Segir KSÍ hafa verið margar vikur að undirbúa leikinn gegn Englendingum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. september 2020 19:00 Leikur Íslands og Englands í Þjóðadeildinni fer fram á laugardaginn kemur og hefur starfsfólk Laugardalsvallar staðið í ströngu undanfarna daga. Þó engir áhorfendur séu leyfðir er í mörg horn að líta þar sem UEFA [knattspyrnusamband Evrópu] hefur sett upp viðamikið regluverk í kringum komandi landsleiki. Til að mynda verða allir sem mæta á Laugardalsvöll hitamældir. Í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld ræddi Guðjón Guðmundsson - Gaupi - við Óskar Örn Guðbrandsson sem starfar hjá KSÍ, knattspyrnusambandi Íslands. Sér hann um framkvæmd leikja og verkefnastjórn á vegum sambandsins. Sjá má allt innslagið í spilaranum hér að ofan. „UEFA hefur gefið út mjög ítarlegt regluverk fyrir þessa leiki. Við erum búin að vinna í því í margar vikur að undirbúa þetta allt saman,“ segir Óskar Örn meðal annars. „Það er til dæmis mjög skýrt kveðið á um svæðisskiptingu mannvirkisins, bæði innanhúss sem og út á velli. Hver má vera hvar, á hvaða tíma og annað slíkt. Þetta er mjög umfangsmikið og felur ýmislegt í sér varðandi ferðalög liðanna, skimanir, sótthreinsun á klefum og ýmislegt fleira.“ Það kemur nokkuð á óvart að enska liðið mun ekki æfa á vellinum fyrir leik. „Þeir ætla að koma hingað með leiguflugi á föstudeginum, degi fyrir leik, og taka því æfinguna daginn fyrir leik í Englandi,“ sagði Óskar. Varðandi búningsklefa og blaðamenn „Við erum svo heppin að við höfum skylmingasalinn í kjallaranum, alveg við búningsklefana. Við notum þann sal og stækkum búningsklefana þannig töluvert. Þannig getum við haldið tveggja metra fjarlægð inn í klefum og fá bæði lið aukið pláss miðað við það sem venjulega er.“ Það verður töluvert minna af erlendum blaðamönnum en venja er á leikjum íslenska landsliðsins. „Það er blaðamannafundur eftir leik en ekki þetta almenna viðtalssvæði sem er alltaf eftir leiki,“ sagði Óskar Örn að lokum. Fótbolti KSÍ Sportpakkinn Laugardalsvöllur Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Sjá meira
Leikur Íslands og Englands í Þjóðadeildinni fer fram á laugardaginn kemur og hefur starfsfólk Laugardalsvallar staðið í ströngu undanfarna daga. Þó engir áhorfendur séu leyfðir er í mörg horn að líta þar sem UEFA [knattspyrnusamband Evrópu] hefur sett upp viðamikið regluverk í kringum komandi landsleiki. Til að mynda verða allir sem mæta á Laugardalsvöll hitamældir. Í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld ræddi Guðjón Guðmundsson - Gaupi - við Óskar Örn Guðbrandsson sem starfar hjá KSÍ, knattspyrnusambandi Íslands. Sér hann um framkvæmd leikja og verkefnastjórn á vegum sambandsins. Sjá má allt innslagið í spilaranum hér að ofan. „UEFA hefur gefið út mjög ítarlegt regluverk fyrir þessa leiki. Við erum búin að vinna í því í margar vikur að undirbúa þetta allt saman,“ segir Óskar Örn meðal annars. „Það er til dæmis mjög skýrt kveðið á um svæðisskiptingu mannvirkisins, bæði innanhúss sem og út á velli. Hver má vera hvar, á hvaða tíma og annað slíkt. Þetta er mjög umfangsmikið og felur ýmislegt í sér varðandi ferðalög liðanna, skimanir, sótthreinsun á klefum og ýmislegt fleira.“ Það kemur nokkuð á óvart að enska liðið mun ekki æfa á vellinum fyrir leik. „Þeir ætla að koma hingað með leiguflugi á föstudeginum, degi fyrir leik, og taka því æfinguna daginn fyrir leik í Englandi,“ sagði Óskar. Varðandi búningsklefa og blaðamenn „Við erum svo heppin að við höfum skylmingasalinn í kjallaranum, alveg við búningsklefana. Við notum þann sal og stækkum búningsklefana þannig töluvert. Þannig getum við haldið tveggja metra fjarlægð inn í klefum og fá bæði lið aukið pláss miðað við það sem venjulega er.“ Það verður töluvert minna af erlendum blaðamönnum en venja er á leikjum íslenska landsliðsins. „Það er blaðamannafundur eftir leik en ekki þetta almenna viðtalssvæði sem er alltaf eftir leiki,“ sagði Óskar Örn að lokum.
Fótbolti KSÍ Sportpakkinn Laugardalsvöllur Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Sjá meira