Breytt heimsmynd Sigurður Páll Jónsson skrifar 29. ágúst 2020 23:15 Þegar við Íslendingar stóðum frammi fyrir því fyrir sex mánuðum að Covid-19 veiran var komin inn í landið. Þá einhenti þjóðin sér eftir ráðleggingum þríeykisins og ákvörðun stjórnvalda að komast í gegnum þann „skafl, fár“ sem við okkur blasti. Síðan myndi „eðlilegt“ líf taka við. Samt segir sagan okkur að heimsfaraldrar eru hvað skæðastir í annarri bylgju. En við vildum trúa því að þetta væri öðruvísi núna. Nú erum við stödd í annarri bylgju sem hefur sýnt okkur að þetta gæti orðið langhlaup. Viðbrögð stjórnvalda hafa verið að bregðast við með aðgerða pökkum. Stærstu hagkerfi heims svo sem, Bandaríkin, Bretland, Japan og fleiri hafa mátt horfast í augu við hagtölur sem eru þær svörtustu í manna minnum, mesta samdrátt í landsframleiðslu síðan samantekt á þessum tölum hófst. Þar við bætist, vaxandi atvinnuleysi í þessum löndum, sem ekki á rætur í samdrætti í ferðamennsku, heldur í fjölda annara greina. Það fyrsta sem fólk gerir þegar harðnar í ári er að skera niður „óþarfa“. Gefum okkur að allir fengju sína sprautu af bóluefni á morgun, þá tæki það hagkerfi heimsins langan tíma að rétta sig af eftir svona byltu. Við Íslendingar þurfum að búa okkur undir þá heimsmynd að ferðaþjónustan eins og hún hefur verið undanfarin ár muni ekki jafna sig á stuttum tíma. Skoðanakannanir í fjölda landa undanfarið, á vilja fólks til ferðalaga, er vægast sagt lítill. Bendir þetta til að vonir um að þegar bóluefni berst þá muni ferðamönnum fjölga í fyrra horf, séu á sandi byggðar. Covid-19 hefur þegar truflað matvælaframleiðslu í heiminum, og vöruflutninga, þar á meðal flutning matvæla. í ljósi þessa er fæðuöryggi okkar Íslendinga með eigin framleiðslu nauðsynlegt og raunhæft markmið. Rafmagn með vatnsorku, jarðvarma eða vindorku hérlendis er hægt að framleiða með minni tilkostnaði en víðast annarstaðar í heiminum og því hæg heimatökin ef vilji er til staðar að nýta þá orku enn betur. Við eigum erfið misseri í vændum. Ferðamaðurinn á hvíta hestinum er varla á leiðinni. Fæðuöryggi okkar veltur á framleiðslu utan landsteinanna. Hvernig erum við í stakk búinn til að takast á við þá stöðu að hugsanlega munu hlutirnir versna umtalsvert áður en þeir batna? Ég myndi í það minnsta leggja höfuðið rólegar á koddann ef ríkisstjórnin ætti svör við þessum spurningum. Allavega er ákall eftir stefnu ríkisstjórnarinnar í baráttunni við það ástand sem nú ríkir. Almenningur og fyrirtæki kallar eftir þeim upplýsingum. Sigurður Páll Jónsson. Þingmaður Miðflokksins í NV kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sigurður Páll Jónsson Mest lesið „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Sjá meira
Þegar við Íslendingar stóðum frammi fyrir því fyrir sex mánuðum að Covid-19 veiran var komin inn í landið. Þá einhenti þjóðin sér eftir ráðleggingum þríeykisins og ákvörðun stjórnvalda að komast í gegnum þann „skafl, fár“ sem við okkur blasti. Síðan myndi „eðlilegt“ líf taka við. Samt segir sagan okkur að heimsfaraldrar eru hvað skæðastir í annarri bylgju. En við vildum trúa því að þetta væri öðruvísi núna. Nú erum við stödd í annarri bylgju sem hefur sýnt okkur að þetta gæti orðið langhlaup. Viðbrögð stjórnvalda hafa verið að bregðast við með aðgerða pökkum. Stærstu hagkerfi heims svo sem, Bandaríkin, Bretland, Japan og fleiri hafa mátt horfast í augu við hagtölur sem eru þær svörtustu í manna minnum, mesta samdrátt í landsframleiðslu síðan samantekt á þessum tölum hófst. Þar við bætist, vaxandi atvinnuleysi í þessum löndum, sem ekki á rætur í samdrætti í ferðamennsku, heldur í fjölda annara greina. Það fyrsta sem fólk gerir þegar harðnar í ári er að skera niður „óþarfa“. Gefum okkur að allir fengju sína sprautu af bóluefni á morgun, þá tæki það hagkerfi heimsins langan tíma að rétta sig af eftir svona byltu. Við Íslendingar þurfum að búa okkur undir þá heimsmynd að ferðaþjónustan eins og hún hefur verið undanfarin ár muni ekki jafna sig á stuttum tíma. Skoðanakannanir í fjölda landa undanfarið, á vilja fólks til ferðalaga, er vægast sagt lítill. Bendir þetta til að vonir um að þegar bóluefni berst þá muni ferðamönnum fjölga í fyrra horf, séu á sandi byggðar. Covid-19 hefur þegar truflað matvælaframleiðslu í heiminum, og vöruflutninga, þar á meðal flutning matvæla. í ljósi þessa er fæðuöryggi okkar Íslendinga með eigin framleiðslu nauðsynlegt og raunhæft markmið. Rafmagn með vatnsorku, jarðvarma eða vindorku hérlendis er hægt að framleiða með minni tilkostnaði en víðast annarstaðar í heiminum og því hæg heimatökin ef vilji er til staðar að nýta þá orku enn betur. Við eigum erfið misseri í vændum. Ferðamaðurinn á hvíta hestinum er varla á leiðinni. Fæðuöryggi okkar veltur á framleiðslu utan landsteinanna. Hvernig erum við í stakk búinn til að takast á við þá stöðu að hugsanlega munu hlutirnir versna umtalsvert áður en þeir batna? Ég myndi í það minnsta leggja höfuðið rólegar á koddann ef ríkisstjórnin ætti svör við þessum spurningum. Allavega er ákall eftir stefnu ríkisstjórnarinnar í baráttunni við það ástand sem nú ríkir. Almenningur og fyrirtæki kallar eftir þeim upplýsingum. Sigurður Páll Jónsson. Þingmaður Miðflokksins í NV kjördæmi.
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun