Andlát: Þóra Hallgrímsson Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. ágúst 2020 10:51 Þóra með eiginmanni sínum Björgólfi Guðmundssyni á leik með enska félagsliðinu West Ham árið 2008. Getty/Phil COle Þóra Hallgrímsson, eiginkona Björgólfs Guðmundssonar og móðir Björgólfs Thors Bjorgólfssonar, er látin. Í dánartilkynningu sem Björgólfur eldri birtir í Fréttablaðinu í dag segir að hún hafi látist á Landspítalanum þann 27. ágúst. Þóra fæddist þann 28. janúar 1930 og var því níræð þegar hún lést. Ævi Þóru var viðburðarrík en hún var dóttir Hallgríms Fr. Hallgrímssonar, forstjóra Skeljungs og konu hans Margrétar Þorbjargar Thors. Margrét Þorbjörg var dóttir Thors Jensens athafnamans og systir Ólafs Thors, forsætisráðherra. Í umfjöllun um ævi Þóru í DV fá árinu 2005 kemur fram að eftir nám í Bandaríkjunum hafi hún kynnst fyrsta eiginmanni sínum, Hauki Clausen. Þau eignuðust einn son. Þóra og Haukur skildu eftir stutta sambúð. Árið 1953 giftist Þóra Bandaríkjamanninum George Lincoln Rockwell og eignuðust þau þrjú börn. Hjónabandið entist þó ekki og eftir komuna til Íslands kynntist Þóra Björgólfi Guðmundssyni. Þau giftu sig í júní árið 1963. Björgólfur gekk börnum hennar í föðurstað auk þess sem að þau eignuðust einn son, Björgólf Thor. Í viðtali við vefinn Lifðu núna sem tekið var fyrr á árinu sagði Þóra beðin um að gefa fólki ráð eftir langa ævi, að hún vildi minni alla á að reyna eftir fremsta megni að njóta hvers tímabils, alltaf væri hægt að sjá ljósu hliðarnar. „Lífið býður okkur upp á svo mismunandi aðstæður á mismunandi tímum,” var haft eftir Þóru. „Stundum hef ég hikað og hugsað með mér: „Ah, þetta er nú aðeins of mikið og hvað er nú ætlast til að ég læri af þessu? En þegar frá líður hefur yfirleitt komið í ljós að ég hef getað sagt við sjálfa mig: Já, það var sannarlega gott að ég upplifði þetta þótt það hafi verið erfitt á meðan á því stóð.” Alltaf væri hægt að læra eitthvað af öllu því hendir mann um ævina. „Maður sér það bara ekki á meðan hlutirnir eru að gerast en öll él birtir upp um síðir. En um leið og ég segi það veit ég að auðvitað komast ekki allir farsællega út úr lífinu. Það eru til aðstæður sem við ráðum ekki við. En vonandi erum við svo lánsöm hér á Íslandi að geta hjálpað þeim sem þurfa á því að halda. Ég hef sjálf verið heppin.” Andlát Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Þóra Hallgrímsson, eiginkona Björgólfs Guðmundssonar og móðir Björgólfs Thors Bjorgólfssonar, er látin. Í dánartilkynningu sem Björgólfur eldri birtir í Fréttablaðinu í dag segir að hún hafi látist á Landspítalanum þann 27. ágúst. Þóra fæddist þann 28. janúar 1930 og var því níræð þegar hún lést. Ævi Þóru var viðburðarrík en hún var dóttir Hallgríms Fr. Hallgrímssonar, forstjóra Skeljungs og konu hans Margrétar Þorbjargar Thors. Margrét Þorbjörg var dóttir Thors Jensens athafnamans og systir Ólafs Thors, forsætisráðherra. Í umfjöllun um ævi Þóru í DV fá árinu 2005 kemur fram að eftir nám í Bandaríkjunum hafi hún kynnst fyrsta eiginmanni sínum, Hauki Clausen. Þau eignuðust einn son. Þóra og Haukur skildu eftir stutta sambúð. Árið 1953 giftist Þóra Bandaríkjamanninum George Lincoln Rockwell og eignuðust þau þrjú börn. Hjónabandið entist þó ekki og eftir komuna til Íslands kynntist Þóra Björgólfi Guðmundssyni. Þau giftu sig í júní árið 1963. Björgólfur gekk börnum hennar í föðurstað auk þess sem að þau eignuðust einn son, Björgólf Thor. Í viðtali við vefinn Lifðu núna sem tekið var fyrr á árinu sagði Þóra beðin um að gefa fólki ráð eftir langa ævi, að hún vildi minni alla á að reyna eftir fremsta megni að njóta hvers tímabils, alltaf væri hægt að sjá ljósu hliðarnar. „Lífið býður okkur upp á svo mismunandi aðstæður á mismunandi tímum,” var haft eftir Þóru. „Stundum hef ég hikað og hugsað með mér: „Ah, þetta er nú aðeins of mikið og hvað er nú ætlast til að ég læri af þessu? En þegar frá líður hefur yfirleitt komið í ljós að ég hef getað sagt við sjálfa mig: Já, það var sannarlega gott að ég upplifði þetta þótt það hafi verið erfitt á meðan á því stóð.” Alltaf væri hægt að læra eitthvað af öllu því hendir mann um ævina. „Maður sér það bara ekki á meðan hlutirnir eru að gerast en öll él birtir upp um síðir. En um leið og ég segi það veit ég að auðvitað komast ekki allir farsællega út úr lífinu. Það eru til aðstæður sem við ráðum ekki við. En vonandi erum við svo lánsöm hér á Íslandi að geta hjálpað þeim sem þurfa á því að halda. Ég hef sjálf verið heppin.”
Andlát Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira