Fjögur mansalsmál á borð Bjarkarhlíðar í sumar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 29. ágúst 2020 20:22 Tilkynnt hefur verið um fjögur mál þar sem grunur er um mansal til Bjarkarhlíðar í sumar. Öll tengjast þau vinnnumansali og tvö þeirra jafnframt kynlífsmansali. Í byrjun júlí fékk Bjarkahlíð það hlutverk að halda úti framkvæmdarteymi um mansalsmál. Um er að ræða tilraunverkefni sem snýst um að einn aðili sé ábyrgur fyrir samhæfingu í viðbrögðum við mansalsmálum og að halda utan um tölfræði. „Við höfum séð frelsissviptingu atvinnurekanda þar sem manneskju er haldið á vinnustaðnum og kemst ekki í burtu,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastýra Bjarkarhlíðar.Stöð2 „Við höfum fengið núna í júlí tilkynningar um fjögur mál þar sem grunur er um að mansal. Þetta eru öll mál sem eru í ferli og eru í rannsókn og tengjast öll vinnumansali og tvö þeirra tengjast líka kynlífsmansali," segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri Bjarkarhlíðar. Tilkynningar um málin hafi komið frá almenningi, fólkinu sjálfu og verkalýðsfélögunum. Fólkið sem um ræðir sé á fertugsaldri og kemur frá mið Ameríku, Asíu og Afríku. „Það er svona ein af skilgreiningunum varðandi mansal að þetta sé skipulögð brotastarfsemi. Það sé einhver sem skipuleggi ferðir þessa fólks og það sé þannig svipt frelsi sínu og þannig komið í þessar aðstæður," segir Ragna sem vill ekki gefa upp hvar fólkið starfaði við þessar aðstæður. Heimildir fréttastofu herma að málin tengist veitingageiranum. „Við höfum séð frelsissviptingu atvinnurekanda þar sem manneskju er haldið á vinnustaðnum og kemst ekki í burtu og síðan erum við að sjá fólk vinna án þess að fá laun og fá þá húsaskjól og mat og þetta er náttúrulega allt brot á fólki,“ segir Ragna. Bjarkarhlíð hjálpi fólkinu við að komast í skjól ef á þarf að halda og veitir því stuðning. „Fólk í þessum aðstæðum er mjög brotið á sál og líkama og þarf að fá skjól og tíma til að átta sig og umönnun," segir Ragna. Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Sjá meira
Tilkynnt hefur verið um fjögur mál þar sem grunur er um mansal til Bjarkarhlíðar í sumar. Öll tengjast þau vinnnumansali og tvö þeirra jafnframt kynlífsmansali. Í byrjun júlí fékk Bjarkahlíð það hlutverk að halda úti framkvæmdarteymi um mansalsmál. Um er að ræða tilraunverkefni sem snýst um að einn aðili sé ábyrgur fyrir samhæfingu í viðbrögðum við mansalsmálum og að halda utan um tölfræði. „Við höfum séð frelsissviptingu atvinnurekanda þar sem manneskju er haldið á vinnustaðnum og kemst ekki í burtu,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastýra Bjarkarhlíðar.Stöð2 „Við höfum fengið núna í júlí tilkynningar um fjögur mál þar sem grunur er um að mansal. Þetta eru öll mál sem eru í ferli og eru í rannsókn og tengjast öll vinnumansali og tvö þeirra tengjast líka kynlífsmansali," segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri Bjarkarhlíðar. Tilkynningar um málin hafi komið frá almenningi, fólkinu sjálfu og verkalýðsfélögunum. Fólkið sem um ræðir sé á fertugsaldri og kemur frá mið Ameríku, Asíu og Afríku. „Það er svona ein af skilgreiningunum varðandi mansal að þetta sé skipulögð brotastarfsemi. Það sé einhver sem skipuleggi ferðir þessa fólks og það sé þannig svipt frelsi sínu og þannig komið í þessar aðstæður," segir Ragna sem vill ekki gefa upp hvar fólkið starfaði við þessar aðstæður. Heimildir fréttastofu herma að málin tengist veitingageiranum. „Við höfum séð frelsissviptingu atvinnurekanda þar sem manneskju er haldið á vinnustaðnum og kemst ekki í burtu og síðan erum við að sjá fólk vinna án þess að fá laun og fá þá húsaskjól og mat og þetta er náttúrulega allt brot á fólki,“ segir Ragna. Bjarkarhlíð hjálpi fólkinu við að komast í skjól ef á þarf að halda og veitir því stuðning. „Fólk í þessum aðstæðum er mjög brotið á sál og líkama og þarf að fá skjól og tíma til að átta sig og umönnun," segir Ragna.
Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Sjá meira