taka Kára ekki með til Belgíu en hann átti frábæran leik í 1-0 tapinu gegn Englandi á laugardag. Búast má við enn erfiðari leik í kvöld: „Mér hefur alltaf þótt enska landsliðið frekar ofmetið. Þeir eru með nokkra leikmenn á heimsmælikvarða, en Belgarnir eru nánast með menn á heimsmælikvarða í hverri stöðu. Englendingarnir eru góðir, þetta er frábært lið og allt það, en þeir eru svolítið talaðir upp á sama standard og Þýskaland, Frakkland, Spánn og Belgía, en eru ekki alveg þar. Þeir eru skrefi neðar. Belgía er annað dýr að eiga við,“ segir Kári. „Þeir eru með miðju sem er með svo gríðarleg gæði í að finna sendingar inn fyrir varnir,“ bætir hann við en innslagið má sjá hér að neðan. Leikirnir við Belgíu og England í Þjóðadeildinni eru jafnframt mikilvægur undirbúningur fyrir EM-umspilsleikinn við Rúmeníu 8. október. Ísland er án margra lykilmanna frá síðustu árum í kvöld en Kári vonar að staðan verði önnur eftir mánuð. Má vera leiðinlegt og ljótt ef við vinnum Rúmeníu „Rúmenía er hörkulið sem var að vinna Austurríki 3-2. Þetta verður erfitt, en vonandi sjá menn sér fært að mæta og vonandi eru sem flestir klárir. Það var líka hellingur af strákum sem stimpluðu sig inn í leiknum á móti Englandi og það er erfitt fyrir þjálfarana að velja liðið. Menn áttu stórleiki þarna inni á milli, og það verður mjög áhugavert hvernig það kemur út. En við viljum hafa sem flesta tilbúna, sem flesta af okkar burðarásum klára í þetta, og þá getur allt gerst, sérstaklega á heimavelli. Ég myndi vilja sjá liðið liggja svolítið til baka á móti Rúmenum, án þess að gefa neitt út, verjast vel og beita skyndisóknum og föstum leikatriðum til að vinna þann leik. Lykilatriðið er að vinna leikinn. Oft þegar við höfum verið mikið með boltann þá hefur þetta orðið svolítið erfitt, þá opnast fyrir skyndisóknamöguleika andstæðingsins. Ég held að þetta væri góð leið til að tækla þennan leik. Við þurfum bara að klára þennan leik, hversu leiðinlegt eða ljótt sem þetta verður,“ segir Kári, og ítrekar að hann sé ánægður með margt sem sást í Englandsleiknum: „Það var kominn tími til að menn sýndu hvað í þeim býr í alvöru leik á móti alvöru liði. Það er ekki nóg að spila vel á móti liðum sem eru töluvert neðar en við á styrkleikalistanum. Að geta skilað varnarvinnu í 90 mínútur er bara lykilatriði í þessum fótbolta.“ Klippa: Kári Árna í upphitunarþætti fyrir Belgíuleik Þjóðadeild UEFA EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Sá sjöundi yngsti til að byrja keppnisleik hjá íslenska landsliðinu Andri Fannar Baldursson er í byrjunarliði Íslands á móti Belgíu í Þjóðadeildinni í kvöld og kemst með því á lista með nokkrum úrvalsmönnum. 8. september 2020 18:00 Í beinni: Belgía - Ísland | Mæta besta liði heims í Brussel Fjölmarga sterka leikmenn vantar í íslenska karlalandsliðið í fótbolta sem mætir Belgíu, sem er í efsta sæti heimslistans, í Brussel í öðrum leik sínum í Þjóðadeildinni. 8. september 2020 17:30 De Bruyne á miðjunni hjá Belgum Kevin De Bruyne er í byrjunarliði Belgíu og verður einn þeirra sem hinn 18 ára gamli Andri Fannar Baldursson fær að kljást við í leik Belgíu og Íslands í Þjóðadeildinni í kvöld. 8. september 2020 17:28 Byrjunarlið Íslands gegn Belgum: Átján ára Andri Fannar á miðjunni Það eru nokkrar breytingar á íslenska byrjunarliðinu sem mætir Belgum í kvöld, frá því í leiknum gegn Englandi á laugardagskvöldið. 8. september 2020 17:19 Belgar búnir að vinna alla landsleiki sína í næstum því 22 mánuði Ellefu sigrar í ellefu landsleikjum og markatalan er 39 mörk í plús. Það er engin tilviljun að Belgar eru á toppi heimslistans og þeir mæta ungu íslensku landsliði í Brussel í kvöld. 8. september 2020 16:00 Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Sjá meira
„Þeir eru klárlega betri en Englendingarnir. Það er hundrað prósent,“ segir Kári Árnason um belgíska landsliðið sem Ísland mætir nú í kvöld. Þetta segir Kári í viðtali sem birtist í upphitunarþætti á Stöð 2 Sport fyrir leikinn sem hefst þar í beinni útsendingu kl. 18.45. Erik Hamrén ákvað að taka Kára ekki með til Belgíu en hann átti frábæran leik í 1-0 tapinu gegn Englandi á laugardag. Búast má við enn erfiðari leik í kvöld: „Mér hefur alltaf þótt enska landsliðið frekar ofmetið. Þeir eru með nokkra leikmenn á heimsmælikvarða, en Belgarnir eru nánast með menn á heimsmælikvarða í hverri stöðu. Englendingarnir eru góðir, þetta er frábært lið og allt það, en þeir eru svolítið talaðir upp á sama standard og Þýskaland, Frakkland, Spánn og Belgía, en