Minnst níutíu mótmælendur handteknir í Hong Kong Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. september 2020 16:48 Lögreglan hefur handtekið hátt í hundrað mótmælendur sem hafa mótmælt frestun þingkosninga í Hong Kong. Kosningarnar áttu að fara fram í dag en þeim hefur verið frestað um ár, sem gengur þvert á stjórnarskrá sjálfstjórnarhéraðsins. EPA-EFE/JEROME FAVRE Minnst níutíu mótmælendur voru handteknir í Hong Kong í dag, sunnudag, eftir að til áttaka kom milli lögreglu og mótmælenda. Lögregla skaut meðal annars kúlum sem dýft hafði verið í piparsprey á mótmælendur sem eru ósáttir með ákvörðun stjórnvalda að fresta þingkosningum í Hong Kong. Kosningarnar áttu að fara fram í dag, 6. september, en yfirvöld hafa frestað þeim um ár og segja það nauðsynlegt vegna fjölgandi kórónuveirusmita á svæðinu. Stjórnarandstaðan hefur sakað yfirvöld um að nýta sér faraldurinn sem skálkaskjól til að meina fólki að kjósa. Mikil reiði hefur verið meðal stjórnarandstöðunnar eftir að kínversk öryggislög voru innleidd í sjálfstjórnarhéraðinu fyrir tilstilli Kommúnistaflokks Kína og ríkisstjórn Hong Kong. Stjórnarandstaðan vonaðist til að ná meirihluta á þinginu í kosningunum en aðeins er kosið um helming þingsæta í einu. Hin þingsætin sitja aðilar sem eru að mestu hliðhollir Kommúnistaflokknum. Lögreglumaður heldur uppi skilti sem á stendur að mótmælin séu ólögleg og mótmælendur skuli forða sér eða lögreglumenn beiti þá valdi.EPA-EFE/JEROME FAVRE Frestun kosninganna fer gegn stjórnarskrá Hong Kong bæði þar sem stjórnarskráin segir að hvert kjörtímabil megi ekki vera lengra en fjögur ár og vegna þess að hún segir að ekki megi fresta kosningum í meira en tvær vikur. Eins og fyrr segir hafa minnst níutíu mótmælendur verið handteknir í dag og var aðgerðasinninn Tam Tak-chi, sem hefur orðið nokkuð þekktur stjórnarandstöðuaðgerðasinni, handtekinn sakaður um að hafa flutt ræður sem gætu vakið hatur og reiði í garð stjórnvalda. Hann var handtekinn af lögreglu sem heldur uppi nýjum öryggislögum Kína í Hong Kong sem innleidd voru í júní og hefur glæpavætt ýmsar leiðir til pólitískrar tjáningar. Hong Kong Kína Tengdar fréttir Fjölmiðlamógúll handtekinn í Hong Kong Fjölmiðlamógúllinn Jimmy Lai, sem rekur öflugt fjölmiðlaveldi í Hong Kong, var handtekinn í nótt. 10. ágúst 2020 08:00 Bandaríkjamenn beita Lam refsiaðgerðum Bandaríska fjármálaráðuneytið sagðist í dag ætla að beita Carrie Lam, leiðtoga heimastjórnar Hong Kong, og tíu aðra embættismenn í Kína og Hong Kong refsiaðgerðum. 7. ágúst 2020 17:15 Fresta kosningum í Hong Kong Carrie Lam, æðsti embættismaður Hong Kong, hefur ákveðið að fresta þingkosningum þar. Vísaði hún til aukinnar útbreiðslu nýju kórónuveirunnar sem ástæðu og sagðist hún njóta stuðnings Kommúnistaflokks Kína. 31. júlí 2020 11:23 Táningar handteknir á grundvelli öryggislaganna Reiði er á meðal mótmælenda í Hong Kong eftir að fjórir námsmenn voru hnepptir í varðhald í borginni á grundvelli nýrra öryggislaga. Sumir hinna handteknu hafa ekki náð 20 ára aldri. 