Gangnamenn í kappi við tímann á Þeistareykjum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. september 2020 12:19 Sæþór Gunnsteinsson, bóndi á Presthvammi í Aðaldal, er gangnaforingi á Þeistareykjum. Hátt í tuttugu manna hópur norðlenskra sauðfjárbænda er staddur við Þeistareykjabungu til að smala sauðfé. Skyggni er lélegt og úrkoma mikil. Bændurnir eru í kapphlaupi við tímann því síðdegis er von á vonskuveðri og appelsínugular veðurviðvaranir virkjast í kvöld. Seinni partinn í dag gengur í Norðanhríð og vonskuveður á allstóru landsvæði. Norðvestan 15-23 m/s með talsverði úrkomu. Gular viðvaranir verða í gildi á miðhálendinu, Suðausturlandi, Austfjörðum, Ströndum og á Norðurlandi vestra. Verst verður veðrið þó á Norðurlandi eystra og á Austurlandi að Glettingi þar sem appelsínugul viðvörun verður í gildi í kvöld. Hópur sauðfjárbænda fyrir norðan smalar í lélegu skyggni.Sæþór Gunnsteinsson Hiti verður nærri frostmarki og því er líklegt að úrkoman falli sem slydda ofan þrjú hundruð metra en snjókoma ofan fimm hundruð metra. Veðrið gæti skapað vandræði fyrir sauðfé til fjalla en í þessum töluðu orðum er hátt í tuttugu manna hópur norðlenskra bænda við Þeistareykjabungu að smala sauðfé í kappi við tímann. Í venjulegu árferði færu göngur fram um miðjan september en bændurnir vilja koma fénu í skjól, minnugir óveðursins árið 2012 þegar hátt í tíu þúsund kindur fennti og drápust. Sæþór Gunnsteinsson, bóndi á Presthvammi í Aðaldal, er gangnaforingi á Þeistareykjum. „Núna erum við sunnan við Þeistareykjabungu, við vítin eins og það er kallað. Við erum að raða okkur út á línuna á þessu svæði hér. Hér er svartaþoka og svona fimmtíu metra skyggni og talsverð úrkoma. Það kannski ekki mikið hægt að gera en við ætlum samt að reyna. Hópurinn er staddur þar sem landið rís hæst, yfir sex hundruð metrum, en bændurnir standa nú í ströngu við að ýta fénu niður fyrir væntanlega snjólínu. „Þessi viðvörun kemur svo skyndilega, við þurfum þrjá daga þarna í göngur og við bara gátum ekki smalað afréttinn þannig að við erum að reyna að gera það sem hægt er. Sæþór skellti upp úr þegar hann var spurður hvort honum liði ekki eins og aðalpersónunni í Aðventu eftir Gunnar Gunnarsson, honum Fjalla-Bensa sem þvældist með hundi og hrúti um öræfin til að sækja eftirlegukindur í vonskuveðri. „Ja, hundurinn minn heitir nú Kjarkur en ekki Leó og hann [Fjalla-Bensi] var nú einn en við erum nokkrir hérna saman,“ sagði Sæþór sem var staðráðinn í að gera sitt besta. Þingeyjarsveit Landbúnaður Réttir Tengdar fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna norðanhríðar Ríkislögreglustjóri í samráði við Lögreglustjórana á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og Austurlandi hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna norðanhríðar sem spáð er að gangi yfir landið seint í dag og fram eftir föstudegi. 3. september 2020 11:14 Appelsínugular veðurviðvaranir vegna norðanhríðar Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugular og gular viðvaranir fyrir stóran hluta landsins vegna lægðar sem er nú að grafa sig niður skammt úti fyrir austurströndinni. 3. september 2020 07:19 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Fleiri fréttir Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Sjá meira
Hátt í tuttugu manna hópur norðlenskra sauðfjárbænda er staddur við Þeistareykjabungu til að smala sauðfé. Skyggni er lélegt og úrkoma mikil. Bændurnir eru í kapphlaupi við tímann því síðdegis er von á vonskuveðri og appelsínugular veðurviðvaranir virkjast í kvöld. Seinni partinn í dag gengur í Norðanhríð og vonskuveður á allstóru landsvæði. Norðvestan 15-23 m/s með talsverði úrkomu. Gular viðvaranir verða í gildi á miðhálendinu, Suðausturlandi, Austfjörðum, Ströndum og á Norðurlandi vestra. Verst verður veðrið þó á Norðurlandi eystra og á Austurlandi að Glettingi þar sem appelsínugul viðvörun verður í gildi í kvöld. Hópur sauðfjárbænda fyrir norðan smalar í lélegu skyggni.Sæþór Gunnsteinsson Hiti verður nærri frostmarki og því er líklegt að úrkoman falli sem slydda ofan þrjú hundruð metra en snjókoma ofan fimm hundruð metra. Veðrið gæti skapað vandræði fyrir sauðfé til fjalla en í þessum töluðu orðum er hátt í tuttugu manna hópur norðlenskra bænda við Þeistareykjabungu að smala sauðfé í kappi við tímann. Í venjulegu árferði færu göngur fram um miðjan september en bændurnir vilja koma fénu í skjól, minnugir óveðursins árið 2012 þegar hátt í tíu þúsund kindur fennti og drápust. Sæþór Gunnsteinsson, bóndi á Presthvammi í Aðaldal, er gangnaforingi á Þeistareykjum. „Núna erum við sunnan við Þeistareykjabungu, við vítin eins og það er kallað. Við erum að raða okkur út á línuna á þessu svæði hér. Hér er svartaþoka og svona fimmtíu metra skyggni og talsverð úrkoma. Það kannski ekki mikið hægt að gera en við ætlum samt að reyna. Hópurinn er staddur þar sem landið rís hæst, yfir sex hundruð metrum, en bændurnir standa nú í ströngu við að ýta fénu niður fyrir væntanlega snjólínu. „Þessi viðvörun kemur svo skyndilega, við þurfum þrjá daga þarna í göngur og við bara gátum ekki smalað afréttinn þannig að við erum að reyna að gera það sem hægt er. Sæþór skellti upp úr þegar hann var spurður hvort honum liði ekki eins og aðalpersónunni í Aðventu eftir Gunnar Gunnarsson, honum Fjalla-Bensa sem þvældist með hundi og hrúti um öræfin til að sækja eftirlegukindur í vonskuveðri. „Ja, hundurinn minn heitir nú Kjarkur en ekki Leó og hann [Fjalla-Bensi] var nú einn en við erum nokkrir hérna saman,“ sagði Sæþór sem var staðráðinn í að gera sitt besta.
Þingeyjarsveit Landbúnaður Réttir Tengdar fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna norðanhríðar Ríkislögreglustjóri í samráði við Lögreglustjórana á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og Austurlandi hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna norðanhríðar sem spáð er að gangi yfir landið seint í dag og fram eftir föstudegi. 3. september 2020 11:14 Appelsínugular veðurviðvaranir vegna norðanhríðar Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugular og gular viðvaranir fyrir stóran hluta landsins vegna lægðar sem er nú að grafa sig niður skammt úti fyrir austurströndinni. 3. september 2020 07:19 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Fleiri fréttir Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Sjá meira
Óvissustigi lýst yfir vegna norðanhríðar Ríkislögreglustjóri í samráði við Lögreglustjórana á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og Austurlandi hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna norðanhríðar sem spáð er að gangi yfir landið seint í dag og fram eftir föstudegi. 3. september 2020 11:14
Appelsínugular veðurviðvaranir vegna norðanhríðar Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugular og gular viðvaranir fyrir stóran hluta landsins vegna lægðar sem er nú að grafa sig niður skammt úti fyrir austurströndinni. 3. september 2020 07:19