Mótmælir lokun fangelsins á Akureyri og leggur til breytingar Samúel Karl Ólason skrifar 8. september 2020 17:48 Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu félags fanga Afstaða, félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun, harmar að sú ákvörðun hafi verið tekin að loka fangelsinu á Akureyri. Félagið hvetur Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, að endurskoða ákvörðunina og þá meðal annars með hliðsjón af þeim tillögum sem félagið hefur lagt til varðandi nýtingu þeirra fangarýma sem þar eru til staðar. Mögulega væri hægt að breyta fangelsinu í meðferðar- og endurhæfingardeild Fangelsismálastofnunar. Í yfirlýsingu frá Guðmundi Inga Þóroddssyni, formanni Afstöðu, segir að fangar hafi verið ánægðir með fangelsið og starfsfólkið á Akureyri. Fangelsismálastofnun muni missa vandað og hæft fólk úr vinnu. Þá sé ljóst að fjölskyldur fanga á Vestfjörðum og Norðurlandi muni nú þurfa að ferðast langar vegalengdir til að heimsækja fjölskyldumeðlimi í fangelsi og það sé ekki í samræmi við lög um fullnustu refsinga. Þar segir að Fangelsismálastofnun skuli taka tillit til búsetu fanga og fjölskyldu hans þegar ákvörðun um vistunarstað sé tekin. Fram hefur komið að gæsluvarðhaldsrými verði áfram til staðar á Akureyri. Í yfirlýsingunni segir að þar hljóti að þurfa fangaverði. Án fangavarða sé um fangageymslur lögreglu að ræða og í lögum segi að eingöngu sé heimilt að vista gæsluvarðhaldsfanga í skamman tíma í fangageymslum lögreglu. Ekki lengur en fjóra sólarhringa án sérstakrar ástæðu. Guðmundur vísar í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá 2010 þar sem fram komi að eftir að endurbótum og stækkun fangelsisins hafi lokið árið 2008 hafi orðið breyting á samsetningu fangahópsins á Akureyri. Í kjölfarið hafi fangar með fjölbreyttan og oft alvarlegan brotaferil afplánað. Ríkisendurskoðun sagði það ekki í samræmi við áherslur Fangelsismálastofnunar um að á Akureyri ætti að vista fanga sem hefðu sýnt fyrirmyndarhegðun, væru að ljúka afplánun eða hefðu framið minniháttar brot. „Afstaða og áfangaheimilið Vernd unnu sameiginlega skýrslu fyrir Fangelsismálastofnun í lok síðasta árs þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að nauðsynlegt væri að deildaskipta Litla-Hrauni og Sogni þannig að verulegur munur yrði á deildum. Í skýrslunni var gert ráð fyrir því að fangar gætu „útskrifast“ af Litla-Hrauni og yfir á Sogn sem yrði þá meðferðar- og endurhæfingardeild. Þar yrðu lögð áhersla á að samskipti á milli fanga og fangavarða væru heimilislegri og frjálslegri heldur en í lokuðum fangelsum auk þess sem ívilnanir væru fleiri. En að sama skapi yrði þá lendingin harkaleg ef fangar brytu af sér og þyrftu að fara aftur á Litla-Hraun,“ segir í yfirlýsingunni. Sjá einnig: Fangelsinu lokað og lögregluþjónum fjölgað Þannig hafi átt að gera eftirsóknarvert að nota ekki fíkniefni í fangelsum og að þeir sem noti ekki fíkniefni gætu fengið forskot á aðra. Föngum yrði leyft að taka ábyrgð á eigin afplánun og sömuleiðis nytu þeir aðstoðar við að halda sig á þeirri línu. „Að mati Afstöðu væri vert að skoða það að hverfa frá lokun fangelsisins á Akureyri og breyta því frekar í meðferðar- og endurhæfingardeild. Nýja deildin myndi þá taka við af hinum gamla meðferðargangi á Litla-Hrauni þar sem árangur hefur hvort eð er ekki verið til að hrópa húrra fyrir. Miklu meiri líkur eru á góðum árangri á sérstakri og aflokaðri meðferðardeild á Akureyri þar sem ekkert samneyti er við fanga sem eru á öðrum deildum og hafa engan áhuga á því að halda sig frá vímuefnum.“ Hægt væri að fækka starfsgildum í fangelsinu en hefja yrði náið samstarf við AA samtökin og Hjálpræðisherinn á Akureyri. Þá væri hægt að tryggja föngum nauðsynlega meðferðarþjónustu. Kostnaður við hvert fangarými gæti lækkað. „Ekki þarf að minna ráðherrann á að betrun fanga er talin þjóðhagslega hagkvæm því hún dregur úr endurkomum í fangelsi. Því má á ýmsan hátt finna fleti sem benda til þess að um hagræðingaraðgerð sé að ræða til lengri tíma auk þess sem aðgerðin myndi efla traust á fangelsismálakerfið í heild sinni en fíkniefnavandinn í fangelsunum hefur verið viðvarandi í mörg ár, án þess að gripið hafi verið til nokkurra raunhæfra aðgerða. Hér sér Afstaða tækifæri til að koma meðferðarmálum fanga í betra horf og er félagið þess fullvisst að það muni bera gríðarlegan árangur.