Erfið staða á Suðurnesjum: „Við getum ekki lifað svona mikið lengur“ Birgir Olgeirsson skrifar 29. ágúst 2020 22:54 Íbúar í Reykjanesbæ biðja yfirvöld um að gleyma sér ekki í því ástandi sem þar ríkir nú. Ríkið verði að bregðast við því ekki sé hægt að lifa svona til lengdar, segir einn sem missti vinnuna nýverið. Sjá einnig: Raðir hafi myndast eftir fjárhags- og mataraðstoð Logi Júlíusson er bílstjóri í Reykjanesbæ. Þar hefur atvinna leigubílstjóra hrunið og er um 10 til 15 prósent af því sem þætti hefðbundið í eðlilegu árferði. Hann segir marga leigubílstjóra íhuga að skila inn leyfunum. „Núna er verið að segja upp 133 í Leifsstöð. Flest allt þetta fólk ef ekki allir eiga heima á þessu svæði. Í átján þúsund manna bæ er 133 á einum vinnustað ansi stór biti. Það þarf að gera eitthvað, það þarf að skapa einhver störf, það skiptir ekki máli hvað það er, það þarf bara að gera eitthvað,“ segir Logi. „Þetta er afar slæm staða. Margir hafa misst vinnuna vegna kórónuveirunnar. Yfirvöld þurfa að gera eitthvað því við getum lifað mikið lengur svona. Þetta er afar erfið staða fyrir okkur,“ segir Stefan Korzmaeke sem missti vinnuna nýverið. Verkefnastaða hjá fyrirtækinu hans hrundi og því fór sem fór. Ástandið reyni mikið á fjölskyldu hans. Eiginkona hans er enn með vinnu en hann segir fjarnám elstu dóttur hans reynast henni afar erfitt. „Það þarf að setja meira fjármagn til sveitarfélaganna. Ekki gleyma okkur hérna á Suðurnesjunum,“ sagði Eysteinn Örn Garðarsson, sjómaður, sem sjálfur er enn með vinnu en margir í kringum hann hafa misst vinnuna undanfarið. „Ef við horfum á flugstöðina, þá var síðast í gær 130 manna hópur sem missti vinnuna þar. Stöðin er tóm,“ segir Eiríkur Bragason, starfsmaður Landhelgisgæslunnar, sem var á ferð í Reykjanesbæ í dag ásamt eiginkonu sinni Lillý Hafsteinsdóttir sem er heimavinnandi. „Það eru mjög margir í Sandgerði sem vinna upp í flugstöð. Ástandið er ekki gott,“ segir Lillý en hún og Eiríkur búa í Sandgerði í Suðurnesjabæ. „Það eru líka kannski tveir frá sama heimili sem eru að vinna upp í flugstöð. Þetta kemur sér mjög illa fyrir það fólk,“ segir Lillý. „Þetta er mikið fólk ef hjón missa bæði vinnuna,“ bætir Eiríkur við. Halldóra Magnúsdóttir leikskólakennari segir haustið líta afar illa út. „Þetta lítur ekki vel út hjá mörgum. Margir þurfa aðstoð og það þarf að hjálpa mörgum.“ Ólafur Sigurjónsson, íbúi í Reykjanesbæ, segir nokkra úr sinni fjölskyldu, sem starfa í fluggeiranum, hafa misst vinnuna í vor. „Mér finnst staðan ekki góð. Það er töluvert mikið atvinnuleysi hér. Maður heyrir það af umræðunni í bænum. Það er ekki gott hljóð í fólki.“ Reykjanesbær Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Íbúar í Reykjanesbæ biðja yfirvöld um að gleyma sér ekki í því ástandi sem þar ríkir nú. Ríkið verði að bregðast við því ekki sé hægt að lifa svona til lengdar, segir einn sem missti vinnuna nýverið. Sjá einnig: Raðir hafi myndast eftir fjárhags- og mataraðstoð Logi Júlíusson er bílstjóri í Reykjanesbæ. Þar hefur atvinna leigubílstjóra hrunið og er um 10 til 15 prósent af því sem þætti hefðbundið í eðlilegu árferði. Hann segir marga leigubílstjóra íhuga að skila inn leyfunum. „Núna er verið að segja upp 133 í Leifsstöð. Flest allt þetta fólk ef ekki allir eiga heima á þessu svæði. Í átján þúsund manna bæ er 133 á einum vinnustað ansi stór biti. Það þarf að gera eitthvað, það þarf að skapa einhver störf, það skiptir ekki máli hvað það er, það þarf bara að gera eitthvað,“ segir Logi. „Þetta er afar slæm staða. Margir hafa misst vinnuna vegna kórónuveirunnar. Yfirvöld þurfa að gera eitthvað því við getum lifað mikið lengur svona. Þetta er afar erfið staða fyrir okkur,“ segir Stefan Korzmaeke sem missti vinnuna nýverið. Verkefnastaða hjá fyrirtækinu hans hrundi og því fór sem fór. Ástandið reyni mikið á fjölskyldu hans. Eiginkona hans er enn með vinnu en hann segir fjarnám elstu dóttur hans reynast henni afar erfitt. „Það þarf að setja meira fjármagn til sveitarfélaganna. Ekki gleyma okkur hérna á Suðurnesjunum,“ sagði Eysteinn Örn Garðarsson, sjómaður, sem sjálfur er enn með vinnu en margir í kringum hann hafa misst vinnuna undanfarið. „Ef við horfum á flugstöðina, þá var síðast í gær 130 manna hópur sem missti vinnuna þar. Stöðin er tóm,“ segir Eiríkur Bragason, starfsmaður Landhelgisgæslunnar, sem var á ferð í Reykjanesbæ í dag ásamt eiginkonu sinni Lillý Hafsteinsdóttir sem er heimavinnandi. „Það eru mjög margir í Sandgerði sem vinna upp í flugstöð. Ástandið er ekki gott,“ segir Lillý en hún og Eiríkur búa í Sandgerði í Suðurnesjabæ. „Það eru líka kannski tveir frá sama heimili sem eru að vinna upp í flugstöð. Þetta kemur sér mjög illa fyrir það fólk,“ segir Lillý. „Þetta er mikið fólk ef hjón missa bæði vinnuna,“ bætir Eiríkur við. Halldóra Magnúsdóttir leikskólakennari segir haustið líta afar illa út. „Þetta lítur ekki vel út hjá mörgum. Margir þurfa aðstoð og það þarf að hjálpa mörgum.“ Ólafur Sigurjónsson, íbúi í Reykjanesbæ, segir nokkra úr sinni fjölskyldu, sem starfa í fluggeiranum, hafa misst vinnuna í vor. „Mér finnst staðan ekki góð. Það er töluvert mikið atvinnuleysi hér. Maður heyrir það af umræðunni í bænum. Það er ekki gott hljóð í fólki.“
Reykjanesbær Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira