Fjármálaráðherra segir þörf fyrir stórframkvæmdir í samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins Heimir Már Pétursson skrifar 4. september 2020 12:31 Fjármálaráðherra segir þörf á miklum samgöngubótum á höfuðborgarsvæðinu og þess vegna hafi ríkisstjórnin gert samgöngusáttmála við sveitarfélögin þar sem meðal annars feli í sér bættar almenningssamgöngur. Vísir/Vilhelm Formaður Miðflokksins segir borgarstjórnarmeirihlutann ulla framan í ríkisstjórnina varðandi Sundabraut skömmu eftir að hún hafi látið hafa sig í að undirrita samgöngusáttmála við sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Fjármálaráðherra segir sáttmálann gerðan vegna mikillar þarfar á stórátaki í samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir áform um lagningu Sundabrautar hafa verið lausnargjald borgarinnar til ríkisstjórnarinnar fyrir framlag ríkisins til borgarlínu sem borgarstjórnarmeirihlutinn ætli sér að svíkja.Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sagði í fyrirspurnartíma í morgun að Reykjavíkurborg væri þegar byrjuð að vinna gegn markmiðum samgöngusáttamála höfuðborgarsvæðisins sem ríkisstjórnin hefði látið hafa sig í að undirrita. En lög um stofnun sérstaks félags um samgönguframkvæmdir í sex sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu voru samþykkt í sumar og fela meðal annars í sér uppbyggingu borgarlínu, lagningu Sundabrautar og stórframkvæmdir á ýmsum gatnamótum og stofnbrautum. „En ekki var ríkisstjórnin fyrr búin að láta plata sig til að undirrita þennan sáttmála og koma honum hér í gegnum þingið en að borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík í rauninni einfaldlega ullar á ríkisstjórnina. Og útskýrir það að ekki standi til að standa við þann hluta samkomulagsins, sem var þó mjög jákvæður, það er að segja hluti á borð við Sundabraut,“ sagði Sigmundur Davíð. Framkvæmdir við Sundabraut hafi verið einhvers konar lausnargjald borgarinnar til ríkisstjórnarinnar fyrir að gangast undir hina rándýru borgarlínu. Spurði Sigmundur Davíð Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra hvernig hann hyggðist bregðast við. Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina hafa skrifað undir samgöngusáttmála við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu vegna þess að þar sé þörf fyrir stórframkvæmdir í samgöngumálum og bættar almenningssamgöngur.Vísir/Vilhelm „Það er alrangt hjá háttvirtum þingmanni að ríkisstjórnin hafi látið hafa sig í eitthvað. Ríkisstjórnin hefur einfaldlega þá sýn að það skipti miklu máli að gera stórátak í samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins,“ sagði Bjarni. Það fæli í sér lausn á stórum umferðamannvirkjum sem leitt hefðu til tafa í umferðinni, skapað umferðarhnúta og þess að fólk tapaði tíma frá vinum, fjölskyldu og vinnu. „Og hins vegar að þá þurfi að gera hér á höfuðborgarsvæðinu skilvirkara almenningssamgöngukerfi. Þar sem öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa sameinast um ákveðna sýn. Hún er til frekari útfærslu í samvinnu við þingið á vettvangi þess félags sem stendur til að stofna og Alþingi hefur veitt heimildir fyrir,“ sagði Bjarni Benediktsson. Hann benti á að útfærslur einstakra mannvirkja væru eftir en Alþingi ætlaðist auðvitað til að fjárframlög leiddu til raunverulegra framkvæmda. Samgöngur Borgarlína Borgarstjórn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sundabraut Tengdar fréttir Borgarlínan ekki eins dýr og margir haldi fram Verkefnastjóri Borgarlínu segir hana ekki verða eins dýra og margir hafi haldið fram. Hún muni borga sig í stóra samhenginu, þar sem margir geti ferðast með einu ökutæki á meiri hraða en áður. 16. júlí 2020 14:42 Gladdi hjarta ráðherra að samgönguáætlun var samþykkt Heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu var í gærkvöldi samþykkt með 46 atkvæðum gegn sex og tveir greiddu ekki atkvæði. 30. júní 2020 12:18 Lítill ávinningur fyrir 46 milljarða Er líklegt að loftslagáætlanir sem hér eru boðaðar með ærnum tilkostnaði breyti einhverju um þróun tækninnar á heimsvísu í samgöngum, landbúnaði, iðnaði, orkuframleiðslu o.s.frv? 23. júní 2020 19:30 Sagði samgönguáætlunina gera borgarbúa að „einhvers konar moldvörpum“ Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins lýsti sig afar andsnúna þeirri áherslu á almenningssamgöngur sem finna má í fimm ára samgönguáætlun fyrir Reykjavík er hún steig upp í pontu á Alþingi í gærkvöldi. 19. júní 2020 08:22 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Sjá meira