“ Afstaða, félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun, harmar ákvörðun Áslaugar Örnu...Posted by Afstaða on Tuesday, 8 September 2020 Fangelsismál Akureyri Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Afstaða, félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun, harmar að sú ákvörðun hafi verið tekin að loka fangelsinu á Akureyri. Félagið hvetur Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, að endurskoða ákvörðunina og þá meðal annars með hliðsjón af þeim tillögum sem félagið hefur lagt til varðandi nýtingu þeirra fangarýma sem þar eru til staðar. Mögulega væri hægt að breyta fangelsinu í meðferðar- og endurhæfingardeild Fangelsismálastofnunar. Í yfirlýsingu frá Guðmundi Inga Þóroddssyni, formanni Afstöðu, segir að fangar hafi verið ánægðir með fangelsið og starfsfólkið á Akureyri. Fangelsismálastofnun muni missa vandað og hæft fólk úr vinnu. Þá sé ljóst að fjölskyldur fanga á Vestfjörðum og Norðurlandi muni nú þurfa að ferðast langar vegalengdir til að heimsækja fjölskyldumeðlimi í fangelsi og það sé ekki í samræmi við lög um fullnustu refsinga. Þar segir að Fangelsismálastofnun skuli taka tillit til búsetu fanga og fjölskyldu hans þegar ákvörðun um vistunarstað sé tekin. Fram hefur komið að gæsluvarðhaldsrými verði áfram til staðar á Akureyri. Í yfirlýsingunni segir að þar hljóti að þurfa fangaverði. Án fangavarða sé um fangageymslur lögreglu að ræða og í lögum segi að eingöngu sé heimilt að vista gæsluvarðhaldsfanga í skamman tíma í fangageymslum lögreglu. Ekki lengur en fjóra sólarhringa án sérstakrar ástæðu. Guðmundur vísar í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá 2010 þar sem fram komi að eftir að endurbótum og stækkun fangelsisins hafi lokið árið 2008 hafi orðið breyting á samsetningu fangahópsins á Akureyri. Í kjölfarið hafi fangar með fjölbreyttan og oft alvarlegan brotaferil afplánað. Ríkisendurskoðun sagði það ekki í samræmi við áherslur Fangelsismálastofnunar um að á Akureyri ætti að vista fanga sem hefðu sýnt fyrirmyndarhegðun, væru að ljúka afplánun eða hefðu framið minniháttar brot. „Afstaða og áfangaheimilið Vernd unnu sameiginlega skýrslu fyrir Fangelsismálastofnun í lok síðasta árs þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að nauðsynlegt væri að deildaskipta Litla-Hrauni og Sogni þannig að verulegur munur yrði á deildum. Í skýrslunni var gert ráð fyrir því að fangar gætu „útskrifast“ af Litla-Hrauni og yfir á Sogn sem yrði þá meðferðar- og endurhæfingardeild. Þar yrðu lögð áhersla á að samskipti á milli fanga og fangavarða væru heimilislegri og frjálslegri heldur en í lokuðum fangelsum auk þess sem ívilnanir væru fleiri. En að sama skapi yrði þá lendingin harkaleg ef fangar brytu af sér og þyrftu að fara aftur á Litla-Hraun,“ segir í yfirlýsingunni. Sjá einnig: Fangelsinu lokað og lögregluþjónum fjölgað Þannig hafi átt að gera eftirsóknarvert að nota ekki fíkniefni í fangelsum og að þeir sem noti ekki fíkniefni gætu fengið forskot á aðra. Föngum yrði leyft að taka ábyrgð á eigin afplánun og sömuleiðis nytu þeir aðstoðar við að halda sig á þeirri línu. „Að mati Afstöðu væri vert að skoða það að hverfa frá lokun fangelsisins á Akureyri og breyta því frekar í meðferðar- og endurhæfingardeild. Nýja deildin myndi þá taka við af hinum gamla meðferðargangi á Litla-Hrauni þar sem árangur hefur hvort eð er ekki verið til að hrópa húrra fyrir. Miklu meiri líkur eru á góðum árangri á sérstakri og aflokaðri meðferðardeild á Akureyri þar sem ekkert samneyti er við fanga sem eru á öðrum deildum og hafa engan áhuga á því að halda sig frá vímuefnum.“ Hægt væri að fækka starfsgildum í fangelsinu en hefja yrði náið samstarf við AA samtökin og Hjálpræðisherinn á Akureyri. Þá væri hægt að tryggja föngum nauðsynlega meðferðarþjónustu. Kostnaður við hvert fangarými gæti lækkað. „Ekki þarf að minna ráðherrann á að betrun fanga er talin þjóðhagslega hagkvæm því hún dregur úr endurkomum í fangelsi. Því má á ýmsan hátt finna fleti sem benda til þess að um hagræðingaraðgerð sé að ræða til lengri tíma auk þess sem aðgerðin myndi efla traust á fangelsismálakerfið í heild sinni en fíkniefnavandinn í fangelsunum hefur verið viðvarandi í mörg ár, án þess að gripið hafi verið til nokkurra raunhæfra aðgerða. Hér sér Afstaða tækifæri til að koma meðferðarmálum fanga í betra horf og er félagið þess fullvisst að það muni bera gríðarlegan árangur.“ Afstaða, félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun, harmar ákvörðun Áslaugar Örnu...Posted by Afstaða on Tuesday, 8 September 2020
Fangelsismál Akureyri Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira