Wijnaldum yrði í lykilhlutverki í Katalóníu | Thiago arftaki hans? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. september 2020 18:30 Wijnaldum og Koeman þekkjast ágætlega en Koeman þjálfaði hollenska landsliðið frá 2018 til 2020. Vísir/Getty Hollenski miðjumaðurinn Georginio Wijnaldum færist nær Barcelona með hverjum deginum sem líður. Hann á aðeins ár eftir af samningi sínum við Englandsmeistara Liverpool og því líklegt að hann verði seldur í þessum félagaskiptaglugga þar sem félagið virðist ekki hafa of mikinn áhuga á að endursemja við leikmanninn. Sky Sports greinir frá en segir þó að fréttir þess efnis að Wijnaldum hafi nú þegar samið um kaup og kjör við spænska félagið séu einfaldlega rangar. Þá er talið að Wijnaldum hafi áhuga á því að vera áfram hjá Liverpool ef liðið framlengir samning hans. Óvíst er hvað Liverpool gerir en það virðist sem félagið sé nú þegar búið að eyrnamerkja Thiago Alcântara sem arftaka Wijnaldum á miðju liðsins. Thiago var einn allra besti leikmaður Bayern München er liðið vann Meistaradeild Evrópu á dögunum. Thiago fór mikinn í 1-0 sigri Bayern á PSG í úrslitum Meistaradeildar Evrópu.EPA-EFE/Miguel A. Lopes Ronald Koeman, nýráðinn þjálfari Börsunga, vill að Wijnaldum spili stórt hlutverki í mikið breyttu liði Börsunga á komandi leiktíð. Þeir þekkjast ágætlega frá tíma þeirra hjá hollenska landsliðinu. Það er nú þegar ljóst að Barcelona mun mæta með mikið breytt lið til leiks er spænska deildin fer aftur nú um miðbik mánaðarins. Ivan Rakitić er farinn aftur til Sevilla, Arturo Vidal er orðaður við brottför sem og Luis Suarez. Gerard Pique og Sergio Busquets gætu einnig leitað á önnur mið. Þá er enn allt í lausu lofti varðandi mál Lionel Messi hjá Börsungum. Það yrði verður því forvitnilegt að sjá hvernig Wijnaldum myndi passa inn í lið Barcelona undir stjórn Koeman. Fótbolti Spænski boltinn Enski boltinn Tengdar fréttir Suárez verður væntanlega samherji mannsins sem hann beit Luis Suárez er líklega á leið til Juventus þar sem hann hittir fyrir manninn sem hann beit á HM 2014. 2. september 2020 08:30 Úrslitastund í Messi-málinu í dag Faðir og umboðsmaður Lionels Messi er mættur til Barcelona til að reyna að höggva á hnútinn í deilu sonar síns og Katalóníufélagsins. 2. september 2020 07:30 Rakitić snúinn aftur til Andalúsíu Króatíski miðjumaðurinn Ivan Rakitić gekk í raðir Sevilla í dag. Hann ætti að þekkja hvern krók og kima hjá félaginu en hann lék með þeim frá árinu 2011 til 2014. 1. september 2020 18:15 Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Fleiri fréttir Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Sjá meira
Hollenski miðjumaðurinn Georginio Wijnaldum færist nær Barcelona með hverjum deginum sem líður. Hann á aðeins ár eftir af samningi sínum við Englandsmeistara Liverpool og því líklegt að hann verði seldur í þessum félagaskiptaglugga þar sem félagið virðist ekki hafa of mikinn áhuga á að endursemja við leikmanninn. Sky Sports greinir frá en segir þó að fréttir þess efnis að Wijnaldum hafi nú þegar samið um kaup og kjör við spænska félagið séu einfaldlega rangar. Þá er talið að Wijnaldum hafi áhuga á því að vera áfram hjá Liverpool ef liðið framlengir samning hans. Óvíst er hvað Liverpool gerir en það virðist sem félagið sé nú þegar búið að eyrnamerkja Thiago Alcântara sem arftaka Wijnaldum á miðju liðsins. Thiago var einn allra besti leikmaður Bayern München er liðið vann Meistaradeild Evrópu á dögunum. Thiago fór mikinn í 1-0 sigri Bayern á PSG í úrslitum Meistaradeildar Evrópu.EPA-EFE/Miguel A. Lopes Ronald Koeman, nýráðinn þjálfari Börsunga, vill að Wijnaldum spili stórt hlutverki í mikið breyttu liði Börsunga á komandi leiktíð. Þeir þekkjast ágætlega frá tíma þeirra hjá hollenska landsliðinu. Það er nú þegar ljóst að Barcelona mun mæta með mikið breytt lið til leiks er spænska deildin fer aftur nú um miðbik mánaðarins. Ivan Rakitić er farinn aftur til Sevilla, Arturo Vidal er orðaður við brottför sem og Luis Suarez. Gerard Pique og Sergio Busquets gætu einnig leitað á önnur mið. Þá er enn allt í lausu lofti varðandi mál Lionel Messi hjá Börsungum. Það yrði verður því forvitnilegt að sjá hvernig Wijnaldum myndi passa inn í lið Barcelona undir stjórn Koeman.
Fótbolti Spænski boltinn Enski boltinn Tengdar fréttir Suárez verður væntanlega samherji mannsins sem hann beit Luis Suárez er líklega á leið til Juventus þar sem hann hittir fyrir manninn sem hann beit á HM 2014. 2. september 2020 08:30 Úrslitastund í Messi-málinu í dag Faðir og umboðsmaður Lionels Messi er mættur til Barcelona til að reyna að höggva á hnútinn í deilu sonar síns og Katalóníufélagsins. 2. september 2020 07:30 Rakitić snúinn aftur til Andalúsíu Króatíski miðjumaðurinn Ivan Rakitić gekk í raðir Sevilla í dag. Hann ætti að þekkja hvern krók og kima hjá félaginu en hann lék með þeim frá árinu 2011 til 2014. 1. september 2020 18:15 Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Fleiri fréttir Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Sjá meira
Suárez verður væntanlega samherji mannsins sem hann beit Luis Suárez er líklega á leið til Juventus þar sem hann hittir fyrir manninn sem hann beit á HM 2014. 2. september 2020 08:30
Úrslitastund í Messi-málinu í dag Faðir og umboðsmaður Lionels Messi er mættur til Barcelona til að reyna að höggva á hnútinn í deilu sonar síns og Katalóníufélagsins. 2. september 2020 07:30
Rakitić snúinn aftur til Andalúsíu Króatíski miðjumaðurinn Ivan Rakitić gekk í raðir Sevilla í dag. Hann ætti að þekkja hvern krók og kima hjá félaginu en hann lék með þeim frá árinu 2011 til 2014. 1. september 2020 18:15