Búist er við fjölgun í hópi þeirra sem glíma við síþreytu eftir kórónuveirusmit Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. september 2020 15:00 Guðrún Sæmundsdóttir, formaður ME félagsins. BALDUR HRAFNKELL Búist er við fjölgun í hópi þeirra sem glíma við síþreytu eftir kórónuveirusmit að sögn formmans ME félagsins. Þrír greindust með veiruna innanlands í gær. Í kvöldfréttum Stöðvar2 í gær sögðum við frá því að dæmi eru um að fólk sé óvinnufært vegna þreytu eftir kórónuveirusmit og að vísbendingar séu um að veirusýkingin geti valdið ólæknandi sjúkdómnum ME sem oft er kallaður síþreyta. Guðrún Sæmundsdóttir, formaður ME félagsins segir að dæmi séu um að fólk sem smitaðist af kórónuveirunni hafi haft samband við félagið vegna síþreytu í kjölfar smits. „ME getur verið að koma í kjölfarið á slæmum veirusýkingum og Covid-19 er það“ sagði Guðrún Sæmundsdóttir, formaður ME félagsins. Hún hefur áhyggjur af greiningaferlinu sem innan tíðar mun heyra undir heilsugæsluna. „Heilsugæslan greinir ekki eða hefur ekki greint ME. Við erum með nöfn á átta læknum sem hafa tekið að sér að greina ME sjúklinga. Greiningin og meðferðin á að fara fram innan heilsugæslunnar en hún býður ekki upp á þá meðferð núna en það er stefna stjórnvalda að greining og öll meðferð fari þar fram,“ sagði Guðrún. Því óttast hún læknar þar hafi ekki þekkingu til að greina sjúkdóminn og af þeim sökum verði hætta á rangri greiningu og vísun í rangar meðferðir. Greiningaferli flókið Greiningaferli ME sjúkdómsins getur ekki hafist fyrr en sex mánuðum eftir veikindi. „Fólk verður að hafa verið með örmögnun í að minnsta kosti hálft ár eftir veikindi. Það er ekki hægt að greina ME áður“ sagði Guðrún. Um hálft ár er frá því að fyrsta kórónuveirusmitið greindist hér á landi. Í ljósi þess segist hún eiga von á að fleiri hafi samband við félagið vegna síþreytu. „Ég á von á því já. Ég vil endilega koma því á framfæri að fólk hafi samband við okkur í félaginu. Við erum ekki læknar en við getum hjálpað til við að leiðbeina af okkar reynslu um það hvernig hægt er að halda einkennunum niðri og öðlast betri lífsgæði.“ sagði Guðrún. Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands síðasta sólarhringinn og voru þeir allir í sóttkví. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Sjá meira
Búist er við fjölgun í hópi þeirra sem glíma við síþreytu eftir kórónuveirusmit að sögn formmans ME félagsins. Þrír greindust með veiruna innanlands í gær. Í kvöldfréttum Stöðvar2 í gær sögðum við frá því að dæmi eru um að fólk sé óvinnufært vegna þreytu eftir kórónuveirusmit og að vísbendingar séu um að veirusýkingin geti valdið ólæknandi sjúkdómnum ME sem oft er kallaður síþreyta. Guðrún Sæmundsdóttir, formaður ME félagsins segir að dæmi séu um að fólk sem smitaðist af kórónuveirunni hafi haft samband við félagið vegna síþreytu í kjölfar smits. „ME getur verið að koma í kjölfarið á slæmum veirusýkingum og Covid-19 er það“ sagði Guðrún Sæmundsdóttir, formaður ME félagsins. Hún hefur áhyggjur af greiningaferlinu sem innan tíðar mun heyra undir heilsugæsluna. „Heilsugæslan greinir ekki eða hefur ekki greint ME. Við erum með nöfn á átta læknum sem hafa tekið að sér að greina ME sjúklinga. Greiningin og meðferðin á að fara fram innan heilsugæslunnar en hún býður ekki upp á þá meðferð núna en það er stefna stjórnvalda að greining og öll meðferð fari þar fram,“ sagði Guðrún. Því óttast hún læknar þar hafi ekki þekkingu til að greina sjúkdóminn og af þeim sökum verði hætta á rangri greiningu og vísun í rangar meðferðir. Greiningaferli flókið Greiningaferli ME sjúkdómsins getur ekki hafist fyrr en sex mánuðum eftir veikindi. „Fólk verður að hafa verið með örmögnun í að minnsta kosti hálft ár eftir veikindi. Það er ekki hægt að greina ME áður“ sagði Guðrún. Um hálft ár er frá því að fyrsta kórónuveirusmitið greindist hér á landi. Í ljósi þess segist hún eiga von á að fleiri hafi samband við félagið vegna síþreytu. „Ég á von á því já. Ég vil endilega koma því á framfæri að fólk hafi samband við okkur í félaginu. Við erum ekki læknar en við getum hjálpað til við að leiðbeina af okkar reynslu um það hvernig hægt er að halda einkennunum niðri og öðlast betri lífsgæði.“ sagði Guðrún. Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands síðasta sólarhringinn og voru þeir allir í sóttkví.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Sjá meira