Pablo Punyed átti að fá rautt spjald fyrir „mjög ljótt brot“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. september 2020 12:30 Pablo Punyed steig aftan á kálfa Tryggva Hrafns Haraldssonar í hröðu upphlaupi Skagamanna en slapp með gult spjald. Skjámynd/S2 Sport Pablo Punyed skoraði tvö mörk fyrir KR í 4-1 sigri á Skagamönnum en samkvæmt sérfræðingunum í Pepsi Max Stúkunni þá átti hann vera farinn löngu áður útaf með rautt spjald. KR-ingar voru heppnir að missa ekki mann af velli með rautt spjald strax á sextándu mínútu í sigrinum á Skagamönnum í síðustu umferð Pepsi Max deildarinnar. KR vann leikinn 4-1 en hefðu getað þurft að spila manni færri í 74 mínútur. Pablo Oshan Punyed steig aftan á Tryggva Hrafn Haraldsson í skyndisókn á 16. mínútu leiksins og hlaut gula spjaldið fyrir frá Erlendi Eiríkssyni dómara. Staðan var þá 1-0 fyrir KR. Pablo Punyed innsiglaði síðan sigur KR-liðsins með því að skora tvö síðustu mörk leiksins á 68. og 89. mínútu. Guðmundur Benediktsson spurði þá Þorkel Mána Pétursson og Tómas Inga Tómasson út í þetta brot hjá Pablo Punyed í Pepsi Max Stúkunni í gær. „Ég vil meina að hann sé heppinn að fá ekki meira en gult spjald. Rikki sagði í lýsingunni að þetta væri ‚professional' brot en mér finnst þetta ekki vera mjög ‚professional'. Hann fer beint í löppina á honum og hann hefði þess vegna getað slasað hann,“ sagði Þorkell Máni Pétursson. „Við höfum oft séð þessi brot þegar menn eru að teika, menn halda í peysuna eða hlaupa inn í menn. Þarna var hann vísviljandi að stíga á hann. Hann gerði ekki neina tilraun til þess að spila knettinum,“ sagði Þorkell Máni sem vildi meina að þetta væri appelsínugult spjald. Tómas Ingi Tómasson var aftur á móti miklu harðari á því að þetta væri rautt spjald. „Það er ekkert appelsínugult spjald til og þetta er rautt spjald. Mér fannst hann reyna að meiða hann eða reyna að stoppa hann fyrir það fyrsta. Hann fer með takkana aftan í kálfann á honum sem mér finnst vera mjög ljótt brot. Mér finnst þetta vera rautt spjald,“ sagði Tómas Ingi Tómasson. „Hann átti ekki möguleika á boltanum og þrumaði mann svona niður. Bara útaf með hann,“ sagði Tómas Ingi. Það má sjá hvað þeir sögðu um brot Pablo Punyed og brotið sjálft í myndbandinu hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Pablo Punyed átti að fá rautt spjald á móti ÍA Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan KR Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Sjá meira
Pablo Punyed skoraði tvö mörk fyrir KR í 4-1 sigri á Skagamönnum en samkvæmt sérfræðingunum í Pepsi Max Stúkunni þá átti hann vera farinn löngu áður útaf með rautt spjald. KR-ingar voru heppnir að missa ekki mann af velli með rautt spjald strax á sextándu mínútu í sigrinum á Skagamönnum í síðustu umferð Pepsi Max deildarinnar. KR vann leikinn 4-1 en hefðu getað þurft að spila manni færri í 74 mínútur. Pablo Oshan Punyed steig aftan á Tryggva Hrafn Haraldsson í skyndisókn á 16. mínútu leiksins og hlaut gula spjaldið fyrir frá Erlendi Eiríkssyni dómara. Staðan var þá 1-0 fyrir KR. Pablo Punyed innsiglaði síðan sigur KR-liðsins með því að skora tvö síðustu mörk leiksins á 68. og 89. mínútu. Guðmundur Benediktsson spurði þá Þorkel Mána Pétursson og Tómas Inga Tómasson út í þetta brot hjá Pablo Punyed í Pepsi Max Stúkunni í gær. „Ég vil meina að hann sé heppinn að fá ekki meira en gult spjald. Rikki sagði í lýsingunni að þetta væri ‚professional' brot en mér finnst þetta ekki vera mjög ‚professional'. Hann fer beint í löppina á honum og hann hefði þess vegna getað slasað hann,“ sagði Þorkell Máni Pétursson. „Við höfum oft séð þessi brot þegar menn eru að teika, menn halda í peysuna eða hlaupa inn í menn. Þarna var hann vísviljandi að stíga á hann. Hann gerði ekki neina tilraun til þess að spila knettinum,“ sagði Þorkell Máni sem vildi meina að þetta væri appelsínugult spjald. Tómas Ingi Tómasson var aftur á móti miklu harðari á því að þetta væri rautt spjald. „Það er ekkert appelsínugult spjald til og þetta er rautt spjald. Mér fannst hann reyna að meiða hann eða reyna að stoppa hann fyrir það fyrsta. Hann fer með takkana aftan í kálfann á honum sem mér finnst vera mjög ljótt brot. Mér finnst þetta vera rautt spjald,“ sagði Tómas Ingi Tómasson. „Hann átti ekki möguleika á boltanum og þrumaði mann svona niður. Bara útaf með hann,“ sagði Tómas Ingi. Það má sjá hvað þeir sögðu um brot Pablo Punyed og brotið sjálft í myndbandinu hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Pablo Punyed átti að fá rautt spjald á móti ÍA
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan KR Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Sjá meira