eru ekki alveg þar. Þeir eru skrefi neðar. Belgía er annað dýr að eiga við,“ segir Kári. „Þeir eru með miðju sem er með svo gríðarleg gæði í að finna sendingar inn fyrir varnir,“ bætir hann við en innslagið má sjá hér að neðan. Leikirnir við Belgíu og England í Þjóðadeildinni eru jafnframt mikilvægur undirbúningur fyrir EM-umspilsleikinn við Rúmeníu 8. október. Ísland er án margra lykilmanna frá síðustu árum í kvöld en Kári vonar að staðan verði önnur eftir mánuð. Má vera leiðinlegt og ljótt ef við vinnum Rúmeníu „Rúmenía er hörkulið sem var að vinna Austurríki 3-2. Þetta verður erfitt, en vonandi sjá menn sér fært að mæta og vonandi eru sem flestir klárir. Það var líka hellingur af strákum sem stimpluðu sig inn í leiknum á móti Englandi og það er erfitt fyrir þjálfarana að velja liðið. Menn áttu stórleiki þarna inni á milli, og það verður mjög áhugavert hvernig það kemur út. En við viljum hafa sem flesta tilbúna, sem flesta af okkar burðarásum klára í þetta, og þá getur allt gerst, sérstaklega á heimavelli. Ég myndi vilja sjá liðið liggja svolítið til baka á móti Rúmenum, án þess að gefa neitt út, verjast vel og beita skyndisóknum og föstum leikatriðum til að vinna þann leik. Lykilatriðið er að vinna leikinn. Oft þegar við höfum verið mikið með boltann þá hefur þetta orðið svolítið erfitt, þá opnast fyrir skyndisóknamöguleika andstæðingsins. Ég held að þetta væri góð leið til að tækla þennan leik. Við þurfum bara að klára þennan leik, hversu leiðinlegt eða ljótt sem þetta verður,“ segir Kári, og ítrekar að hann sé ánægður með margt sem sást í Englandsleiknum: „Það var kominn tími til að menn sýndu hvað í þeim býr í alvöru leik á móti alvöru liði. Það er ekki nóg að spila vel á móti liðum sem eru töluvert neðar en við á styrkleikalistanum. Að geta skilað varnarvinnu í 90 mínútur er bara lykilatriði í þessum fótbolta.“ Klippa: Kári Árna í upphitunarþætti fyrir Belgíuleik
Þjóðadeild UEFA EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Sá sjöundi yngsti til að byrja keppnisleik hjá íslenska landsliðinu Andri Fannar Baldursson er í byrjunarliði Íslands á móti Belgíu í Þjóðadeildinni í kvöld og kemst með því á lista með nokkrum úrvalsmönnum. 8. september 2020 18:00 Í beinni: Belgía - Ísland | Mæta besta liði heims í Brussel Fjölmarga sterka leikmenn vantar í íslenska karlalandsliðið í fótbolta sem mætir Belgíu, sem er í efsta sæti heimslistans, í Brussel í öðrum leik sínum í Þjóðadeildinni. 8. september 2020 17:30 De Bruyne á miðjunni hjá Belgum Kevin De Bruyne er í byrjunarliði Belgíu og verður einn þeirra sem hinn 18 ára gamli Andri Fannar Baldursson fær að kljást við í leik Belgíu og Íslands í Þjóðadeildinni í kvöld. 8. september 2020 17:28 Byrjunarlið Íslands gegn Belgum: Átján ára Andri Fannar á miðjunni Það eru nokkrar breytingar á íslenska byrjunarliðinu sem mætir Belgum í kvöld, frá því í leiknum gegn Englandi á laugardagskvöldið. 8. september 2020 17:19 Belgar búnir að vinna alla landsleiki sína í næstum því 22 mánuði Ellefu sigrar í ellefu landsleikjum og markatalan er 39 mörk í plús. Það er engin tilviljun að Belgar eru á toppi heimslistans og þeir mæta ungu íslensku landsliði í Brussel í kvöld. 8. september 2020 16:00 Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Sjá meira
Sá sjöundi yngsti til að byrja keppnisleik hjá íslenska landsliðinu Andri Fannar Baldursson er í byrjunarliði Íslands á móti Belgíu í Þjóðadeildinni í kvöld og kemst með því á lista með nokkrum úrvalsmönnum. 8. september 2020 18:00
Í beinni: Belgía - Ísland | Mæta besta liði heims í Brussel Fjölmarga sterka leikmenn vantar í íslenska karlalandsliðið í fótbolta sem mætir Belgíu, sem er í efsta sæti heimslistans, í Brussel í öðrum leik sínum í Þjóðadeildinni. 8. september 2020 17:30
De Bruyne á miðjunni hjá Belgum Kevin De Bruyne er í byrjunarliði Belgíu og verður einn þeirra sem hinn 18 ára gamli Andri Fannar Baldursson fær að kljást við í leik Belgíu og Íslands í Þjóðadeildinni í kvöld. 8. september 2020 17:28
Byrjunarlið Íslands gegn Belgum: Átján ára Andri Fannar á miðjunni Það eru nokkrar breytingar á íslenska byrjunarliðinu sem mætir Belgum í kvöld, frá því í leiknum gegn Englandi á laugardagskvöldið. 8. september 2020 17:19
Belgar búnir að vinna alla landsleiki sína í næstum því 22 mánuði Ellefu sigrar í ellefu landsleikjum og markatalan er 39 mörk í plús. Það er engin tilviljun að Belgar eru á toppi heimslistans og þeir mæta ungu íslensku landsliði í Brussel í kvöld. 8. september 2020 16:00