„Barnið mitt þekkir ekki annað“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. september 2020 16:30 Sara Snorradóttir hefur barist við krabbamein síðustu þrjú ár og átti nýfætt barn þegar hún greindist. Vísir/Vilhelm „Þá átti ég þriggja mánaða stelpu,“ segir Sara Snorradóttir um það þegar hún greindist með Hodgkins eitlafrumukrabbamein í ágúst árið 2017. Hún viðurkennir að það hafi verið erfitt að fá þessar fréttir svo skömmu eftir að barnið fæddist. „Ég fór í meðferð við því, þessa fyrstu almennu meðferð sem allir fara í við Hodgkins og klára hana í febrúar 2018. Þá er allt farið og ég á bara að vera laus. En ég næ svo 11 mánuðum á milli en í janúar 2019 þá greinist ég aftur.“ Hreyfingin í fyrsta sæti Sara ræddi þetta erfiða ferli við Sigríði Þóru Ásgeirsdóttur í Krafts hlaðvarpinu Fokk ég er með krabbamein. Það var í júlí á þessu ári sem Sara fékk þær fréttir í júlí á þessu ári að hún væri aftur laus við meinið. „Þetta tók aðeins lengri tíma í þetta skiptið, enda var þetta svolítið seigt, vildi ekki fara, vildi ekki yfirgefa mig.“ Þessi seinni meðferð var erfiðari og tók meira á líkamann. „Ég er búin að vera að þessu í þrjú ár, barnið mitt þekkir ekki annað.“ Í viðtalinu ræðir Sara um mikilvægi hreyfingar og endurhæfingar þegar kemur að þessum sjúkdómi. „Mér finnst að hún eigi að vera algjörlega í fyrsta sæti og að gera þetta allan tímann. Það er náttúrulega mismunandi dagsform og allt svoleiðis, en reyna.“ Sjálf stundaði hún mikla hreyfingu og mætti jafnvel í ræktina degi eftir lyfjameðferð. Viðtalið við Söru hefst á mínútu 41:25 í þættinum, sem kallast Af hverju skiptir endurhæfing máli? Þátturinn er á Spotify og helstu efnisveitum og má einnig hlusta á hann í spilaranum hér fyrir neðan. Í fyrri hluta þáttar ræðir Sigríður Þóra við þá Atla Má Sigurðsson og Hauk Guðmundsson. Nýr þáttur af hlaðvarpinu Fokk ég er með krabbamein er væntanlegur hingað á Vísi á morgun. Heilsa Heilbrigðismál Fokk ég er með krabbamein Tengdar fréttir Hreyfing vanmetinn hluti af krabbameinsmeðferð Líkamleg endurhæfing er mikilvægur þáttur í bataferli þeirra sem greinast með krabbamein. Hér á landi er til dæmis bæði hægt að sækja þjálfun og æfingar í gegnum félögin Kraft og Ljósið. Þjálfarar segja að það geti verið mjög hvetjandi að æfa með fólki sem hefur einnig greinst með krabbamein. 21. ágúst 2020 07:00 Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Sjá meira
„Þá átti ég þriggja mánaða stelpu,“ segir Sara Snorradóttir um það þegar hún greindist með Hodgkins eitlafrumukrabbamein í ágúst árið 2017. Hún viðurkennir að það hafi verið erfitt að fá þessar fréttir svo skömmu eftir að barnið fæddist. „Ég fór í meðferð við því, þessa fyrstu almennu meðferð sem allir fara í við Hodgkins og klára hana í febrúar 2018. Þá er allt farið og ég á bara að vera laus. En ég næ svo 11 mánuðum á milli en í janúar 2019 þá greinist ég aftur.“ Hreyfingin í fyrsta sæti Sara ræddi þetta erfiða ferli við Sigríði Þóru Ásgeirsdóttur í Krafts hlaðvarpinu Fokk ég er með krabbamein. Það var í júlí á þessu ári sem Sara fékk þær fréttir í júlí á þessu ári að hún væri aftur laus við meinið. „Þetta tók aðeins lengri tíma í þetta skiptið, enda var þetta svolítið seigt, vildi ekki fara, vildi ekki yfirgefa mig.“ Þessi seinni meðferð var erfiðari og tók meira á líkamann. „Ég er búin að vera að þessu í þrjú ár, barnið mitt þekkir ekki annað.“ Í viðtalinu ræðir Sara um mikilvægi hreyfingar og endurhæfingar þegar kemur að þessum sjúkdómi. „Mér finnst að hún eigi að vera algjörlega í fyrsta sæti og að gera þetta allan tímann. Það er náttúrulega mismunandi dagsform og allt svoleiðis, en reyna.“ Sjálf stundaði hún mikla hreyfingu og mætti jafnvel í ræktina degi eftir lyfjameðferð. Viðtalið við Söru hefst á mínútu 41:25 í þættinum, sem kallast Af hverju skiptir endurhæfing máli? Þátturinn er á Spotify og helstu efnisveitum og má einnig hlusta á hann í spilaranum hér fyrir neðan. Í fyrri hluta þáttar ræðir Sigríður Þóra við þá Atla Má Sigurðsson og Hauk Guðmundsson. Nýr þáttur af hlaðvarpinu Fokk ég er með krabbamein er væntanlegur hingað á Vísi á morgun.
Heilsa Heilbrigðismál Fokk ég er með krabbamein Tengdar fréttir Hreyfing vanmetinn hluti af krabbameinsmeðferð Líkamleg endurhæfing er mikilvægur þáttur í bataferli þeirra sem greinast með krabbamein. Hér á landi er til dæmis bæði hægt að sækja þjálfun og æfingar í gegnum félögin Kraft og Ljósið. Þjálfarar segja að það geti verið mjög hvetjandi að æfa með fólki sem hefur einnig greinst með krabbamein. 21. ágúst 2020 07:00 Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Sjá meira
Hreyfing vanmetinn hluti af krabbameinsmeðferð Líkamleg endurhæfing er mikilvægur þáttur í bataferli þeirra sem greinast með krabbamein. Hér á landi er til dæmis bæði hægt að sækja þjálfun og æfingar í gegnum félögin Kraft og Ljósið. Þjálfarar segja að það geti verið mjög hvetjandi að æfa með fólki sem hefur einnig greinst með krabbamein. 21. ágúst 2020 07:00