30. júlí 2020 08:38 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Minnst níutíu mótmælendur voru handteknir í Hong Kong í dag, sunnudag, eftir að til áttaka kom milli lögreglu og mótmælenda. Lögregla skaut meðal annars kúlum sem dýft hafði verið í piparsprey á mótmælendur sem eru ósáttir með ákvörðun stjórnvalda að fresta þingkosningum í Hong Kong. Kosningarnar áttu að fara fram í dag, 6. september, en yfirvöld hafa frestað þeim um ár og segja það nauðsynlegt vegna fjölgandi kórónuveirusmita á svæðinu. Stjórnarandstaðan hefur sakað yfirvöld um að nýta sér faraldurinn sem skálkaskjól til að meina fólki að kjósa. Mikil reiði hefur verið meðal stjórnarandstöðunnar eftir að kínversk öryggislög voru innleidd í sjálfstjórnarhéraðinu fyrir tilstilli Kommúnistaflokks Kína og ríkisstjórn Hong Kong. Stjórnarandstaðan vonaðist til að ná meirihluta á þinginu í kosningunum en aðeins er kosið um helming þingsæta í einu. Hin þingsætin sitja aðilar sem eru að mestu hliðhollir Kommúnistaflokknum. Lögreglumaður heldur uppi skilti sem á stendur að mótmælin séu ólögleg og mótmælendur skuli forða sér eða lögreglumenn beiti þá valdi.EPA-EFE/JEROME FAVRE Frestun kosninganna fer gegn stjórnarskrá Hong Kong bæði þar sem stjórnarskráin segir að hvert kjörtímabil megi ekki vera lengra en fjögur ár og vegna þess að hún segir að ekki megi fresta kosningum í meira en tvær vikur. Eins og fyrr segir hafa minnst níutíu mótmælendur verið handteknir í dag og var aðgerðasinninn Tam Tak-chi, sem hefur orðið nokkuð þekktur stjórnarandstöðuaðgerðasinni, handtekinn sakaður um að hafa flutt ræður sem gætu vakið hatur og reiði í garð stjórnvalda. Hann var handtekinn af lögreglu sem heldur uppi nýjum öryggislögum Kína í Hong Kong sem innleidd voru í júní og hefur glæpavætt ýmsar leiðir til pólitískrar tjáningar.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Fjölmiðlamógúll handtekinn í Hong Kong Fjölmiðlamógúllinn Jimmy Lai, sem rekur öflugt fjölmiðlaveldi í Hong Kong, var handtekinn í nótt. 10. ágúst 2020 08:00 Bandaríkjamenn beita Lam refsiaðgerðum Bandaríska fjármálaráðuneytið sagðist í dag ætla að beita Carrie Lam, leiðtoga heimastjórnar Hong Kong, og tíu aðra embættismenn í Kína og Hong Kong refsiaðgerðum. 7. ágúst 2020 17:15 Fresta kosningum í Hong Kong Carrie Lam, æðsti embættismaður Hong Kong, hefur ákveðið að fresta þingkosningum þar. Vísaði hún til aukinnar útbreiðslu nýju kórónuveirunnar sem ástæðu og sagðist hún njóta stuðnings Kommúnistaflokks Kína. 31. júlí 2020 11:23 Táningar handteknir á grundvelli öryggislaganna Reiði er á meðal mótmælenda í Hong Kong eftir að fjórir námsmenn voru hnepptir í varðhald í borginni á grundvelli nýrra öryggislaga. Sumir hinna handteknu hafa ekki náð 20 ára aldri. 30. júlí 2020 08:38 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Fjölmiðlamógúll handtekinn í Hong Kong Fjölmiðlamógúllinn Jimmy Lai, sem rekur öflugt fjölmiðlaveldi í Hong Kong, var handtekinn í nótt. 10. ágúst 2020 08:00
Bandaríkjamenn beita Lam refsiaðgerðum Bandaríska fjármálaráðuneytið sagðist í dag ætla að beita Carrie Lam, leiðtoga heimastjórnar Hong Kong, og tíu aðra embættismenn í Kína og Hong Kong refsiaðgerðum. 7. ágúst 2020 17:15
Fresta kosningum í Hong Kong Carrie Lam, æðsti embættismaður Hong Kong, hefur ákveðið að fresta þingkosningum þar. Vísaði hún til aukinnar útbreiðslu nýju kórónuveirunnar sem ástæðu og sagðist hún njóta stuðnings Kommúnistaflokks Kína. 31. júlí 2020 11:23
Táningar handteknir á grundvelli öryggislaganna Reiði er á meðal mótmælenda í Hong Kong eftir að fjórir námsmenn voru hnepptir í varðhald í borginni á grundvelli nýrra öryggislaga. Sumir hinna handteknu hafa ekki náð 20 ára aldri. 30. júlí 2020 08:38