Dæmi um að fólk sé óvinnufært vegna síþreytu eftir kórónuveirusmit Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. september 2020 20:30 Guðrún Sæmundsdóttir er formaður ME félagsins. BALDUR HRAFNKELL Þrjátíu sem fengu aðeins væg einkenni covid-19 eru á biðlista eftir endurhæfingu hjá Reykjalundi. Dæmi eru um að fólk sé óvinnufært vegna þreytu og vísbendingar eru um að veiran geti valdið ólæknandi sjúkdómnum síþreytu. Sérfræðingar um allan heim velta fyrir sér mögulegum afleiðingum Covid-19 á þá sem hafa smitast. Því er meðal annars velt upp hvort Covid-19 geti valdið ME sjúkdómnum sem á íslensku hefur verið kallaður síþreyta. „Þetta er fjölþættur sjúkdómur sem sameiginlegt einkenni er mikil yfirgengileg þreyta en svo er fjöldi annarra einkenna sem kemur fram. Ég held ég treysti mér ekki til að ræða ennþá samhengi þarna við en hins vegar þá eru ákveðnar vísbendingar komnar fram í þá átt að þarna geti verið tengsl á milli þannig það er alla vegana ljóst að covid er miklu meira en venjuleg flensa eins og kannski margir voru að gera ráð fyrri í upphafi,“ sagði Pétur Magnússon, forstjóri Reykjalundar. Pétur Magnússon, forstjóri Reykjalundar.BALDUR HRAFNKELL Fjórir sem fengu aðeins væg einkenni kórónuveirunnar eru í endurhæfingu á Reykjalundi. Fjórir til viðbótar fara í endurhæfingu á næstunni og tæplega þrjátíu manns bíða eftir endurhæfingu hjá Reykjalundi vegna þreytu og mikils úthaldsleysis eftir kórónuveirusmit. Fólk óvinnufært vegna síþreytu Formaður ME félagsins segir að dæmi séu um að fólk sem smitaðist af kórónuveirunni hafi haft samband við félagið vegna síþreytu. „Fólk er eitthvað að vakna til meðvitundar um að það geti verið að það fái ME sjúkdóminn í kjölfar Covid19,“ sagði Guðrún Sæmundsdóttir, formaður ME félagsins. Einkenni ME sjúkdómsins er örmögnun eftir álag eða áreinslu. „Batteríið í fólki er í raun og veru bilað. Það er kannski bara með 20% orku á meðan aðrir eru með hundrað prósent orku og hún verður að duga allan daginn. Ef farið er yfir þolmörkin þá fær fólk yfirleitt heilaþoku,“ sagði Guðrún. Þeir sem hafa haft samband við ykkur í kölfar kórónuveirufaraldursins, eru dæmi um að fólk sé óvinnufært? „Já það er algjörlega óvinnufært,“ sagði Guðrún. Einn greindist með kórónuveirusmit innanlands síðasta sólarhringinn og var hann ekki í sóttkví. Þrír greindust á landamærunum, þar af einn með mótefni og er niðurstöðu mótefnamælinga beðið í tveimur tilvikum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Einn greindist innanlands Einn greindist með virkt kórónuveirusmit innanlands síðasta sólarhringinn. Sá var ekki í sóttkví. Virkum smitum fækkar milli daga og sömuleiðis fólki í sóttkví. 5. september 2020 11:00 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira
Þrjátíu sem fengu aðeins væg einkenni covid-19 eru á biðlista eftir endurhæfingu hjá Reykjalundi. Dæmi eru um að fólk sé óvinnufært vegna þreytu og vísbendingar eru um að veiran geti valdið ólæknandi sjúkdómnum síþreytu. Sérfræðingar um allan heim velta fyrir sér mögulegum afleiðingum Covid-19 á þá sem hafa smitast. Því er meðal annars velt upp hvort Covid-19 geti valdið ME sjúkdómnum sem á íslensku hefur verið kallaður síþreyta. „Þetta er fjölþættur sjúkdómur sem sameiginlegt einkenni er mikil yfirgengileg þreyta en svo er fjöldi annarra einkenna sem kemur fram. Ég held ég treysti mér ekki til að ræða ennþá samhengi þarna við en hins vegar þá eru ákveðnar vísbendingar komnar fram í þá átt að þarna geti verið tengsl á milli þannig það er alla vegana ljóst að covid er miklu meira en venjuleg flensa eins og kannski margir voru að gera ráð fyrri í upphafi,“ sagði Pétur Magnússon, forstjóri Reykjalundar. Pétur Magnússon, forstjóri Reykjalundar.BALDUR HRAFNKELL Fjórir sem fengu aðeins væg einkenni kórónuveirunnar eru í endurhæfingu á Reykjalundi. Fjórir til viðbótar fara í endurhæfingu á næstunni og tæplega þrjátíu manns bíða eftir endurhæfingu hjá Reykjalundi vegna þreytu og mikils úthaldsleysis eftir kórónuveirusmit. Fólk óvinnufært vegna síþreytu Formaður ME félagsins segir að dæmi séu um að fólk sem smitaðist af kórónuveirunni hafi haft samband við félagið vegna síþreytu. „Fólk er eitthvað að vakna til meðvitundar um að það geti verið að það fái ME sjúkdóminn í kjölfar Covid19,“ sagði Guðrún Sæmundsdóttir, formaður ME félagsins. Einkenni ME sjúkdómsins er örmögnun eftir álag eða áreinslu. „Batteríið í fólki er í raun og veru bilað. Það er kannski bara með 20% orku á meðan aðrir eru með hundrað prósent orku og hún verður að duga allan daginn. Ef farið er yfir þolmörkin þá fær fólk yfirleitt heilaþoku,“ sagði Guðrún. Þeir sem hafa haft samband við ykkur í kölfar kórónuveirufaraldursins, eru dæmi um að fólk sé óvinnufært? „Já það er algjörlega óvinnufært,“ sagði Guðrún. Einn greindist með kórónuveirusmit innanlands síðasta sólarhringinn og var hann ekki í sóttkví. Þrír greindust á landamærunum, þar af einn með mótefni og er niðurstöðu mótefnamælinga beðið í tveimur tilvikum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Einn greindist innanlands Einn greindist með virkt kórónuveirusmit innanlands síðasta sólarhringinn. Sá var ekki í sóttkví. Virkum smitum fækkar milli daga og sömuleiðis fólki í sóttkví. 5. september 2020 11:00 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira
Einn greindist innanlands Einn greindist með virkt kórónuveirusmit innanlands síðasta sólarhringinn. Sá var ekki í sóttkví. Virkum smitum fækkar milli daga og sömuleiðis fólki í sóttkví. 5. september 2020 11:00