Ísland fyrir neðan Færeyjar og Gíbraltar á lista UEFA Sindri Sverrisson skrifar 28. ágúst 2020 12:22 FH tapaði gegn Dunajská Streda í gær. VÍSIR/DANÍEL Aðeins örfá lönd eru neðar en Ísland á stigalista UEFA, þar sem árangur félagsliða í knattspyrnu karla er notaður til að raða löndum niður. Færeyjar og Gíbraltar eru ofar. Íslensku félagsliðin fjögur sem leika í Evrópukeppnum í ár hafa öll tapað sínum leikjum. FH, Víkingur R. og Breiðablik féllu úr leik í 1. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar í gær, og áður hafði KR tapað gegn Celtic í 1. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu. KR leikur því í 2. umferð Evrópudeildarinnar og getur með sigri þar lagað stöðu Íslands. Árið 2018 var Ísland í 35. sæti stigalista UEFA og hafði haldið því sæti í þrjár leiktíðir. Stigalistinn tekur mið af árangri síðustu fimm ára, og í ljósi slaks árangurs síðustu tvö ár hefur Ísland hrunið niður listann. Ísland var í 46. sæti listans eftir síðasta keppnistímabil, en er í 50. sæti eftir úrslitin í fyrstu umferðunum í ár. Sú staða getur aðeins batnað ef að KR nær góðum úrslitum í september. Núverandi staða á lista UEFA. Hér má sjá stig hvers lands á hverju ári, síðustu fimm ár, og samanlögð stig. Eins og sjá má er Ísland með 0,5 stig síðasta árið, en það gæti hækkað ef KR vinnur í september.skjáskot/kassiesa.net Færeyingar græða á gefins sigri Gíbraltar og Færeyjar komast upp fyrir Ísland, en þar vegur þungt að færeyska liðinu KÍ var úrskurðaður sigur gegn Slovan Bratislava í undankeppni Meistaradeildarinnar, eftir að smit kom upp hjá slóvakíska liðinu. Ísland er einnig fyrir neðan Kósóvó sem þó hefur aðeins átt fulltrúa í Evrópukeppnunum síðustu þrjú ár, og hefur því ekki haft fimm ár til að safna stigum eins og önnur lið. Aðeins Svartfjallaland, Wales, Eistland, Andorra og San Marínó eru fyrir neðan Ísland á listanum eins og hann er í dag. Spánn, England, Ítalía og Þýskaland eru efst og eiga þessi lönd sjö fulltrúa hvert í Evrópukeppnunum. UEFA Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Sjá meira
Aðeins örfá lönd eru neðar en Ísland á stigalista UEFA, þar sem árangur félagsliða í knattspyrnu karla er notaður til að raða löndum niður. Færeyjar og Gíbraltar eru ofar. Íslensku félagsliðin fjögur sem leika í Evrópukeppnum í ár hafa öll tapað sínum leikjum. FH, Víkingur R. og Breiðablik féllu úr leik í 1. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar í gær, og áður hafði KR tapað gegn Celtic í 1. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu. KR leikur því í 2. umferð Evrópudeildarinnar og getur með sigri þar lagað stöðu Íslands. Árið 2018 var Ísland í 35. sæti stigalista UEFA og hafði haldið því sæti í þrjár leiktíðir. Stigalistinn tekur mið af árangri síðustu fimm ára, og í ljósi slaks árangurs síðustu tvö ár hefur Ísland hrunið niður listann. Ísland var í 46. sæti listans eftir síðasta keppnistímabil, en er í 50. sæti eftir úrslitin í fyrstu umferðunum í ár. Sú staða getur aðeins batnað ef að KR nær góðum úrslitum í september. Núverandi staða á lista UEFA. Hér má sjá stig hvers lands á hverju ári, síðustu fimm ár, og samanlögð stig. Eins og sjá má er Ísland með 0,5 stig síðasta árið, en það gæti hækkað ef KR vinnur í september.skjáskot/kassiesa.net Færeyingar græða á gefins sigri Gíbraltar og Færeyjar komast upp fyrir Ísland, en þar vegur þungt að færeyska liðinu KÍ var úrskurðaður sigur gegn Slovan Bratislava í undankeppni Meistaradeildarinnar, eftir að smit kom upp hjá slóvakíska liðinu. Ísland er einnig fyrir neðan Kósóvó sem þó hefur aðeins átt fulltrúa í Evrópukeppnunum síðustu þrjú ár, og hefur því ekki haft fimm ár til að safna stigum eins og önnur lið. Aðeins Svartfjallaland, Wales, Eistland, Andorra og San Marínó eru fyrir neðan Ísland á listanum eins og hann er í dag. Spánn, England, Ítalía og Þýskaland eru efst og eiga þessi lönd sjö fulltrúa hvert í Evrópukeppnunum.
UEFA Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Sjá meira