Formaður Miðflokksins segir borgarstjórnarmeirihlutann ulla framan í ríkisstjórnina varðandi Sundabraut skömmu eftir að hún hafi látið hafa sig í að undirrita samgöngusáttmála við sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Fjármálaráðherra segir sáttmálann gerðan vegna mikillar þarfar á stórátaki í samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir áform um lagningu Sundabrautar hafa verið lausnargjald borgarinnar til ríkisstjórnarinnar fyrir framlag ríkisins til borgarlínu sem borgarstjórnarmeirihlutinn ætli sér að svíkja.Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sagði í fyrirspurnartíma í morgun að Reykjavíkurborg væri þegar byrjuð að vinna gegn markmiðum samgöngusáttamála höfuðborgarsvæðisins sem ríkisstjórnin hefði látið hafa sig í að undirrita. En lög um stofnun sérstaks félags um samgönguframkvæmdir í sex sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu voru samþykkt í sumar og fela meðal annars í sér uppbyggingu borgarlínu, lagningu Sundabrautar og stórframkvæmdir á ýmsum gatnamótum og stofnbrautum. „En ekki var ríkisstjórnin fyrr búin að láta plata sig til að undirrita þennan sáttmála og koma honum hér í gegnum þingið en að borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík í rauninni einfaldlega ullar á ríkisstjórnina. Og útskýrir það að ekki standi til að standa við þann hluta samkomulagsins, sem var þó mjög jákvæður, það er að segja hluti á borð við Sundabraut,“ sagði Sigmundur Davíð. Framkvæmdir við Sundabraut hafi verið einhvers konar lausnargjald borgarinnar til ríkisstjórnarinnar fyrir að gangast undir hina rándýru borgarlínu. Spurði Sigmundur Davíð Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra hvernig hann hyggðist bregðast við. Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina hafa skrifað undir samgöngusáttmála við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu vegna þess að þar sé þörf fyrir stórframkvæmdir í samgöngumálum og bættar almenningssamgöngur.Vísir/Vilhelm „Það er alrangt hjá háttvirtum þingmanni að ríkisstjórnin hafi látið hafa sig í eitthvað. Ríkisstjórnin hefur einfaldlega þá sýn að það skipti miklu máli að gera stórátak í samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins,“ sagði Bjarni. Það fæli í sér lausn á stórum umferðamannvirkjum sem leitt hefðu til tafa í umferðinni, skapað umferðarhnúta og þess að fólk tapaði tíma frá vinum, fjölskyldu og vinnu. „Og hins vegar að þá þurfi að gera hér á höfuðborgarsvæðinu skilvirkara almenningssamgöngukerfi. Þar sem öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa sameinast um ákveðna sýn. Hún er til frekari útfærslu í samvinnu við þingið á vettvangi þess félags sem stendur til að stofna og Alþingi hefur veitt heimildir fyrir,“ sagði Bjarni Benediktsson. Hann benti á að útfærslur einstakra mannvirkja væru eftir en Alþingi ætlaðist auðvitað til að fjárframlög leiddu til raunverulegra framkvæmda.
Samgöngur Borgarlína Borgarstjórn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sundabraut Tengdar fréttir Borgarlínan ekki eins dýr og margir haldi fram Verkefnastjóri Borgarlínu segir hana ekki verða eins dýra og margir hafi haldið fram. Hún muni borga sig í stóra samhenginu, þar sem margir geti ferðast með einu ökutæki á meiri hraða en áður. 16. júlí 2020 14:42 Gladdi hjarta ráðherra að samgönguáætlun var samþykkt Heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu var í gærkvöldi samþykkt með 46 atkvæðum gegn sex og tveir greiddu ekki atkvæði. 30. júní 2020 12:18 Lítill ávinningur fyrir 46 milljarða Er líklegt að loftslagáætlanir sem hér eru boðaðar með ærnum tilkostnaði breyti einhverju um þróun tækninnar á heimsvísu í samgöngum, landbúnaði, iðnaði, orkuframleiðslu o.s.frv? 23. júní 2020 19:30 Sagði samgönguáætlunina gera borgarbúa að „einhvers konar moldvörpum“ Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins lýsti sig afar andsnúna þeirri áherslu á almenningssamgöngur sem finna má í fimm ára samgönguáætlun fyrir Reykjavík er hún steig upp í pontu á Alþingi í gærkvöldi. 19. júní 2020 08:22 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Sjá meira
Borgarlínan ekki eins dýr og margir haldi fram Verkefnastjóri Borgarlínu segir hana ekki verða eins dýra og margir hafi haldið fram. Hún muni borga sig í stóra samhenginu, þar sem margir geti ferðast með einu ökutæki á meiri hraða en áður. 16. júlí 2020 14:42
Gladdi hjarta ráðherra að samgönguáætlun var samþykkt Heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu var í gærkvöldi samþykkt með 46 atkvæðum gegn sex og tveir greiddu ekki atkvæði. 30. júní 2020 12:18
Lítill ávinningur fyrir 46 milljarða Er líklegt að loftslagáætlanir sem hér eru boðaðar með ærnum tilkostnaði breyti einhverju um þróun tækninnar á heimsvísu í samgöngum, landbúnaði, iðnaði, orkuframleiðslu o.s.frv? 23. júní 2020 19:30
Sagði samgönguáætlunina gera borgarbúa að „einhvers konar moldvörpum“ Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins lýsti sig afar andsnúna þeirri áherslu á almenningssamgöngur sem finna má í fimm ára samgönguáætlun fyrir Reykjavík er hún steig upp í pontu á Alþingi í gærkvöldi. 19. júní 2020 08:22